Fréttablaðið - 19.06.2021, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 19.06.2021, Blaðsíða 28
Arctic Star sæbjúgna- hylkin innihalda ríflega 50 tegundir næringarefna sem hafa ýmis heilsueflandi áhrif, eins og að draga úr stirðleika og liðverkjum, auka blóðflæði og styrkja ónæmiskerfið. Sandra Yunhong She, fram- kvæmdastjóri hjá Arctic Star, segir sæbjúgu hafa verið notuð í Asíu um langt skeið við margs konar kvillum. „Í Kína eru þau stundum kölluð „ginseng hafsins“ en Kín- verjar eru stærstu neytendur sæbjúgna í heiminum. Þau eru notuð þar til að meðhöndla háan blóðþrýsting, draga úr liðverkjum og auka kynorku og eru einnig vinsæl í Indónesíu þar sem þau eru talin búa yfir lækningamætti vegna græðandi eiginleika og eru meðal annars notuð á magasár.“ Kollagen og vítamín Arctic Star hefur verið með sæbjúgu á markaðinum í um fimm ár og hafa vörurnar frá þeim hlotið góðar undirtektir. Nú hefur Arctic Star bætt við úrvalið með sérstakri blöndu af sæbjúgum, D- vítamíni og kollageni. Sæbjúgun (Cucumaria Frondosa) sem Arctic Star notar eru veidd í Norður-Atl- antshafi við strendur Íslands og innihalda mikið magn kollagens. Þau eru veidd úr sjónum en að sögn Söndru eru villt sæbjúgu með umtalsvert meiri virkni en eldis- ræktuð sæbjúgu. Kröftug og breiðvirk blanda Sandra Yunhong She segir sæbjúgu mikið notuð víða í Asíu. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN „Sæbjúgun sem við notum eru ekki eldisafurð. Þetta er lindýr sem vex á botni sjávar og þessi ákveðna tegund inniheldur mjög hátt hlutfall prótíns eða um 70% og einungis 2% fitu. Blandan inni- heldur að auki fiskiprótín sem unnið er úr þorskroði ásamt stein- efnum og vítamínum.“ Ávinningur af neyslu kollagens er talinn marg- þættur. „Blandan hefur sérstak- lega góð og styrkjandi áhrif á liði, húð, neglur og hár. Við bættum svo við C-vítamíni en það eykur virkni kollagensins og styrkir brjósk, bein og húðina, ásamt því að efla starfsemi taugakerfisins og ónæmiskerfisins. Þá er C-vítamín talið verja frumur líkamans gegn oxunarálagi og draga úr þreytu og sleni,“ útskýrir Sandra. „Við höfum einnig bætt við D-vítamíni en það styrkir líka ónæmiskerfið, stuðlar að eðlilegri upptöku líkamans á kalsíum og fosfóri ásamt því að styrkja bein, tennur og vöðva.“ Ríkulegt magn amínósýra Sæbjúgu innihalda einnig mikinn fjölda amínósýra en þær eru und- irstaða og byggingarefni prótína. „Meðal amínósýra sem er að finna í sæbjúgum má nefna metíónin sem er blóðaukandi, eykur orku líkamans ásamt því að stuðla að myndun húðpróteins og insúlíns. Þá er einnig að finna amínósýruna lýsin sem talin er efla þroska heilans, stýra heilakönglinum, mjólkurkirtlum, eggjastokkum og vernda frumur líkamans gegn hrörnun. Lýsin er líka mikil- vægur þáttur í starfsemi lifrar og gallblöðru og tryptófan er talið aðstoða við myndun magasafa og insúlíns. Amínósýran valín er líka í sæbjúgum, en hún er sögð stuðla að eðlilegri virkni í taugakerfi og hefur góð áhrif á gulbú, brjóst og eggjastokka,“ segir Sandra. „Aðrar amínósýrur sem er að finna í sæbjúgum eru meðal annars treónín sem stuðlar að jafnvægi amínósýra, leucine sem getur lækkað blóðsykur í blóðinu og styrkt húðina auk þess sem sár og bein gróa betur. Einnig má nefna isoleucine sem hefur jákvæð áhrif á kirtlastarfsemi líkamans, milta, heila og efnaskipti og fenýl- alanín sem styrkir nýrun og þvag- blöðruna ásamt því að auka virkni ónæmisfruma líkamans og þannig stuðla að myndun mótefna.“ Sandra byrjaði að taka inn sæbjúgnahylki upp úr þrítugu og segist raunar ekki hafa veikst síðan hún hóf reglulega inntöku á þeim. „Ég var alltaf með flensu á hverju ári en það hefur ekki gerst núna í langan tíma eða frá því að ég byrjaði að taka þetta daglega. Húðin á mér varð mun betri og hár og neglur urðu sterkari. Þetta er gríðarlega öflug blanda.“ Framleiðandi sæbjúgna er Arctic Star ehf. Allar nánari upplýs- ingar fást á arcticstar.is. Arctic Star sæbjúgnahylki+D3 fást í f lestum apótekum og heilsubúðum ásamt Hagkaupum og Fjarðarkaupum.nÞað nýjasta frá Arctic Star eru sæbjúgnahylki sem eru D3-vítamínbætt. Íslensk framleiðsla Mikil spenna ríkir í Þor- lákshöfn í dag en í kvöld er fyrsti heimaleikur Þórs Þorlákshafnar í úrslitaein- víginu um Íslandsmeistara- titilinn í körfubolta. Það er stór dagur í dag fyrir íbúa Þorlákshafnar, en þá taka heimamenn í liði Þórs á móti liði Keflvíkinga í úrslitum Dom- ino´s- deildar karla í körfubolta. Leikurinn í dag er fyrsti heima- leikur Þórs í úrslitunum en óhætt er að segja að liðið hafi komið f lestum körfuboltaspekingum á óvart þegar það vann Keflvíkinga í fyrsta leik á nokkuð sannfærandi hátt. Einn þeirra sem bíður spenntur eftir leiknum í kvöld er Grétar Ingi Erlendsson sem lék með liðinu á árum áður. „Eftir að ferlinum lauk þá færði ég mig upp í stúkuna í klappliðið enda unun að horfa á fyrrum liðsfélaga ásamt rísandi ungstirnum taka við keflinu og byggja ofan á þann mikla árangur sem náðst hefur í körfuboltanum hér í Þorlákshöfn. Það getur þó stundum verið erfitt að vera ein- ungis áhorfandi enda lifir maður sig af öllum krafti inn í leikinn.“ Þetta er í annað skipti sem lið Þórs Þorlákshafnar kemst í lokaúr- slit en liðið komst síðast í úrslit á sínu fyrsta ári í efstu deild, árið 2012. „Þá vann Grindavík okkar lið 3-1. Sú úrslitakeppni reyndist vera mikil og dýrmæt reynsla fyrir okkur sem leikmenn og auðvitað klúbbinn enda markaði þessi sería upphaf stöðugleika áranna í úrvalsdeild.“ Stemning og kraftur í samfélaginu Hann segir Þorlákshöfn vera mikið körfuboltasamfélag og að bæjarbúar séu ótrúlega stoltir af leikmönnum sínum í bæði karla- og kvennaflokki. „Hér hefur verið haldið vel á spöðunum í gegnum tíðina sem hefur orðið til þess að við höfum alið af okkur keppnis- fólk í hæsta gæðaflokki. Það er ekki sjálfgefið að svona lítið samfélag eigi lið í efstu deild og því síður að kjölfestuleikmenn liðsins séu uppaldir heimamenn. Bæjarbúar hafa líka verið tilbúnir til að leggja á sig mikla og óeigin- gjarna vinnu til að dæmið gangi upp. Þetta fólk á allt mikið hrós skilið en það verður þó að taka Jóhönnu Hjartardóttur aðeins út fyrir mengið og hrósa henni sér- staklega, enda er hún móðir körfu- boltans hér í bæ.“ Grétar segir það vera ómetan- legt fyrir þetta litla bæjarfélag, sem telur tæplega 2.300 íbúa, að eiga öflugan fulltrúa í svo vinsælli íþrótt. „Það verður bara svo mikil stemning og kraftur í samfélaginu þegar vel gengur og jafnvel ótrú- legasta fólk fer að stoppa mann á förnum vegi til að ræða körfu- bolta.“ Löng bið eftir leiknum Biðin eftir leiknum í kvöld verður án efa löng fyrir marga stuðnings- menn liðsins en leikurinn hefst kl. 20.15. „Ég geri ráð fyrir því að stemningin verði rosaleg í bænum í dag. Strákarnir tróðu sokk upp í ansi marga með stórsigri í fyrsta leik. Ég er fullviss um að þeir vilji fylgja þeim sigri eftir með geggj- uðum leik í dag og færa okkur þar með skrefinu nær því að landa fyrsta Íslandsmeistaratitli félags- ins.“ Hann segir daginn í dag vera frekar hefðbundinn en hann muni að sjálfsögðu senda góða strauma til félaga sinna enda fátt annað sem hann geti í raun gert. „Svo reyni ég auðvitað að leggja mitt af mörkum til að hvetja þá áfram. Ég treysti þó mun meira á Græna drekann í þeim efnum enda er þar að finna fólk með sérfræðiþekkingu í að keyra upp stemningu. Ég fullyrði að það er ekki til betri stuðningsmanna- sveit á landinu.“ En hvað ætlar Grétar Ingi að gera ef Þór Þorlákshöfn vinnur Íslandsmeistaratitilinn? „Við skulum orða það þannig að það verður fagnaður par excellance!“n Oft erfitt að vera áhorfandi í stúkunni Grétar Ingi Erlendsson lék áður með Þór Þorlákshöfn en er núna kominn upp í stúku að hvetja sína menn. MYND/AÐ- SEND Liðsmenn Þórs Þorlákshafnar reyna að næla í fyrsta Íslandsmeistaratitil sinn í körfubolta. Eftir að ferlinum lauk færði ég mig upp í stúkuna í klapp- liðið enda unun að horfa á fyrrum liðs- félaga ásamt rísandi ungstirnum taka við keflinu og byggja ofan á þann mikla árangur sem náðst hefur í körfuboltanum hér. 4 kynningarblað A L LT 19. júní 2021 LAUGARDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.