Fréttablaðið - 19.06.2021, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 19.06.2021, Blaðsíða 24
Sayed Hashem Qureshi kom til Íslands við upphaf kórón- aveirufaraldursins í mars 2020. Hann var fyrsti gestur- inn í sóttkvíarhóteli Rauða krossins en rúmlega hálfu ári síðar var hann byrjaður að vinna á þessu sama hóteli. Sayed Hashem Qureshi sótti um hæli á Íslandi eftir að hafa f lúið heimaland sitt Afganistan, þar sem hann sætti ofsóknum. „Ég ólst upp í stríði allt mitt líf. Ég lærði í stríði. Þegar ég fór úr húsi þá vissi ég ekki hvort ég myndi koma aftur heim.“ Hann segir pabba sinn hafa verið fyrirmynd sína. „Hann vann erfiðis- vinnu alla sína ævi og lagði sig allan fram við að kenna okkur og ala okkur vel upp. Það er erfitt núna, það hafa allir áhyggjur af stríðinu. Margt fólk sér ekki tilganginn í að mennta sig, það veit ekki hvað það getur gert með menntunina og það veit ekki hvenær það mun deyja.“ Fyrsti gesturinn Sayed komst til Íslands eftir langt ferðalag og sótti um hæli. „Þegar ég var að leita að lögreglumanni á flugvellinum var ég í svo miklu upp- námi að ég gat ekki talað við neinn. Ég hafði aldrei í lífinu verið í þessari stöðu áður,“ segir hann. Eftir að hann var búinn að gefa sig fram við lögregluna var hann færður á farsóttarheimili Rauða krossins. „Ég vissi ekki hvert var verið að taka mig en ég endaði á þessu hóteli í kringum miðnætti,“ segir hann. „Ég var svo þreyttur og vildi bara fara í sturtu og sofa. En það var ekkert heitt vatn því hótelið hafði verið ónotað svo lengi. Þá var mér sagt að ég væri fyrsti gesturinn á hótelinu.“ Sayed vissi í fyrstu ekki hvað hann væri að gera á þessu hóteli eða hvað hann þyrfti að dvelja þar lengi. „Eftir sjö daga á hótelinu spyr ég hvað ég þurfi að vera lengi. Þá er mér sagt að ég sé í sóttkví. Ég vissi ekki hvað það var, ég hafði aldrei farið í sóttkví áður. Mér var sagt að ég þyrfti að eyða þarna tveimur vikum. Þessar tvær vikur kenndu mér mikið.“ Af hverju ekki ég? Sayed vann gjarnan við sjálf boða- liðastörf í heimalandi sínu og hann fann fyrir mikilli samhygð með starfsfólki Rauða krossins. „Þau voru svo góð og vinaleg. Við byrj- uðum að tala saman og ég veit ekki hvort að það hafi verið ég eða þau eða hvað, en við vorum með ein- hverja tengingu. Mér leið eins og ég væri í fjölskyldu. Frá því ég hitti þau fyrst leið mér alltaf eins og ég hefði þekkt þau lengi.“ „Í einangruninni hitti ég Gerði. Hún er 68 ára og er hér að hjálpa fólki. Hún þekkir mig ekki en hún brosir breitt til mín. Hún gleðst yfir því að sjá annað fólk brosa. Og ég segi við sjálfan mig, ef hún getur gert þetta á hennar aldri, af hverju ekki ég? Hún er fyrirmyndin mín.“ Gylfi Þór Þorsteinsson, forstöðu- maður farsóttahúsa Rauða krossins, segir Sayed hafa veitt starfsfólkinu mikla hjálp við að eiga samskipti við þá gesti sem komu á hótelið á meðan hann dvaldi þar. „Hann var hérna hjá okkur í tvær vikur og á meðan komu fleiri hælis- leitendur og erlendir ferðamenn í hús, sem töluðu tungumál sem við gátum ekki fengið túlka fyrir einn, tveir og þrír. Hann talar einhver átta tungumál þannig að hann gat leið- beint okkur og hjálpað okkur með alls konar hluti á meðan hann var hérna í sóttkví,“ segir Gylfi. Líður og bíður Eftir dvöl sína á hótelinu var Sayed f luttur í f lóttamannabúðirnar í Ásbrú. „Fyrsta daginn minn þar spurði ég: Hvar er skrifstofa Rauða Draumur að klæðast Rauða kross búningi Sayed Hashem Qureshi klæddur Rauða kross búningnum. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Sayed ásamt samstarfsfólki sínu Öddu Þóreyjardóttur og Gerði Helgadóttur. krossins?“ Hann fór beinustu leið þangað og skráði sig sem sjálfboða- liða. „Ég sagði þeim að ég væri hér og ég væri til í að gera hvað sem er. Mig langaði ekki til að vera í búðunum allan daginn.“ Tæpum t veimur mánuðum seinna f lutti Sayed í félagsíbúð í Reykjavík og færði þá sjálf boða- liðakrafta sína til Rauða krossins í Hafnarfirði. „Þá voru tveir mánuðir liðnir síðan ég fór af sóttkvíarhótel- inu og ég hafði ekkert hitt þau síðan þá. Ég gekk oft fram hjá húsinu en ég gat ekki séð þau og ég vildi ekki trufla þau. Ég var ekki viss hvort þau myndu eftir mér,“ segir hann. Eftir fimm og hálfan mánuð á Íslandi fékk Sayed úthlutað íslenskri kennitölu og f lutti í sérhúsnæði. Stuttu síðar fékk hann símtal. „Ég svara og heyri þá í Gylfa. Hann hafði fundið mig fimm og hálfum mán- uði seinna. Margir höfðu dvalist á sóttkvíarhótelinu síðan þá og ég hélt að þau myndu ekki muna eftir mér. En hann sagði að hann þyrfti að tala við mig.“ Endurfundir Farsóttahúsin voru farin af stað aftur og það vantaði starfsfólk. Þá varð Gylfa hugsað til Sayed, sem hafði veitt þeim svo mikla hjálp þegar hann dvaldi sjálfur á sóttkví- arhótelinu. Það reyndist þó ekki auðvelt að finna hann. „Þegar hann kom hingað var hann ekki með neitt símanúmer, tölvupóst eða neitt, þannig að ég þurfti einhvern veginn að hafa uppi á honum, án þess þó að vita í raun- inni nokkuð um hann,“ segir Gylfi. „Þannig að ég fékk aðstoð Útlend- ingastofnunar og okkar tengils hjá lögreglunni við að reyna að finna símanúmerið hans. Svo hringdi ég bara í hann og réði hann.“ Sayed var þá nýkominn með íslenska kennitölu og þar með atvinnuleyfi. „Ég gat unnið, ég var kominn með dvalarleyfi og kenni- tölu. Ég spurði ekki einu sinni hvort þetta væri launavinna, mig langaði bara til að vinna fyrir þau. Sama þó þetta væri sjálfboðaliðastarf.“ Sayed langaði til þess að endur- gjalda starfsfólkinu þá góðmennsku sem það hafði sýnt honum. „Mig hafði lengi dreymt um að klæðast Rauða kross búningnum. Þetta var besti dagur lífs míns,“ segir hann. Skrifað í skýin Þannig var það að aðeins hálfu ári eftir að hafa sjálfur dvalið á sóttkvíarhótelinu var Sayed kominn í vinnu þar. Honum leið strax eins og heima hjá sér. „Ég þekkti regl- urnar og ég átti auðvelt með að setja mig í spor gestanna og skilja hvernig þeim líður þegar þeir gista hérna,“ segir hann. Sayed segir það ómetanlegt að hafa fengið að kynnast fólkinu á sóttkvíarhótelinu og segir það hafa breytt lífi sínu til hins betra. „Þetta er fólkið sem gerði mig að þeirri manneskju sem ég er núna og ég er svo glaður að vera með því,“ segir hann. Sayed átti oft erfitt þegar hann dvaldi sjálfur á sóttkvíarhótelinu en segir að starfsfólkið hafa skipt sköpum fyrir sig. Hann segist vera glaður að geta gefið af sér á ný og trúir varla heppni sinni. „Það var eins og þetta væri skrifað í skýin.“ ■ Ég gekk oft fram hjá húsinu en ég gat ekki séð þau og ég vildi ekki trufla þau. Ég var ekki viss hvort þau myndu eftir mér. Sayed Hashem Qureshi. Þetta er fólkið sem gerði mig að þeirri manneskju sem ég er núna og ég er svo glaður að vera með því. Sayed Hashem Qureshi. Urður Ýrr Brynjólfsdóttir urduryrr @frettabladid.is 24 Helgin 19. júní 2021 LAUGARDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.