Fréttablaðið - 19.06.2021, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 19.06.2021, Blaðsíða 30
Útgefandi: Torg ehf Veffang: frettabladid.isÁbyrgðarmaður: Björn Víglundsson Sölumaður auglýsinga: Jóhann Waage, johannwaage@frettabladid.is, s. 550 5656. „Kvenréttindi eru mér hugleikin því í þeim felst barátta fyrir betri heimi.“ Þetta segir Tatjana Latinovic, fyrst kvenna af erlendum uppruna til að stýra Kvenréttindafélagi Íslands í 114 ára sögu þess. „Stefna Kvenréttindafélags Íslands er að leggja félagið niður þegar jafnrétti á Íslandi hefur verið náð, en það er því miður ekki enn raunin. Það gerist ekki fyrr en við öll í samfélaginu höfum sömu stöðu.“ Tatjana segir vissulega merkilegt að erlend kona gegni formennsku í jafn rammíslensku og rótgrónu félagi, en að það sé engu að síður eðlilegt framhald. „Ég hef verið viðriðin jafnréttis- mál frá því ég flutti til Íslands árið 1994 og unnið markvisst að kven- réttindum frá árinu 2003, þegar ég var ein stofnenda Samtaka kvenna af erlendum uppruna. Þar vildum við gefa erlendum konum hér á landi rödd, sýna fjölbreytileikann í þeirra hópi og berjast fyrir rétt- indum þeirra. Okkur var strax tekið fagnandi af íslensku kvenna- hreyfingunni og þáverandi stjórn Kvenréttindafélagsins hjálpaði okkur mikið. Við vorum því strax boðnar velkomnar í net íslenskra kvenréttinda og það styrkti okkur mjög,“ segir Tatjana, sem var nýlega endurkjörin formaður félagsins til tveggja ára. „Kvenréttindafélag Íslands er meira en aldargamalt en þó síungt og opið fyrir breytingum samfélagsins. Það er spennandi vettvangur og mikilvægt að gömul félög geri sig enn gildandi í sam- félaginu, en sem stjórnandi legg ég áherslu á fjölbreytileika, opnara samfélag og að vera fulltrúi sem flestra.“ Ósýnilegir aðskotahlutir Tatjana, sem er serbnesk, varð ást- fangin af Íslendingnum Dagbjarti Helga Guðmundssyni, sem dró hana með sér til Íslands fyrir 27 árum. „Við kynntumst við störf hjá Alþjóðlega Rauða krossinum í fyrrverandi Júgóslavíu en flutt- umst til Íslands 1994. Ég ólst upp í mjög jafnréttissinnaðri fjölskyldu og man að mér þótti saga íslenskra Rauðsokka merkileg og íslenskar konur áberandi duglegar, sterkar og hógværar,“ greinir Tatjana frá, um sín fyrstu kynni af Íslandi. Hún segir lífið á Íslandi hafa verið strembið á köflum fyrsta kastið. „Það hjálpaði mér mikið að vilja strax læra íslensku og hvað fjöl- skyldan og fólkið í kringum mig var hvetjandi og fullt stuðnings. Bæði tungumálið og það að upplifa sig sem hluta af íslensku samfélagi er mikilvægt, en ógrynni kvenna af erlendum uppruna, og sem hafa búið hér lengi, rétt eins og ég, upplifir sig sem ósýnilega aðskota- hluti, sem er sannarlega miður. Það er svo eitt að læra íslensku en annað ef enginn vill tala við þig. Innflytjendur vilja flestir læra íslensku á einhverjum tímapunkti, en það liggur misvel fyrir fólki og því fylgja mikil umskipti á lífinu að flytjast til annars lands. Flestir þrá að verða hluti af íslensku sam- félagi, en hvernig það gengur fer eftir því hvernig nánasta umhverfi tekur á móti þeim. Því er þungbært að fólk sem hefur lagt á sig að læra íslensku finnist það vera ósýnilegt í íslensku samfélagi.“ Meiri ábyrgð í uppeldi drengja Kvenréttindafélagið hlaut nýverið evrópskan styrk til að halda fræðslufundi fyrir femínísk sam- tök í Króatíu um stöðu kvenrétt- inda á Íslandi og voru fjórir fundir fram í júní, sem hægt er að horfa á á YouTube-rás félagsins. „Þar töluðum við um jafnlauna- staðalinn, MeToo-byltinguna, Þórdís Lilja Gunnarsdóttir thordisg@ frettabladid.is sögu kvenréttinda á Íslandi og ég var með mínar króatísku áherslur. Þá var áhugavert að sjá hversu viðfangsefnin hér og þar eru lík og urðu króatísku konurnar fyrir svolitlum vonbrigðum. Þær höfðu talið sér trú um að Ísland væri paradís á jörðu þegar kæmi að kvenréttindum, og mér þótti leitt að slá ryki á þá draumsýn, því þegar upp var staðið reyndust viðfangsefnin í báðum löndum svipuð,“ segir Tatjana, um sam- bærilegan veruleika íslenskra og króatískra kvenna. „Atvinnuþátttaka kvenna er mikil í Króatíu og þar er fæðing- arorlofskerfi, þó ekki eins gott og hér. Annars held ég að allar konur í heiminum séu eins í grunninn og ég veit að við getum fundið mikinn samhljóm hver hjá annarri. Því hvet ég íslenskar konur til að gefa erlendum kynsystrum sínum gaum; konum sem eiga engan að á Íslandi og líta á sig sem aðskota- hlut, því við konur erum eins að upplagi og eigum ótal margt sam- eiginlegt.“ Karlar eru ekki konur, en konur eru menn. Því segir Tatjana áríð- andi að karlar verði bandamenn kvenna í jafnréttismálum. „Það er líka ábyrgðarhluti hvern- ig við ölum upp drengina okkar og högum okkur, því feðraveldið bitnar líka á þeim. Að við kennum þeim að jafnrétti sé ekki einungis málefni kvenna heldur alls sam- félagsins. Drengir njóta góðs af því. Við þurfum að kenna þeim að bera virðingu fyrir ólíkum kynjum og að láta ekki undan pressu um að vera einhvern veginn vegna þess eins að þeir eru karlmenn. Við þurfum að kenna þeim að sinna sjálfum sér, sínu og öðrum.“ Finna ekki fyrir jafnréttinu Kvenréttindafélag Íslands er með elstu kvenréttindafélögum heims, stofnað af Bríeti Bjarnhéðins- dóttur árið 1907 og hefur staðið vörð um réttindi kvenna allar götur síðan. „Bríet fékk hvatningu frá konum sem börðust fyrir kosningarétti kvenna úti í heimi og það var fyrir tilstuðlan hennar að íslenskar konur, fjörutíu ára og eldri, fengu kosningarrétt til Alþingis þann 19. júní 1915. Þátttaka kvenna í íslenskum stjórnmálum er okkur enn mjög hugleikin. Við erum ekki flokkspólitískt félag en tölum alla flokka upp og hugum að kynja- jafnrétti,“ útskýrir Tatjana. Í ár fékk Kvenréttindafélagið styrk frá Nýsköpunarsjóði náms- manna og réði til sín sumarstarfs- mann sem mun kynjagreina umræðuna í aðdraganda alþingis- kosninga í haust. „Við skrifum líka umsagnir við frumvörp og förum með þær fyrir nefndir alþingismanna ef kynja- vinkill finnst í frumvörpum, sem er langoftast, og við vitum að alþingis- menn kunna mjög vel að meta þegar við förum með slík mál fyrir nefndir,“ segir Tatjana, í mjög svo vaxandi félagi þar sem mikil gróska er ekki síst hjá ungu kynslóðinni. „Það er mikil vakning í jafn- réttismálum á Íslandi og brýnt að sofna ekki á verðinum. Í MeToo-byltingunni var ég í lok- uðum spjallhópi yfir 600 erlendra kvenna sem sögðust hafa flutt til Íslands vegna þess að hér átti að ríkja svo mikið jafnrétti, en svo mætti þeim annar veruleiki. Þær veltu fyrir sér hví að hafa jafn- rétti þegar það gagnast þeim ekki neitt? Þær finna hreint ekkert fyrir jafnréttinu á eigin skinni og það finnst mér sárt. Þess vegna segi ég og undirstrika, að á Íslandi ríkir ekki jafnrétti fyrr en allir njóta góðs af því. Við vitum líka að sum kvennastörf eru eingöngu unnin af útlendum konum á lágum launum, en hvað gerist ef þær fara? Koma þá ungir Íslendingar og vinna þau á jafn lágum launum? Allt er þetta tengt jafnrétti, og enn er langt í land.“ Konur þurfa meira en klapp En þótt margt hafi áunnist í kven- réttindamálum hefur Tatjana miklar áhyggjur af stöðu kvenrétt- inda í heiminum. „Ég hef áhyggjur af auknum popúlisma í stjórnmálum, eins og við sáum hjá Donald Trump og nú í Póllandi og Ungverjalandi. Þá hefur heimsfaraldurinn haft skelfileg áhrif á kvenréttindi víða um heim og við erum duglegar að vekja athygli á því. Á tímum Covid- 19 hefur heimilisofbeldi aukist mikið. Þá hafa kvennastéttir verið í framlínu heilbrigðiskerfisins og álag á barnafjölskyldur aukist, en niðurstöður rannsókna hér á landi og ytra sýna að konur hafa tekið á sig enn meiri byrði en karlar á heimilunum í Covid,“ upplýsir Tatjana og heldur áfram: „Einnig hefur félagið Femínísk fjármál rýnt í viðbrögð íslenskra stjórnvalda í heimsfaraldrinum og séð að þar hallar verulega á konur. Þær hafa síður fengið björgunar- pakka ásamt því að störf þeirra hafa verið í meiri hættu, eins og á hárgreiðslu- og snyrtistofum þar sem var lokað þegar verst var. Þá hafa fleiri ný störf verið sköpuð fyrir karla en konur.“ Helstu baráttumál Kvenrétt- indafélagsins nú eru meðal annars að allir hópar í samfélaginu fái sömu réttindi. „En líka launamál kvennastétta, ofbeldismál og að endurreisn efnahagslífsins eftir Covid verði á jafnréttisgrundvelli. Við stöndum á tímamótum og nú er einstakt tækifæri til að gera hlutina rétt og með jafnréttisgleraugum. Heims- faraldurinn hefur sýnt okkur hvers virði kvennastéttirnar eru og hvað þær báru á herðum sér, og á kvennafrídaginn fórum við í herferð til að vekja athygli á að konur lifa ekki á þakklætinu einu saman. Þá var klappað fyrir heil- brigðisstarfsfólki víða í Evrópu, en klapp er ekki nóg. Það þarf líka að sýna og meta kvennastörf að verð- leikum og með launum til jafns við karla.“ Framfarir koma ekki af sjálfu sér Í dag, á kvenréttindadegi íslenskra kvenna, mun Tatjana vitja leiðis Bríetar Bjarnhéðinsdóttur, stofn- anda Kvenréttindafélags Íslands, í Hólavallakirkjugarði. „Kvenréttindadagurinn er mikil- vægur og ekki síst til að minnast þess veruleika sem íslenskar konur bjuggu við áður. Rétt rúm hundrað ár eru síðan barist var fyrir kosn- ingarétti kvenna, sem okkur þykja sjálfsögð réttindi í dag. Öll 20. og 21. öldin er lituð baráttu kvenna fyrir sjálfsögðum mannréttindum, eins og þegar Rauðsokkur börðust fyrir dagvistun barna en voru þá sakaðar um að hata börn. Í dag þætti fólki skrýtið ef ekki væru til leikskólar. Sama á við um fæðing- arorlofið, en sjálfar þurftu konur að berjast fyrir öllum þessum framförum. Þær komu ekki af sjálfu sér,“ segir Tatjana. ■ Konurnar sögðust hafa flutt til Íslands vegna þess að hér átti að ríkja svo mikið jafnrétti, en svo mætti þeim allt annar veruleiki. Þær finna hreint ekk- ert fyrir jafnréttinu á eigin skinni og það finnst mér sárt. 2 kynningarblað 19. júní 2021 LAUGARDAGURKVENRÉTTINDADAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.