Fréttablaðið - 19.06.2021, Blaðsíða 76

Fréttablaðið - 19.06.2021, Blaðsíða 76
njall@frettabladid.is Bugatti hefur sett á götuna nýja útgáfu af ofurbíl sínum sem kallast einfaldlega Chiron Super Sport. Eins og áður en bíllinn búinn átta lítra W12 vél en með stærri forþjöppum og endurhönnuðum heddum skilar vélin nú 98 hestöflum í viðbót. Það þýðir að hámarksafl hennar er 1.578 hestöfl og togið 1.600 Nm. Er það nóg til að koma bílnum úr 0-200 km hraða á aðeins 5,8 sekúndum. Til samanburðar er það hálfri sekúndu fyrr en nýr Volkswagen GTI er að fara í 100 km hraða. Að sögn Bugatti er hámarkshraðinn 440 km á klst. Til að ráða við af lið er bíllinn búinn fjórhjóladrifi og hefur fengið nýja dempara og stífari gorma. Auk þess hefur Michelin sérhannað sér- stök Pilot Sport Cup 2 dekk undir bíl- inn sem ráða við þennan hámarks- hraða. Það eru einu dekkin sem eiga að þola að ekið sé á þeim á 500 km hraða. Bíllinn hefur einnig verið end- urhannaður með tilliti til loftflæðis en það er aðallega afturendinn sem hefur fengið yfirhalningu. Bíllinn er 250 mm lengri að aftan og búinn enn stærri loftdreifara. Komið er stærðarinnar pústkerfi með fjórum stútum. Loks er búið að endurhanna loftskiptinn að framan, auk þess að breyta loftgöngum við framvæng til að beina ókyrru lofti frá hjólaskál- unum. n Nýr Bugatti Chiron Super Sport njall@frettabladid.is Toyota hefur frumsýnt f laggskip sitt, nýjan Land Cruiser 300 í Dúbaí. Staðsetningin þarf ekki að koma á óvart enda eru stærstu Toyota jepp- arnir vinsælustu bílarnir í Samein- aða arabíska furstadæminu. Bíllinn kemur í sölu í sumar en því miður verður hann ekki seldur í Evrópu þrátt fyrir að hann mengi minna en fyrri kynslóð. Bíllinn byggir á TNGA undirvagn- inum og er fyrsti grindarbíllinn til að nota hann en útgáfan kallast GA-F. Fimmtán ár eru síðan að 200 serían kom fram á sjónarsviðið svo kominn var tími á endurnýjun. Nýjar vélar verða í bílnum, báðar V6 með tveimur forþjöppum, önnur 3,3 lítra dísilvél og hin 3,5 lítra bensín- vél. Toyota hefur ekki gefið upp tækniupplýsingar yfir nýju vélarn- ar ennþá. Við þær verður 10 þrepa sjálfskipting og auk þess fær 300 línan endurhannað fjöðrunarkerfi. Innréttingin er endurhönnuð og fær breiðan upplýsingaskjá ásamt betra efnisvali en áður. Þrátt fyrir það verður bíllinn 200 kílóum létt- ari en 200 serían. n Nýr Land Cruiser 300 kemur ekki til Evrópu Lexus hefur nú frumsýnt nýja kynslóð Lexus NX jepp- lingsins og verður NX450h+ tengiltvinnútgáfa með 65 km drægi á rafhlöðunni. njall@frettabladid.is Nýr Lexus NX 450h+ verður fyrsti tengiltvinnbíllinn frá Lexus. Fyrsta kynslóð hans kom á markað árið 2014 en alls hafa selst 170.000 ein- tök í Evrópu. Þessi önnur kynslóð bílsins er byggð á TNGA-K undir- vagninum sem er sá sami og er undir Toyota RAV4 til dæmis. Lexus NX hefur stækkað nokkuð og er 20 mm lengri, 20 mm breiðari og 5 mm hærri en bíllinn sem hann leysir af hólmi. Auk þess er hjólhafið 30 mm lengra þökk sé nýja undirvagn- inum. Alls er bíllinn 60 mm lengri en RAV4 en annars mjög svipaður í öllum tölum. Sama 2,5 lítra bensínvél er í NX og í RAV4 sem ásamt rafmótornum skilar 302 hestöf lum. Raf hlaðan er 18,1 kWst og drægi hennar full- hlaðinnar er 65 km. Ódýrari útgáfa er NX 350h en hann er tvinnbíll sem skilar 239 hestöflum. Það er tals- vert betra en eldri gerðin skilaði og dugar það honum til að vera aðeins 7,7 sekúndur í hundraðið. Hægt er að velja um bæði framdrif eða fjór- hjóladrif í þessari útgáfu. Ekkert hefur verið gefið upp um hvort að rafdrifin útgáfa sé í kortunum en það er ekki ólíklegt ef horft er til litla bróður hans, Lexus UX. n Nýr Lexus NX kemur í tengiltvinnútgáfu njall@frettabladid.is Meðal þess sem SsangYong hefur tilkynnt eru áætlanir um að fram- leiða jeppling í millistærð svipaðan Skoda Enyaq og VW ID.4. Bíllinn er kallaður J100 eins og er og áætlað er að hann verði kynntur strax á næsta ári. Engar tækniupplýsingar hafa verið birtar um nýja bílinn en SsangYong sagði þó frá því árið 2018 að verið væri að þróa tvo rafdrifna undirvagna fyrir stærri gerðir jepp- linga. SsangYong var komið á hálan ís fyrir ári síðan fjárhagslega en orðið hefur viðsnúningur eftir að áætlanir um framleiðslu raf bíla voru gerðar kunnugar. SsangYong hefur einnig staðfest að von sé á rafdrifnum pallbíl en ekki er vitað hvort það er útgáfa af J100 bílnum. Ásamt því að tilkynna um þessa bíla hefur SsangYong frumsýnt raf- drifna útgáfu Korando jepplingsins, en hún kallast e-Motion. Bíllinn mun fara í sölu í Evrópu í ágúst en ekki er vitað hvenær bíllinn kemur hingað til lands. Búast má við að hann verði verðlagður í samkeppni við ódýrari rafjepplinga eins og MG ZS EV. Útlitslega lítur bíllinn nánast eins út og aðrar útgáfur Kor- ando með lítils háttar breytingum. Aðeins ein útgáfa verður í boði með 187 hestafla rafmótor og 61,5 kWst rafhlöðu með 420 km drægi. n SsangYong að færa sig í rafmagnið Búið er að breyta aftur- endanum mikið, sem er 250 mm lengri og með nýjum loft- dreifara. Verðmiðinn á nýjum Bugatti Chiron Super Sport er litlar 463 milljónir króna. Útlit 300 seríunnar er kunnuglegt þótt það sé mun nýtískulegra. Útlitsbreytingin er meiri en búist var við og afturljósin verða á fleiri Lexus bílum í framtíðinni. Í tengiltvinnútgáfunni kemur bíllinn með stórum 14 tommu upplýsingaskjá með smáforriti við síma eigandans. SsangYong hefur birt nokkrar tölvu- myndir af bílnum sem sýna jeppa með hlíf fyrir varadekk á afturhlera. BÍLAR FRÉTTABLAÐIÐ 19. júní 2021 LAUGARDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.