Fréttablaðið - 19.06.2021, Blaðsíða 79

Fréttablaðið - 19.06.2021, Blaðsíða 79
+ + + = 19.990 kr. A L LT ÓTA K M A R K A Ð Svo prófaði ég hana á krökk- unum mínum og sagði að þetta væri bók sem ég væri að þýða. Mömmustrákur, barnabók Guðna Kolbeinssonar, hefur verið endurútgefin. Nú kemur hún út með myndum eftir Kristínu Bertu Guðnadóttur, dóttur höfundar. Mömmustrákur kom út árið 1982, var endurprentuð nokkrum sinnum og hefur lengi verið ófáanleg. Mömmustrákur fjallar um Helga, sem býr með einstæðri móður sinni og þráir að hitta föður sinn. Sagan segir frá ýmsum ævintýrum hans. Hvað kom til að Guðni ákvað að skrifa bókina? „Ég var byrjaður að þýða barnabækur og mér datt í hug hvort ég gæti ekki skrifað eina slíka og gerði það. Ég samdi hana með upplestur í útvarp í huga og þess vegna voru allir kaflarnir jafnlangir. Svo prófaði ég hana á krökkunum mínum og sagði að þetta væri bók sem ég væri að þýða. Þeim leist mjög vel á, en þegar ég upplýsti þau um sannleikann undir lokin neituðu þau að trúa mér.“ En af hverju valdi hann þetta söguefni? „Ég hygg að það sé skárra að höfundur þekki sem best þær aðstæður sem hann setur sögu­ persónur sínar í. Ég var afrakstur sambands sem síðan leystist upp og fylgdi einstæðri móður minni í vistum hennar allvíða um land fyrstu fimm ár ævinnar eða rúm­ lega það. Þetta var vitaskuld fyrir daga helgarpabba og þess háttar, þannig að ég hitti föður minn ekki oft á bernskuárunum. Aðstæður mínar voru því um margt líkar og hjá Helga litla í sögunni. Stöku atburði sæki ég í eigin reynslu en geri þá reyndar oftast talsvert sögulegri en þeir voru í raun, aðra í reynslu annarra barna, til dæmis úr ætt konu minnar, og sumir atburðir eru að öllu leyti uppdiktaðir." Þessi frumraun Guðna hlaut Barnabókaverðlaun Fræðsluráðs Reykjavíkur. „Svo skrifaði ég aðra bók um köttinn Kela og fékk engin verðlaun og þá hætti ég þessu,“ segir Guðni og hlær. Fallegur prentgripur Ragnar Lár myndskreytti Mömmu­ strák á sínum tíma en nýja útgáfan er með myndum eftir dóttur Guðna, Kristínu Bertu. „Bókin seldist upp og alltof mörg barnabörn mín áttu hana ekki. Ég ætlaði að gefa hana út sjálfur og spurði Jónas Sigurgeirsson hjá Bókafélaginu ráða og honum fannst einfaldast að gefa hana út fyrir mig. Mér finnst gaman að fá hana gefna út aftur. Hún er fallegur prentgripur. Björn H. Jónsson, sem braut hana um og hannaði kápu og útlit, er snillingur,“ segir Guðni. Sögur um pabba Kristín Berta segist muna vel eftir því þegar faðir hennar las söguna fyrir þau systkinin á sínum tíma. Mömmustrákur að nýju Bók Guðna Kolbeinssonar, Mömmustrákur, hefur verið endurútgefin. Kristín Berta, dóttir hans, gerði myndirnar. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb @frettabladid.is „Ég hef lesið hana margoft síðan. Þegar ég var unglingur áttaði ég mig á því að þarna voru alls konar sögur um pabba. Hann hafði sagt okkur frá æsku sinni og ýmislegt sem gerist þarna er hans saga í bland við skáldskapinn. Þessi bók hefur alltaf átt sinn stað í hjörtum okkar systkinanna.“ Hún segir að það hafi verið skemmtilegt verk að gera mynd­ irnar í bókina. „Pabbi sagði mér að hann hefði í hyggju að gefa hana út þegar hann yrði 75 ára. Ég mála en er ekki mikill teiknari og sagði honum að ég kynni ekki að teikna fólk. Hann sagði að ég skyldi bara teikna það sem ég vildi. Fyrsta myndin sem ég gerði var af silungi og hann sagði: Hann er svolítið eins og lax. Þá leiðrétti ég það bara strax fyrir veiðimanninn. Svo kom þetta allt saman og gekk vel.“ Gamall glæpur Nú er þessi vinsæla en lengi ófáan­ lega bók komin út að nýju. Guðni ljóstrar um leið upp um gamlan glæp: „Eiginmaður Kristínar Bertu, tengdasonur minn, viðurkenndi þegar ég hafði þekkt hann um hríð, að hann hefði á sínum yngri árum „stolið“ Mömmustrák af Amtsbóka­ safninu á Akureyri þar sem hann hafði gleymt að skila bókinni. Hann reyndi síðan að fela glæpinn með því að klippa bókasafnsmerkið af kápunni. Þetta hefur vakið nokkra kátínu í fjölskyldunni.“ n Kolbrún Bergþórsdóttir Sumartónleikar Hallgrímskirkju í Saurbæ, Hvalfirði, hefjast á sunnu­ daginn 20. júní. Alls verða níu tón­ leikar í sumar hvern sunnudag kl. 16 frá 20. júní til 15. ágúst. Allur ágóði rennur til styrktar staðnum. Tónleikaröðin hefst sunnudaginn 20. júní kl. 16.00 þegar Diddú og drengirnir, ásamt kór Saurbæjar­ prestakalls, flytja sönglög úr ýmsum áttum. Drengirnir eru Sigurður Ingvi Snorrason og Kjartan Óskarsson á klarínettur, Frank Hammarin og Þor­ kell Jóelsson á horn og Brjánn Inga­ son og Snorri Heimisson á fagott. n Diddú í Saurbæ Diddú syngur á sunnudag. Kolbrún Bergþórsdóttir Farin verður sumarsólstöðuganga í Viðey mánudagskvöldið 21. júní en á sólstöðum er sólargangur lengstur hér á norðurhveli jarðar og hádegis­ sólin hættir að hækka dag frá degi. Gestur göngunnar verður Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, lögfræð­ ingur og stjórnarformaður Félags Sameinuðu Þjóðanna á Íslandi, sem flytur þátttakendum ávarp. Farin verður gönguleið um vest­ urhluta Viðeyjar en á leiðinni mun sérfræðingur frá Listasafni Reykja­ víkur segja gestum frá verkinu Áföngum eftir bandaríska lista­ manninn Richard Serra, sem er á þessum hluta eyjarinnar. Sumarsólstöðugangan hefur nú verið stunduð árlega síðan 1985. Siglt verður frá Skarfabakka kl. 20 og til baka ekki seinna en kl. 23. n Sumarsólstöður verða í Viðey Gengið verður um Viðey á mánudag. Menning 39LAUGARDAGUR 19. júní 2021
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.