Fréttablaðið - 12.06.2021, Síða 18
Fjallalæknarnir og félag-
arnir Tómas Guðbjartsson og
Ólafur Már Björnsson hafa
ferðast um Ísland í fjölda ára
og kynnst mörgum perlunum
sem þeir deila nú með heim-
inum á nýstofnaðri vefsíðu
sinni, fokusahjartalandsins.is.
Tómas og Ólafur fóru báðir í sérfræðinám í útlöndum en á námsár-unum var ekki mikið ferðast um Ísland. „Ég var
í ellefu ár í sérnámi, bæði í Svíþjóð
og Bandaríkjunum, og þegar ég kom
heim árið 2005 var áhuginn á fjalla-
mennsku sprottinn upp hér á landi
sem aldrei fyrr,“ segir Tómas sem
starfað hafði sem fjallaleiðsögu-
maður áður en hann fór utan.
„Við Ólafur kynntumst fljótlega
eftir heimkomu en ég hafði séð
myndirnar hans.“ Ólafur hefur lengi
haft mikinn áhuga á ljósmyndun
og tekið tilkomumiklar myndirnar
sem birst hafa með greinum þeirra
félaga. „Ég hef verið að mynda frá
því ég var sjö ára og pabbi gaf mér
myndavél en þegar stafræna bylt-
ingin fór á skrið jókst áhugi minn
enn frekar.“
Tómas k y nntist hálendinu
snemma enda faðir hans jarð-
fræðingur. Hann hafði því gaman
af því að kynna augnlækninn Ólaf,
nýkominn frá sérnámi í Noregi,
fyrir hverri perlunni á eftir annarri.
„Við fundum tóninn og höfum
farið ansi víða saman,“ segir Ólafur
og Tómas bendir á að þeir hafi orðið
virkir félagar í FÍFL, Félagi íslenskra
fjallalækna, þar sem f lestir voru
læknar en eina skilyrðið til þátttöku
var að hafa einhvern tímann farið
til læknis. Eftir að Tómas tók sæti í
stjórn Ferðafélags Íslands hafa þeir
beint kröftum sínum meira þar og í
vaxandi mæli að náttúruvernd.
Enginn svaka áróður
„Við fórum að birta myndir af nátt-
úruperlum sem fólk hafði ekki séð
og stóð jafnvel til að fórna fyrir
virkjanir. Við ákváðum að vera ekk-
ert með neinn svaka áróður heldur
reyna að gefa þessum perlum andlit
á samfélagsmiðlum,“ segir Tómas.
Þeir félagar hafa notað ýmsar
leiðir til að vekja athygli á verndun
náttúrunnar og ein leiðin var að gefa
út Fossadagatal og Fossabækling
með myndum af fossunum upp af
Ófeigsfirði á Ströndum sem stóð til
að virkja með Hvalárvirkjun. Útgáf-
an var á eigin kostnað. „Svo stóðum
við bara niðri í bæ fyrir ein jólin og
seldum. Fyrsta upplagið rokseldist
svo við þurftum að prenta annað
enn stærra, sem líka rauk út.“
Þeir ákváðu strax að veita fjöl-
miðlum og einkaaðilum aðgang
að myndum sínum til að bera út
fagnaðarerindið og fengu ein-
mitt Jarðarberið, fjölmiðlaverð-
laun umhverfisráðuneytisins, árið
2018. Félagasamtök eins og Ferða-
félag Íslands hafa einnig getað nýtt
myndirnar óspart.
Fókusinn og hjartað
Í dag fer svo í loftið glæný og glæsi-
leg heimasíða þeirra félaga, fokusa-
hjartalandsins.is. „Heimasíðan er í
raun framhald af því sem við höfum
verið að gera,“ segir Tómas en eftir
þá hafa birst greinar í fimmtudags-
blöðum Fréttablaðsins í þrjú ár og
segir Tómas nafnið hafa komið af
sjálfu sér.
„Fókusinn er vísun í augnlækninn
sem jafnframt á flestar myndirnar
og svo skrifa ég, hjartalæknirinn,
greinarnar frá hjartanu. Það var svo
dóttir mín, Guðbjörg Tómasdóttir,
sem hannaði lógóið,“ segir Tómas
og Ólafur bætir við; „Ég segi nú alltaf
að við verðum að hafa sjónina í lagi
því heimurinn er svo fallegur.“ – „En
maður sér nú ekki mikið ef hjartað
dælir ekki,“ bætir Tómas sposkur
við.
Greinar þeirra félaga hafa verið
Hálendið þeirra
hjartans mál
Fögrufjöll við Langasjó, séð ofan af Sveinstindi. MYND/ÓLAFUR MÁR
Tómas og Ólafur
gengu auðvitað
upp að gosinu í
Geldingadölum.
Á vefsíðunni fokusahjartalandsins.is má finna greinar og ljósmyndir.
Þeir félagar hafa gengið víða um óbyggðir og myndað bæði á hefðbundinn hátt og úr dróna. Hér er gengið á Efrí-Dyrhamar í Öræfajökli. MYND/ÓLAFUR MÁR
vinsælar og eiga þeir sér dygga
lesendur í hverri viku. „Sjúklingar
mínir, sumir yfir áttrætt, hafa verið
að klippa greinarnar út og safna
þeim,“ segir Ólafur og Tómas segir
fólk jafnvel stoppa sig út í búð og
þakka fyrir sig. „Þetta er fólk á öllum
aldri en sumir segjast ekki treysta
sér lengur í langar gönguferðir og
ferðast því með okkur á þennan
hátt á fimmtudögum.“
Greinarnar telja nú vel á annað
hundraðið og segjast þeir enn ekki
uppiskroppa með staði og hug-
myndir. „Þegar við ferðumst erum
við með þetta í huga. Ég er til að
mynda örugglega búinn að koma
fimmtíu sinnum í Kverkfjöll en það
er alltaf hægt að finna nýja vinkla
á slíkum stöðum til að fjalla um,“
segir Tómas og bætir við að grein-
arnar virki hvetjandi á þá að finna
fleiri staði sem þeir hafi ekki komið
á nú þegar. „Það er alltaf smá grúsk í
kringum hverja færslu og tekur sex
til átta klukkustundir að setja text-
ann saman. Við köfum í heimildir
og árbækur og reynum yfirleitt að fá
heimamenn til að lesa yfir varðandi
örnefni og annað slíkt.“
Ólafur rifjar upp sögu frá síðasta
sumri þar sem þeir voru fyrir aust-
an, í Stafafelli í Lóni. „Okkur fannst
við tjalda frekar nálægt hvor öðrum
en þegar við svo komum til baka úr
göngu sáum við að búið var að koma
tjaldvagni fyrir á milli tjaldanna
okkar, og vorum ekki sérlega sáttir
við það. En þá kom út úr vagninum
ung kona, sigri hrósandi með bunka
af úrklippum af greinum okkar í
Fréttablaðinu. Hún hafði þá keyrt
alla þessa leið til að skoða það sem
við höfðum skrifað um Lón og þetta
tjaldstæði, og ómeðvitað tjaldað á
milli okkar höfundanna,“ rifjar
hann upp og hlær.
Vildu koma öllu á einn stað
Ólafur bendir á að myndataka hafi
breyst mikið með tilkomu dróna og
hann þannig farið að taka upp fleiri
myndbönd. Þá langaði að koma
öllum greinum sínum og þessu
mikla myndefni saman á einn stað
og hafa því varið ómældum tíma sl.
ár í að útbúa glæsilega heimasíðu.
Björk
Eiðsdóttir
bjork
@frettabladid.is En þá kom út úr vagn-
inum ung kona, sigri
hrósandi með bunka
af úrklippum af grein-
um okkar í Fréttablað-
inu.
Á heimasíðunni er einnig hægt að
nálgast allar fimmtudagsfærslurnar
í Fréttablaðinu og þar eru kort og
GPS-hnit sem sýna hvar á landinu
staðirnir eru. Fólk getur því farið á
heimasíðuna til að fá hugmyndir
fyrir ferðalög í sumarfríinu, og það
eftir landshlutum.
„Við erum að gera þetta af hug-
sjón í frítíma okkar og það er gaman
að halda þessu öllu saman á einum
stað,“ segja þeir að lokum um leið
og þeir skora á sem flesta að kíkja
á fokusahjartalandsins.is sem er
öllum opin. ■
HELGIN 12. júní 2021 LAUGARDAGUR