Fréttablaðið - 19.06.2021, Side 58

Fréttablaðið - 19.06.2021, Side 58
Helga Dögg Björgvinsdóttir er varaformaður Kvenrétt- indafélags Íslands. Hún segir að áhuginn á jafn- réttismálum hafi komið með móðurmjólkinni en móðir hennar, Esther Ragnheiður Guðmundsdóttir, var um tíma formaður þessa sama félags. sigriduringa@frettabladid.is „Kvenréttindabaráttan var allt um lykjandi þegar ég var að alast upp og ég varð mikill femínisti strax sem krakki. Ég var oft með mömmu niðri á Hallveigarstöðum og fékk að leika mér þar. Eftir tvítugsaldurinn fór ég að láta meira til mín taka í jafnréttismálum en líkt og margar ungar konur fór ég að rekja mig á ýmsa veggi, bæði innan háskólans og á atvinnumarkaðnum,“ segir Helga Dögg, sem vinnur hjá upplýs- ingatæknifyrirtækinu Crayon. Hún gekk til liðs við Sjálfstæðis- flokkinn og var um tíma formaður Landssambands sjálfstæðiskvenna en sagði sig svo síðar úr flokknum. „Mér finnst ég hafa miklu meiri áhrif á samfélagið með því að starfa innan Kvenréttindafélagsins en innan stjórnmálaflokks. Þar gat oft verið strembið að láta sína rödd heyrast. Við konurnar sem vorum í Sjálfstæðisflokknum náðum þó nokkrum málum í gegn og mér fannst til dæmis stórsigur að á landsfundi var sett inn í stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins að jafn- réttismál yrðu eitt af grunngildum flokksins. Hins vegar upplifði ég að konum gekk illa í prófkjörum og það var tregða til að hleypa fleiri en einni til tveimur konum ofarlega á lista. Vonandi er það að breytast, en það var mikil íhaldssemi á sumum sviðum innan flokksins þegar ég var þar innanbúðar,“ segir Helga Dögg. Góð samstaða í hópnum Tilurð þess að hún gekk til liðs við Kvenréttindafélagið má rekja til þess að Helga Dögg var fengin til að tala á fundi félagsins um hvernig Sjálfstæðiskonur upplifðu jafnrétt- ismál innan flokksins og hvernig konum farnaðist almennt í stjórn- málum. „Þar hitti ég þáverandi for- mann og framkvæmdastjóra KRFÍ, sem spurðu hvort ég hefði áhuga á að koma í stjórn en þá var stutt í næsta aðalfund. Ég sló til og bauð mig fram og síðan eru liðin tæp tíu ár. Um tíma var ég ritari en síðustu tvö árin varaformaður,“ segir Helga Dögg, en starfið er unnið í sjálf- boðaliðavinnu. „Þetta er frábær hópur og góð samstaða í hópnum. Innan félags- ins eru ólíkar konur en við náum alltaf að tala okkur saman að sam- eiginlegri niðurstöðu, sem er alveg magnað. Við erum óhræddar við að láta í okkur heyra úti í samfélag- inu og finnum að það er hlustað á okkur. Stjórnvöld kalla okkur til, til að heyra hvað okkur finnst um ýmis mál og við skrifum mikið af umsögnum um frumvörp til laga,“ segir Helga Dögg. Vill að konur njóti sannmælis Innt eftir því hver hafa verið hennar helstu baráttumál segir Helga Dögg að þau séu mörg. „En fyrst og fremst að konur njóti sannmælis. Að þegar konu og karli er stillt upp hlið við hlið, með sömu menntun og starfs- reynslu, sé konan ekki endalaust vanmetin og karlinn ofmetinn. Það er stundum ótrúlegt hversu oft hallar á konur í þessum efnum. Ég brenn líka fyrir því að stúlkurnar okkar þurfi ekki að alast upp við það misrétti að þær eigi mögulega eftir að hafa lægri laun en strákar fyrir sömu vinnu. Mér finnst líka mikilvægt að konur hafi mögu- leika á sama framgangi í starfi og karlar. Oft gleymist að konur hverfa um tíma frá vinnumarkaði vegna til dæmis barneigna, eða vegna þess að þær eru að sinna veikum börnum eða öldruðum foreldrum. Það hefur ekki bara áhrif á tekjur þeirra akkúrat á þeim tíma heldur líka þegar kemur að því að þær fara á eftirlaun, því þetta hefur kjara- skerðingaráhrif á þeirra lífeyri,“ bendir Helga Dögg á. Hún segir að vissulega séu Íslendingar framarlega í jafnréttis- málum miðað við margar aðrar þjóðir. „Á sumum sviðum erum við hálfgerðar rokkstjörnur í þessum efnum en svo er margt sem enn þarf að laga. Við þurfum til dæmis að laga launamálin en meirihluti þeirra sem eru í láglaunastörfum eru konur, en meirihluti þeirra sem er í hálaunastörfum eru karlar,“ segir Helga Dögg. Þá nefnir hún að #metoo- byltingin sé ótrúlega mikilvæg fyrir alla. „Hún hefur opnað augu karlmanna fyrir ýmsu sem hingað til hefur ekki verið vandamál í þeirra augum. Um leið og farið er að tala opinskátt um kynbundið ofbeldi átta þeir sig á að það er eitthvað sem ekki er í lagi og þarf að breyta,“ segir Helga Dögg, sem er líka hugsandi yfir umræðu um Only Fans. „Við þurfum að skoða hvaðan sú hugsun kemur inn í kollinn á drengjunum okkar að það sé í lagi að borga fyrir aðgang að líkama annarra. Við eigum að ala alla upp í að það sé jafn óeðlilegt og að okkur finnst óeðlilegt að ganga um með skotvopn. Ég held að það sé mikil- vægt fyrir framtíðina að koma kynjafræði og meiri kynfræðslu inn í námsskrá bæði grunn- og framhaldsskóla. Það væri skref í rétta átt,“ segir Helga Dögg. ■ Höfum sterka rödd Helga Dögg segir það hafa verið skrifað í skýin að hún hellti sér út í jafnréttis- baráttu. „Ég brenn fyrir því að stúlkurnar okkar þurfi ekki að alast upp við það misrétti að þær eigi mögu- lega eftir að hafa lægri laun en strákar fyrir sömu vinnu,“ segir hún. MYND/EYÞÓR ÁRNASON Raquelita Aguilar tók við starfi forstöðumanns staf- rænnar þróunar hjá Isavia í byrjun maí síðastliðinn. Hún segist vera spennt fyrir komandi tímum enda ætli fyrirtækið sér stóra hluti þegar kemur að tækni í rekstri flugvallarins og far- þegaupplifun. Raquelita byrjaði að vinna sem prófari hjá Stokki Software árið 2015 og þróaðist þar í starfi sem gæða- og verkefnastjóri. „Í byrjun árs 2018 tók ég svo við sem rekstrarstjóri. Í júlí sama ár útskrifaðist ég sem tölvunar- fræðingur og mánuði eftir útskrift var mér boðin staða framkvæmda- stjóra Stokks sem ég sat í þar til ég kom til Isavia. Hjá Stokki öðlaðist ég dýrmæta reynslu sem hefur og mun nýtast mér mjög í starfi mínu hjá Isavia,“ segir Raquelita. Fyrri kynni flugvallarins Raquelita segist hafa kynnst starfsemi flugvallarins þegar hún starfaði í sumarafleysingum hjá lögreglunni 2012–2015. „Ég var meðal annars í landamæraeftir- litinu uppi á flugvelli. Ég er því kunnug þeim hluta flugvallarins þar sem ég lærði meðal annars hverjir mega koma inn á Schengen- svæðið og hverjir ekki, ásamt því að þekkja fölsuð skilríki og skilríki sem verið er að misnota.“ En hvernig kom til að þú sóttir um starfið hjá Isavia? „Ég var í raun ekki að leita mér að starfi enda ánægð hjá Stokki. Svo var mér bent á starfsaug- lýsinguna frá Isavia og fannst hún hljóma spennandi. Ég ákvað því að senda inn umsókn. Mig langaði líka til að sjá hvar ég stæði þegar kæmi að því að sækja um svipaða stöðu hjá fyrirtæki eins og Isavia. Eftir að hafa komist í fyrsta starfs- viðtalið opnaðist nýr tækniheimur fyrir mér sem mig langaði að fá að kynnast betur,“ segir Raquelita. Stafrænar lausnir Hlutverk einingarinnar sem Raquelita leiðir hjá Isavia er að styðja við þarfir annarra rekstrar- eininga Isavia þegar kemur að upplýsingatækni og stafrænum lausnum. „Eitt af okkar hlut- verkum er að þarfagreina, velja tæknilausnir og innleiða þær með hagsmunaaðilum, í samræmi við stefnu og kröfur Isavia. Við erum einnig að byggja upp vöruhús gagna og erum að leggja enn meiri áherslu á viðskiptagreind og styðja þannig við gagnadrifnari hugsun og upplýstari ákvarðanatöku innan Isavia.“ Ný deild Það fyrsta sem Raquelita gerði þegar hún tók við starfinu var að ráða inn nýja starfsmenn í teymið enda var af nægum verkefnum að taka. „Starfið mitt og deildin mín, sem heitir Stafræn þróun, er alveg ný eining hjá Isavia og þar fæ ég tækifæri til að taka þátt í að móta mjög mikilvæga stoðeiningu hjá fyrirtæki sem hefur sérstöðu í okkar samfélagi og hagkerfi. Það er mikil uppbygging í gangi hjá allri Isavia-samstæðunni, sérstaklega þegar kemur að stafrænni þróun, viðskiptagreind og upplýsinga- tækni. En það er einungis rúmt ár síðan sviðið sem ég er undir, Stafræn þróun & upplýsingatækni, var stofnað. Þar á undan var ekki mikil áhersla á upplýsingatækni eða stafræna uppbyggingu. Tæknileg uppbygging félagsins sem snertir innviðina, flugvöllinn og farþegaupplifun, er risastórt og margra ára verkefni sem mér finnst alveg hrikalega spennandi og það eru forréttindi að fá að taka þátt í að byggja það upp og þróa. Ég fann strax fyrir mikilli jákvæðni hjá Isavia og allir eru tilbúnir til að fara í breytingar og gera nýja og spennandi hluti.“ Spennt fyrir næstu verkefnum Raquelita segist vera full eftirvænt- ingar að taka við og þróa verkefni næstu ára. „Ég hlakka mikið til að fara að hlaupa almennilega af stað en eðlilega gengur allt aðeins hægar en maður ætlar sér þegar maður er að komast inn í nýtt starf. Næstu verkefni eru helst að stækka teymið enn frekar, innleiða lausnir og ferla þvert á samstæðuna og byggja upp vöruhúsið okkar og viðskiptagreind. Allt þetta mun styðja við framtíðarplön flug- vallarins til næstu ára. Við ætlum okkur nefnilega stóra hluti þegar kemur að tækni í rekstri f lugvallar- ins og farþegaupplifun.“ ■ Tæknileg og spennandi verkefni fram undan Raquelita Aguilar er forstöðumaður nýstofnaðrar deildar Isavia sem snýr að stafrænni þróun fyrirtækisins. MYND/AÐSEND Ég hlakka mikið til að fara að hlaupa almennilega af stað en eðlilega gengur allt aðeins hægar en maður ætlar sér þegar maður er að komast inn í nýtt starf. 6 kynningarblað 19. júní 2021 LAUGARDAGURKVENRÉTTINDADAGUR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.