Fréttablaðið - 12.06.2021, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 12.06.2021, Blaðsíða 6
Parket Gríðarlegt úrval af viðarparketi ásamt vatnsþolnu harðparketi og vínylparketi má finna í sýningarsal okkar á Dalvegi 10-14. Komdu við og ræddu við sérfræðinga Parka og fáðu faglega ráðgjöf Dalvegi 10-14, 201 Kópavogi • 595 0570 kristinnhaukur@frettabladid.is NORÐURSLÓÐIR Bandaríska varnar- málastofnunin (DOD) mun reisa sérstaka bækistöð fyrir Norður- slóðir. Helsta ástæðan fyrir þessu er aukin hernaðarumsvif Rússa á svæðinu. John F. Kirby, upplýsinga- fulltrúi varnarmálaráðuneytisins Pentagon, tilkynnti þetta á mið- vikudag. DOD rekur nú þegar fimm sam- bærilegar stöðvar fyrir viss svæði. Fyrir Mið-Austurlönd, Amerík- urnar, Austurlönd fjær og Eyjaálfu, Evrópu og Afríku. Stöðvarnar eru notaðar til þess að efla samskipti við bandalagsþjóðir á svæðunum, veita ráðgjöf og semja um þjálfun og vopnasölu, svo eitthvað sé nefnt. Á svæði hinnar nýju bækistöðvar, sem nefnd verður í höfuðið á Ted Stevens, fyrrverandi þingmanni Alaska, eru auk Bandaríkjanna, Norðurlöndin, Kanada og Rússland. Ekki hefur verið tilkynnt um hvar hún verður staðsett. „Ted Stevens-miðstöðin mun búa til nýjan samráðsvettvang, bæði fyrir stofnanir Bandaríkjanna, sem og við bandamenn okkar og ann- arra sem deila hagsmunum um friðsælar Norðurslóðir,“ sagði Kirby. Bæði Rússar og NATO-ríkin hafa haldið heræfingar til að sýna mátt sinn og megin undanfarið. Á næsta ári munu 40 þúsund hermenn NATO-ríkjanna taka þátt í stærstu heræfingu á Norðurslóðum síðan í kalda stríðinu, Cold Response 2022. Rússar hafa byggt upp gamla sov- éska stöð á eyjunni Nagurskaya, langt norður í Íshafi, og getur hún nú þjónustað bæði sprengjuvélar og orrustuvélar. Rússar hafa einn- ig byggt upp herstöðvar á f leiri eyjum í Íshafinu, svo sem Kotelny og Wrangel. ■ Bandaríkjamenn koma sér upp bækistöð á Norðurslóðum Rússar hafa byggt upp herstöðvar á Nagur­ skaya og fleiri eyjum í Íshafinu. Ríkisstjórn Vinstri grænna, Framsóknarflokks og Sjálf- stæðisflokks fer að pakka saman eftir viðburðaríkt kjörtímabil. Verkefnin hafa verið ótalmörg og krefjandi. adalheidur@frettabladid.is STJÓRNMÁL Það er óhætt að kalla það afrek að  ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hafi  lifað kjörtíma- bilið af, en margir spáðu henni skammlífi. Hins vegar hefur komið á daginn að þessir þrír flokkar virð- ast eiga ágæta samleið. Að frátöldum lífsvilja stjórnar- innar, hljóta viðbrögð við heims- faraldrinum að vera helsta afrek hennar, bæði hvað varðar sótt- varnaaðgerðir, samráð við sérfræð- inga og upplýsingagjöf til almenn- ings en einnig efnahagsaðgerðir og stuðning við atvinnulífið. Uppskera ráðherranna er hins vegar ærið misjöfn. Forsætisráð- herra náði f lestum sínum áherslu- málum í gegn; lögum um kynrænt sjálfræði, breytingar á jarðalögum og nýjum reglum um eignarráð útlendinga í fasteignum. Þá kom hún tveimur tjáningarfrelsisfrum- vörpum í gegn. Annars vegar um vernd uppljóstrara og hins vegar ákvæði um þagnarskyldu og tján- ingu opinberra starfsmanna. Fjármálaráðherra hefur nýverið ýtt úr vör einu af sínum stærstu markmiðum á kjörtímabilinu, söl- unni á Íslandsbanka. Hann hefur að öðru leyti lítið getað sinnt öðru á síðari hluta kjörtímabilsins en brýnustu hagsmunum atvinnulífs- ins. Frumvarp hans um þjóðarsjóð féll þannig  í skuggann af heims- faraldri og varð ekki að lögum. Arðsemisspár Landsvirkjunar hafa heldur ekki verið hvatning til að ýta málinu áfram að undanförnu. Þrátt fyrir að dómsmálaráðherra hafi ekki náð í gegn með prins- ippmál um mannanöfn og sölu áfengis á framleiðslustað, hafa ný lög hrannast upp á ferilskrá ráð- herrans. Meðal annars nokkrar breytingar á hegningarlögum um umsáturseinelti, kynferðislega frið- helgi og útvíkkað mansalsákvæði. Sett hefur verið upp rafrænt ferli fyrir þinglýsingar og meðferð mála hjá sýslumönnum og dómstólum. Margir hafa einnig beðið eftir lög- fesingu skiptrar búsetu barna sem loksins náðist í gegn. Gamalt áhuga- efni Sigríðar Á. Andersen náðist einnig í gegn og endurupptöku- dómur tekinn til starfa. Heilbrigðisráðherra hefur staðið í ströngu allt kjörtímabilið. Ekki aðeins hefur faraldurinn verið þurftarfrekur heldur sauð upp úr milli ráðuneytisins og sveitarfélaga vegna reksturs hjúkrunarheimila, mönnunarvandi spítalanna er alvarlegur sem aldrei fyrr og óhætt er að telja mál tengd krabbameins- skimunum til vandræðamála fyrir ráðherrann. Svandís Svavarsdóttir sigraði samt heimsfaraldur og átti að auki sína aukasigra. Má þar fyrst nefna langþráða endurskoðun laga um þungunarrof. Þrátt fyrir að fíkniefnamál Pírata teljist til henn- ar ósigurs, voru lög um neyslurými samþykkt, sem er skref í rétta átt. Umhverfisráðherra hefur átt erf- itt kjörtímabil og þrátt fyrir fögur fyrirheit í stjórnarsáttmálanum verða heimturnar að teljast daprar. Samstarfsf lokkar VG hafa staðið í vegi fyrir velgengni Guðmundar Inga Guðbrandssonar. Þrátt fyrir að nokkur loftslagsmál hafi náð fram að ganga hafa flest mál hans siglt í strand vegna óeiningar í stjórninni. Menntamálaráðherra komst einna helst í fréttir vegna vand- ræðamála í meirihlutanum eða umdeildra ráðningar- og skip- unarmála. Fjölmiðlamálið er með lengstu dauðastríðum þingmáls sem sést hefur, að stjórnarskránni undanþeginni. Lilja Alfreðsdóttir náði þó að koma á nýju námslána- kerfi og sagan mun segja til um hve vel þau eldast. Samgöngu- og sveitarstjórnar- ráðherra hefur notið þess að fjár- festingaátak ríkisstjórnarinnar og viðbót við það vegna faraldursins ýtir hans helstu málum vel á veg, samgöngumálunum. Sameiningar- átak hans fór hins vegar út um þúfur og líka hugmyndir um aukið frjáls- ræði í leigubílaþjónustu. Hins vegar liggja margir nýir lagabálkar eftir Sigurð Inga Jóhannsson; ný umferð- arlög, ný lög um þjóðskrá o.fl. Ferðamála-, nýsköpunar- og iðnaðarráðherra þykir vinnusöm í sínum málaflokkum þótt engin fyrirferð sé á henni í þinginu. Hún hefur líka látið til sín taka á sviði orkuskipta og nýsköpunar. Hennar helstu vonbrigði hljóta að vera breytingar sem hún hugðist ráðast í á sviði samkeppnismála, en urðu mun rýrari en hún lagði upp með. Lítið hefur farið fyrir sjávarút- vegs- og landbúnaðarráðherra á kjörtímabilinu, nema í tengslum við Samherjamálið. Í hans starfi hefur borið hæst sú reglugerðahreinsun sem hann og samráðherra hans í atvinnuvegaráðuneytinu hafa staðið fyrir. Bændur hafa verið óánægðir með hann og flestir sem fara fyrir neytendum reyndar líka. Þetta síðasta kjörtímabil Kristjáns Þórs Júlíussonar er sennilega það óeftirminnilegasta á hans ferli. Það fór heldur lítið fyrir utan- ríkisráðherra, nema þegar merki- lega gesti bar að garði. Hann kom þó tveimur eftirminnilegum málum í gegn, báðum umdeildum. Annars vegar um skipun embættismanna í utanríkisþjónustunni og hins vegar um rekstrarform Íslandsstofu. Þá er aðeins ótalinn spútnikráð- herra kjörtímabilsins; Ásmundur Einar Daðason. Hann hefur sýnt sínar bestu hliðar á stjórnmála- ferlinum síðustu fjögur ár. Umbylt bar naver ndarker f inu og fær t barnafjölskyldum tólf mánaða fæðingarorlof. Þrátt fyrir að hafa ekki náð þeim árangri í húsnæðis- málum sem flestir landsmenn hefðu óskað, verður að segjast að Ásmund- ur Einar hefur ekki aðeins komið á óvart heldur slegið í gegn. ■ Helstu sigrar og ósigrar ríkisstjórnar Katrínar Ríkisstjórninni var ekki spáð langlífi en mikið traust ríkir meðal oddvita stjórnarflokkanna. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR Ásmundur Einar Daðason kom sá og sigraði á þessu kjörtíma- bili. Meðal mála sem trufluðu ríkisstjórnina voru Landsréttarmál, Geirfinnsmál og sótt­ varnabrot ráðherra. 6 Fréttir 12. júní 2021 LAUGARDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.