Fréttablaðið - 19.06.2021, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 19.06.2021, Blaðsíða 4
Ari Fenger formaður Viðskiptaráðs Staðan er sú að Ísland hefur ekki staðið Norður- löndunum jafn langt að baki frá árinu 2013. Sé rýnt nánar í niðurstöðurnar er Ísland undir meðaltali Norður- landanna í 15 af 20 undirþáttum. Í fjórum þáttum stendur Ísland 1–4 sætum betur og aðeins í skatta- stefnu virðist Ísland bera af. Áslaug Arna Sigurbjörns- dóttir dómsmálaráðherra Mansal er eitt alvarlegasta brot á mann- réttindum sem fyrirfinnst. Gerandinn beitir blekkingum og þvingun til að viðhalda því ástandi að hagnýta aðra mann- eskju, oftast í fjárhagslegum tilgangi. Mansal er oftar en ekki liður í skipulagðri glæpastarfsemi, svo sem vændi, innflutningi og ræktun fíkniefna og annarri starf- semi á vinnumarkaðnum. Ólafur Arnarson hagfræðingur Kvótinn sem íslenska ríkið afhendir fyrir 4,7 milljarða er í raun 80 milljarða virði. 80 milljarðar er það verð sem markaðurinn er tilbúinn að greiða fyrir veiðiheimildirnar. Þetta er því ríkisstuðningur upp á um 75 milljarða á ári. Til samanburðar má nefna að alls renna um 77 milljarðar til rekstrar Landspítal- ans á þessu ári. n Þetta ætti að vera auðveldara núna og meira kjöt á beinunum til að vinna þessi mál. Ég trúi því. Margrét Steinarsdóttir, fram- kvæmdastjóri Mannréttinda- skrifstofu Íslands. n Tölur vikunnar 170 íbúar Urriðaholts í Garðabæ krefj- ast bættra samgangna í hverfinu. 333 þreyttu inntökupróf í læknisfræði í Háskóla Íslands í vikunni. 500 frumvörp voru samþykkt á Alþingi á kjörtímabilinu sem senn lýkur. 59 sinnum var lyfinu Rohypnol ávísað í apríl. 1.500 milljónir var sektin sem Eimskip greiddi í ríkissjóð í kjölfar sáttar við Samkeppniseftirlitið. n Þetta sögðu þau BJÓÐUM UPP Á 37” - 40” BREYTINGAPAKKA BREYTINGAVERKSTÆÐI ÍSBAND, SMIÐSHÖFÐA 5, SÉRHÆFIR SIG Í BREYTINGUM Á RAM PALLBIFREIÐUM. ÍSBAND UMBOÐSAÐILI RAM Á ÍSLANDI RAM 3500 BÍLL Á MYND RAM 3500 LARAMIE SPORT MEGACAB MEÐ 35” BREYTINGU VERÐ FRÁ 7.421.210 KR. ÁN VSK. 9.202.300 KR. M/VSK. UMBOÐSAÐILI JEEP® OG RAM Á ÍSLANDI • ÍSLENSK-BANDARÍSKA • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR S. 590 2300 • WWW.ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-18 • LAUGARDAGA 12-16 Þolendur tilkynna sjaldnast sjálfir um brot heldur eru það oftar utanaðkomandi aðilar sem vekja athygli á stöðunni. Fæst mansalsmála enda í rétt- arkerfinu og erfiðlega gengur að láta brotlega sæta ábyrgð. urduryrr@frettabladid.is SAMFÉLAG Orð gegn orði og erfið- leikar við að safna sönnunargögn- um, er meðal ástæðnanna fyrir að fæst mansalsmál enda nokkurn tímann fyrir dómara. Margrét Steinarsdóttir, framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands og hluti af samræmingarteymi Bjarkar- hlíðar, vonar að nýlegar breytingar á ákvæði almennra hegningarlaga um mansal muni auðvelda rannsókn og saksókn mansalsmála. Í júlí síðastliðnum var teymi sett á fót í Bjarkarhlíð sem átti að sam- ræma velferðarþjónustu fyrir þol- endur mansals. Frá því að teymið var stofnað hefur því borist vel á annan tug mála, f lest þeirra um vinnumansal. „Fæst málanna enda í réttarkerf- inu, þetta er oft á gráu svæði og oft enda mál hjá stéttarfélögum eða í einhverjum öðrum farvegi,“ segir Margrét. „Lögreglan hefur haft einhver mál til skoðunar en mér vitanlega hefur ekkert þeirra farið lengra.“ Margrét segir að oft komi upp grunur um mansal sem ekki takist að sýna fram á. Þá er aðalmálið að tryggja þolendum aðstoð eftir aðstæðum. Margrét segir að erfiðlega hafi gengið að láta þá sem eru brot- legir sæta ábyrgð. Hún segist vona að breytingar á ákvæði almennra hegningarlaga um mansal muni auðvelda það. Breytingarnar sem samþykktar voru á 227. grein almennra hegn- ingarlaga um mansal eiga að endur- spegla þekktar birtingarmyndir mansals á Íslandi, segir í frumvarpi dómsmálaráðherra. Þá er vonin að þær muni auðvelda yfirvöldum að berjast gegn vinnumansali, ásamt öðru. „Núna er til dæmis í ákvæðinu að mansal þarf ekki endilega að vera í fjárhagslegum tilgangi, þannig þarf ekki lengur að sýna fram á að einhver hafi fjárhagslegan ávinn- ing af,“ segir Margrét. „Þetta ætti að vera auðveldara núna og meira kjöt á beinunum til að vinna þessi mál. Ég trúi því.“ Sjaldnast tilkynna þolendur sjálfir um mansal, heldur er yfirleitt ein- hver annar sem vekur athygli á stöðu einstaklings. „Flest fólkið hefur aldr- ei heyrt minnst á mansal og telur sig jafnvel ekki geta leitað úrræða eða hafa rétt á því, af því það samþykkti sjálft að taka þátt í þessu, til dæmis að vinna fyrir launum sem eru undir lágmarkslaunum.“ Algengt er að þolendur séu ein- angraðir frá samfélaginu og þá getur þeim reynst erfitt leita hjálpar. Þetta getur sérstaklega átt við um fólk sem kemur annars staðar að og hefur ekki tengslanet, þekkir ekki lagaum- hverfið og talar ekki tungumálið. „Þetta er mikið spor í rétta átt en ég held í rauninni að það verði alltaf einhverjir einstaklingar sem næst aldrei til,“ segir Margrét. „Ég vona samt að meðvitund fólks hafi aukist á síðustu árum og með því að halda umræðunni um mansal gangandi og auka fræðslu þá verði almenningur meðvitaðri og líklegri til að átta sig á því sem er á ferðinni og geti þá látið vita. Það er mjög mikilvægt.“ n Auðveldara að uppræta vinnumansal Hátt í annan tug mansalsmála hefur komið inn á borð Bjarkarhlíðar síðasta árið. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR 4 Fréttir 19. júní 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.