Fréttablaðið - 12.06.2021, Side 82
Sænski rithöfundurinn
Camilla Läckberg er þekktust
fyrir glæpasögur sínar og fetar
nokkuð framandi slóðir í
Storytel-hljóðbókinni Jökull,
sem er alls engin morðgáta
heldur ástarsaga fólks í ban-
vænum heimsfaraldri þar
sem nánd og snerting eru í
raun stóru glæpirnir.
Samstarf Camillu Läckberg og Storytel leiddi hana út fyrir þægindaramma rithöf-undarins þegar hún skrifaði hljóðbókina Jökull, eða
Glaciär, sérstaklega fyrir veituna
upp úr eigin kvikmyndahandriti.
Sænski leikarinn og rithöfundur-
inn Alexander Karim skrifaði hljóð-
bókina með Camillu, en fer auk þess
með annað aðalhlutverkið í bókinni
og kvikmyndinni sem Baker Karim,
bróðir hans, leikstýrir.
„Þetta var ný upplifun fyrir mig
og þarna byrjaði ég frekar seint á
starfsævinni að vinna með öðru
fólki. En mér fannst það æðislegt.
Við unnum vel saman og sköp-
unarkrafturinn milli okkar þriggja
er algerlega frábær,“ segir Camilla.
Hún segist þarna hafa farið í gegn-
um lærdómsríkt ferli og hún hafi
lært mikið um handritaskrif og
kvikmyndagerð af þeim bræðrum.
Camilla og Alexander kynntust
við tökur á sænska sjónvarpsþætt-
inum Stjärnorna på slottet, eða
Stjörnurnar í kastalanum, fyrir
nokkrum árum og „smullu saman“,
eins og hún orðar það, þegar þau
ræddu skapandi skrif fyrir sjónvarp
og kvikmyndir.
Jökullinn logar
Camilla segir þau Alexander hafa
fengið margar hugmyndir, en
þegar heimsfaraldurinn skall á og
þau horfðu á Stokkhólm tæmast,
byrjaði Jökullinn að loga og þeim
fannst þau verða að gera bíómynd.
„Við vildum gera ástarsögu í
þessum aðstæðum,“ heldur Camilla
áfram og úr varð saga Önnu og Erics
sem koma úr ólíkum áttum en hitt-
ast og verða ástfangin á sóttvarna-
hóteli þar sem öll snerting og sam-
neyti er bannað.
„Hugmyndin varð til þegar við
horfðum í kringum okkur og sáum
að við höfðum skyndilega verið
svipt einhverju sem við höfum alltaf
gengið að sem gefnu. Að geta snert
aðrar manneskjur. Það er ekki fyrr
en þetta er allt í einu tekið frá okkur
sem við gerum okkur grein fyrir því
hversu mikilvægt þetta er.
Sagan fjallar í raun um þetta.
Örvæntingarfulla þörf fólks fyrir að
elska einhvern annan, finna nálægð
og snertingu. Þannig að í raun snýst
þetta ekki um faraldurinn heldur
um mikilvægi ástarinnar. Ástin sigr-
ar allt. Vonin er miklu mikilvægari
en við gátum ímyndað okkur og
það hefur áhrif að fá ekki að snerta
og vera með þeim sem við elskum,“
segir Camilla, staðföst í trúnni á
ástina.
Glæpir og Covid
Veirufaraldurinn er þarna bak-
grunnur ástarsögu, en fyrir þig sem
glæpasagnahöfund hlýtur þetta
ástand ekki síður að vera freistandi
efniviður fyrir slíkar bækur?
„Já, ég er auðvitað alltaf með það
í huga,“ segir Camilla og gengst við
því að vera glæpa fíkill. „Ég er alltaf
að lesa og horfa á eitthvað um sönn
sakamál og nú þegar eru komin upp
mál í Bandaríkjunum þar sem fólk
hefur reynt að drepa maka sinn og
kennir svo Covid um. Þannig að já,
þetta opnar að sjálfsögðu á ýmsa
möguleika.“
Camilla segir aðspurð að hana
hafi ekkert munað um að stökkva
frá krimmum yfir í ástarsögu.
„Nei, fyrir mér er það ekkert svo
framandi vegna þess að ég hef alltaf
litið á mig sem sögumann frekar
en glæpasagnahöfund. Það er ekki
merkimiðinn sem ég hengi á sjálfa
mig. Ég hef líka gert ýmislegt annað.
Matreiðslubækur, barnabækur og
Faye-bækurnar eru til dæmis svo-
lítið öðruvísi en glæpasögurnar.
Mér fannst þetta frábært tækifæri
til þess að geta virkilega sökkt tönn-
unum í dásamlega ástarsögu.“
Sterk glæpahneigð
Þótt Camilla líti ekki sérstaklega
á sig sem reyfarahöfund hneigðist
hún ung til skáldaðra glæpa og
hefur verið farsæl á glæpabrautinni
og notið mikilla vinsælda víða um
heim. Ekki síst fyrir Fjällbacka-
bókaflokkinn sem kenndur er við
æskuslóðir hennar í Svíþjóð, sem
verða þar ítrekað vettvangur morða
og annarra ódæðisverka.
„Ég hef verið heltekin af glæpa-
sögum alveg síðan í æsku og þetta
byrjaði reyndar á bók sem ég fann
uppi í bókahillu hjá pabba mínum.
Það var Dauðinn á Níl eftir Agöthu
Christie og þegar ég var sjö eða átta
ára var ég þegar búin að lesa allt
eftir hana. Ég elskaði þetta þannig
Banvæn ást
Hljóðbókin Jökull, eftir Ca-
millu Läckberg og Alexander
Karim, segir frá Önnu og Eric
sem fella saman hugi við
nánast vonlausar aðstæður
í miðjum heimsfaraldri, sem
hefur þegar fellt helming
mannkyns. Hver snerting
getur leitt til dauða og allur
samgangur fólks getur skapað
bráða lífshættu.
Fólk úr efri lögum samfélags-
ins hefur því flúið öngþveitið
á lúxushóteli í Stokkhólmi.
Anna hefur dvalið þar í tvo
mánuði þegar Eric kemur og
þrátt fyrir algert bann liggja
leiðir þeirra saman og ástin
kviknar.
Á meðan veiran fer ham-
förum um samfélagið og óöld
ríkir utan hótelveggjanna tala
Anna og Eric saman með tal-
stöð á milli herbergja. Ástin
sigrar allt en getur hún sigrað í
heimi sem er að hruni kominn?
Hljóðbókin byggir á sam-
nefndri sænskri kvikmynd,
Glaciär, sem var frumsýnd í
apríl á þessu ári og er aðgengi-
leg á efnisveitunni Viaplay.
Camilla Läckberg skrifar
handrit myndarinnar, sem
hún og Alexander Karim lögðu
síðan til grundvallar hljóð-
bókinni, en bróðir Alexanders,
Baker Karim, leikstýrir.
Alexander er ekki síður
þekktur sem leikari en rit-
höfundur og fer sjálfur með
hlutverk Erics í bæði bíó-
myndinni og sænskri útgáfu
hljóðbókarinnar.
Leikkonan Elsa Engström
leikur Önnu en hún er líklega
þekktust hér sem Erika Berger
í Millennium-þríleiknum.
Halldóra Geirharðsdóttir
og Hjörtur Jóhann Jónsson
ljá Önnu og Eric raddir sínar
í íslenskri útgáfu Jökuls, en
hljóðbókin verður aðgengileg
á Storytel á þriðjudaginn,
samtímis á Íslandi, í Svíþjóð,
Finnlandi, Danmörku, Póllandi
og Búlgaríu.
Þórarinn
Þórarinsson
thorarinn
@frettabladid.is
að engilsaxneska hefðin yfirleitt
hefur verið mér mikill innblástur.“
Norrænar rökkurstemningar
Norrænn glæpaskáldskapur í sjón-
varpi, kvikmyndum og bókum,
stundum kenndur við Nordic Noir-
bylgjuna, hefur notið mikilla og
vaxandi vinsælda víða um lönd.
Camilla hefur verið frek til fjörs-
ins í þeirri útrás, en hefur hún ein-
hverja kenningu um hvað það er
við glæpasögur frá okkar almennt
friðsæla heimshluta, sem höfði svo
sterkt til alþjóðlegra lesenda?
„Það er ómögulegt að segja en ég
er með mína eigin kenningu og hluti
af henni er að þetta hafi byrjað með
Sjöwall og Wahlöö,“ segir Camilla
og hlær þegar böndin berast að
löndum hennar og óumdeildum
brautryðjendum í skandinavískum
krimmum með sögunum um lög-
reglumanninn Martin Beck.
„Þau mörkuðu stefnuna þegar
þau tvinnuðu saman glæpasögur,
samfélagsmál og pólitísk álitamál
og lyftu þannig sakamálasögum á
hærra plan. Margir hafi síðan viljað
ná því,“ segir Camilla.
„Nú ætla ég að fá lánað hjá sænsk-
um kollega mínum, Lizu Marklund,
sem ég heyrði einu sinni segja á fyr-
irlestri að við fengjum ekki glæpa-
sögur frá stríðshrjáðum löndum.
Arnaldur er góður
Vegna þess að fólkið þar er að upp-
lifa hryllinginn allt í kringum sig
og til þess að skapa sögur eins og
þessar þá þarf að vera með auðan
striga. Hún líkti Norðurlöndunum
við þennan tóma striga. Það er
frekar rólegt hérna þannig að við
höfum svigrúm til þess að skapa
þessar sögur.“
Í framhaldinu er vitaskuld óhjá-
kvæmilegt að spyrja Camillu hvort
hún hafi lesið eitthvað eftir íslenska
krimmahöfunda og kannski eins og
við mátti búast er hún vel að sér í
Arnaldi Indriðasyni.
„Ég ætla nú ekki að reyna að
bera nafnið fram en hann er mest
áberandi og ég hef lesið mikið af
bókunum hans,“ segir Camilla og
gerir síðan atlögu að nafninu með
ágætis árangri. „Arnaldur. Hann er
ljómandi góður höfundur.
Ég á líka ættingja á Íslandi og hef
eytt tíma þar, þannig að ég þekki
frekar vel til á Íslandi og er alger-
lega heilluð af því. Ég mun sennilega
koma til Íslands í haust.“
Björt framtíð
Hvað Covid varðar segir Camilla:
„Ég er mjög bjartsýn. Ég er búin að
fá fyrri sprautuna mína af tveimur
og mamma er búin að fá sínar tvær.
Hún kom að heimsækja mig og fjöl-
skylduna um helgina í fyrsta skipti í
eitt og hálft ár, þannig að samfélagið
er að opnast aftur hægt og rólega.“
Camilla og Alexander skrifuðu
Jökul sérstaklega fyrir Storytel og
hún útilokar ekki að hún og bræð-
urnir muni vinna meira með hljóð-
bókaveitunni í framtíðinni.
„Ég held að ánægjan og trúin á
þetta verkefni sé gagnkvæm. Ég finn
mikla spennu og gleði í kringum
þetta verkefni þannig að ef þetta
mun ganga jafn vel og við vonum
þá er það vissulega möguleiki.“
Fyrri verk Camillu hafa gengið
mjög vel sem hljóðbækur hjá Story-
tel og ekki annað að sjá en bækur
hennar falli vel að því formi.
„Já, styrkur minn sem rithöfund-
ar hefur alltaf legið í því að skrifa
frekar einfaldan og aðgengilegan
texta. Þetta er eitthvað sem bók-
menntarýnar hafa látið fara í taug-
arnar á sér, en lesendur og hlust-
endur kunna vel við. Það skiptir
mestu máli.“ n
Í raun snýst þetta ekki
um faraldurinn heldur
um mikilvægi ástar-
innar fyrir manneskj-
una.
Alexander Karim og Camilla eru byrjuð að huga að næstu mynd.
Glæpsamleg
ást og
banvæn
snerting
LÍFIÐ 12. júní 2021 LAUGARDAGUR
Sænska glæpadrottningin Camilla
Läckberg heillaðist ung af bókum
Agöthu Christie, sem leiddi hana út á
glæpabrautina. MYNDIR/AÐSENDAR