Fréttablaðið - 12.06.2021, Qupperneq 25
Jón Arnór er
hér að kveðja
stuðningsmenn
íslenska lands-
liðsins í sínum
síðasta leik
fyrir íslenska
liðið. Hann segir
þátttöku liðsins
á Euro Basket
ógleymanlega.
FRÉTTABLAÐIÐ/
ERNIR
harki sem er í kringum körfubolt-
ann og þráði að flytja heim. Mér leið
eins og ég væri tíu árum eldri en ég
var. Skrokkurinn var allur lurkum
laminn og ég var andlega þreyttur.
Það var mjög gott að koma heim í
KR og vera nær fjölskyldu og vinum.
Sú ákvörðun lengdi klárlega feril-
inn og ég varð ferskur á nýjan leik.
Við hefðum getað hugsað okkur að
setjast að í Valencia þegar ég samdi
þar því okkur fjölskyldunni leið
mjög vel þar. Planið var hins vegar
alltaf að f lytja heim þegar elsta
barnið byrjaði í skóla.
Eftir síðasta leikinn núna með
Val er ég kominn með algjörlega
nóg af körfubolta og ætla ekki að
snerta körfubolta næstu árin. Ég er
ekki týpan sem fer í bumbubolta og
ég er líklegri til þess að hóa saman
hóp í innifótbolta eða fara í tennis.
Ég hef líka mjög gaman af því að fara
í golf,“ segir Jón Arnór sem lék upp
yngri flokka Fram í fótbolta.
Hefur áhuga á viðskiptum
„Ég hef starfað sem ráðgjafi og
umboðsmaður körfuboltamanna.
Sú vinna fullnægir mér hvað körfu-
boltann varðar. Svo getur vel verið
að ég muni smitast af þjálfarabakt-
eríu. Mér finnst líklegast að það
verði einkaþjálfun eða afreksþjálf-
un á smærri hópum. Þannig myndi
ég sjá um einstaklingsþjálfun, ráð-
gjöf ungra og efnilegra leikmanna
og aðstoða þá við að komast á samn-
ing í atvinnumennsku,“ segir hann.
„Ég mun hefja MBA-nám í Háskól-
anum í Reykjavík í haust. Ég er mjög
spenntur fyrir því. Það er mikið
frelsi og léttir sem fylgir því að hafa
sett körfuboltaskóna á hilluna þó
að ég muni klárlega sakna klefa-
stemningarinnar og spennunnar
sem fylgir því að vera í liði sem er
að keppa að einhverju.
Langtímamarkmiðið er svo að
vinna eitthvað tengt viðskiptum
og fjármálum. Ég hef mikla trú á því
að körfuboltaferillinn muni nýtast
mér mjög vel í að taka þátt í fyrir-
tækjarekstri og verkefnastjórnun í
viðskiptaheiminum.
Næst á dagskrá er hins vegar að
eiga gott sumar með fjölskyldunni.
Það hefur lent á konunni minni
hingað til að halda heimilinu
gangandi meðan ég hef fengið að
einbeita mér að körfunni. Sá stuðn-
ingur er ómetanlegur og ég hlakka
til að eyða meiri tíma með þeim.
Ég man sjálfur vel eftir kvöldmáls-
tímanum sem ég ólst upp við, þar
sem öll fjölskyldan sat saman og átti
góða stund. Það er dýrmætt en hefur
oft verið erfitt að njóta saman þegar
ég er að æfa eða keppa á sama tíma.
Nú stendur til að bæta úr því og það
er komið að mér að leggja meira í
púkkið á heimilinu.
Konan mín hefur verið kletturinn
í fjölskyldunni og séð um að heim-
ilislífið gangi smurt. Hún er algjör
gullmoli og ég er ofboðslega hepp-
inn að eiga hana að.
Það er frábært að fylgjst með
börnunum mínum vaxa og dafna.
Það sem er sorglegt þegar ég er að
fylgjast með íþróttaiðkun eldri
barnanna minna er að það hefur
nánast ekkert breyst í aðstöðu-
málum í Laugarnesinu. Sem gerir
það að verkum að strákurinn æfir
körfubolta hjá KR.
Við keyptum okkur hús á æsku-
slóðum mínum og aðstaðan hjá
Þrótti og Ármanni er eiginlega alveg
eins og þegar ég var að byrja minn
feril. Það er lélegt og borgaryfirvöld
og ríkið þurfa að spýta rækilega í
lófana hvað það varðar,“ segir hann.
Frábær tími í Berlín og Finnlandi
Aspurður um hápunkta á ferlinum
nefnir Jón Arnór fyrst til sögunnar
þátttöku íslenska landsliðsins á
Euro Basket 2015 og 2017.
„Það var algerlega magnað að
fara á þetta stóra svið með félögum
manns sem maður hafði verið að
spila mörgum hverjum með upp öll
yngri landsliðin. Eftir að hafa verið
að selja klósettpappír til þess að
geta tekið þátt í mótum með yngri
landsliðunum vorum við komnir á
eitt af stærstu sviðunum.
Við vorum smá stjörnustjarfir
fyrst þegar við mættum og kannski
meira samherjarnir sem voru ekki
vanir að vera í kringum þessar stóru
stjörnur. Við stóðum okkur svo frá-
bærlega og þetta var mikil lyftistöng
fyrir íslenskan körfubolta. Þetta var
eitthvað sem við gátum ekki látið
okkur dreyma um framan af lands-
liðsferlinum mínum.
Það var líka frábært að sjá félaga
manns, fjölskyldu og vini úr körfu-
boltasamfélaginu mæta til Berlínar
og Finnlands og taka þátt í þessu af
lífi og sál með okkur,“ segir lands-
liðsmaðurinn fyrrverandi stoltur. n
„Ég styð frelsi eldri borgara
t i l að ákvarða sjálf ir eigin getu
og vi l ja t i l atvinnuþátttöku.”
„Ég vi l valfrelsi og nýsköpun
í heilbrigðis– og menntamálum.“
„Ég vi l styðja við atvinnulíf ið með
lágum sköttum, minnka umsvif í
rekstri hins opinbera og útvista
verkefnum.“
„Það er atvinnulífsins að leiða vöxt
á vinnumarkaði og skapa ný störf.“
NÁNARI UPPLÝSINGAR
WWW.SIGTHRUDUR.IS
PRÓFKJÖR SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS
Í SUÐVESTURKJÖRDÆMI Í DAG FRÁ KL. 9 - 18
Helgin 25LAUGARDAGUR 12. júní 2021