Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 01.05.1958, Blaðsíða 3

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 01.05.1958, Blaðsíða 3
IX. ÁRG. MAÍ 1958 ASGARÐUR ÚTGEF. :Bandalag starfsmanna ríkis og bæja. RITSTJ.: Baldur Pálmason útvarpsfulltr. AFGR.: Laufásvegi 36. HÖLDUM EININGU - HÖFNUM GREININGU ! Samtök okkar — BSRB — áttn 15 ára starfsafmæli á s. I. ári. Ekki voru bumbur barðar á þeim tímamótum, enda fullkomin vanþörf á og allsendis óviðeigandi. Fer sannarlega bezt á því, að hagsmunasamtök atvinnustétta vinni verk sín meira af hljóðlátri festu en fyrirgangi, og verður sem betur fer ekki annað sagt en það sjónarmið hafi hingað til ríkt innan sam- taka fólks í opinberri þjónustu Oðru máli gegnir það, að ekki er til bóta að allir hlutir liggi í þagnargildi, og má vel vera að óþarflega hafi verið þagað um gerðir og fyrirætlanir stjórnar BSRB á hverjum tíma, en það er auðvitað hún og ýmsar undirnefndir hennar, sem gera mestallt það, sem gert er til framdráttar hagsmunamálum félagsmanna, þótt bandalagsþingin leggi að vísu margar lífs- reglur. Er hreint ekki Utilsvert, að félagsmenn eigi þess kost að fylgjast allvel með gerðum og ráðagerðum þeirra, sem fara með framkvæmdavald samtakanna og vinna önnur trúnaðarstörf i þeirra þágu. Við skulum vona að úr þessu geti rætzt, og til þess bendir m. a. efni þessa heftis, sem birtist nú eftir u. þ. b. þriggja ára hvíld á útgáfunni. Hér er að finna ýmsar fréttir um félagsmál, auk þess sem rætt er i sérstökum greinum um fjögur núverandi dagskrármál banda- lagsins, n. I. launamál kvenna, kjaramál starfsfólks kaupstaða og kartptúna, byggingarlán og innbyrðis skipidag samtakanna sjálfra. Allt eru þetta mikilsvarðandi málefni, þrjú hin fyrr- töldu gagnger hagsmunamál fjölda fólks og félagsheilda, en hið síðastnefnda er einskonar byggingarmál bandalagsins. Það hefur verið lengi á döfinni, en gengið illa að koma því heim og saman. Milliþinganefnd hefur starfað að málinu á annað ár, og kannski má loks vænta þess að á næsta bandalagsþingi náist sæmileg eining um, hversu ber að hafa lög og skipulag BSRB, svo að til frambúðar verði. Svo virðist sem hinu innra skipulagi hljóti að vera t sumu áfátt, þegar að einhverju ráði fer að gæta þeirra radda, sem vilja slíta sig úr tengslum við bandalagið og fremur standa utan við, og því ískyggilegra verður þetta mál sem fjölmennari félög fara að ræða þennan möguleika í gallharðri alvöru. Til þess á ekki að koma, að bandalagið gliðni sundur í tvennt, annarsvegar ríkisstarfsmenn og að hinu leytinu bæjarstarfsmenn. Þessir tveir hópar eru báðir i opinberri þjónustu og eiga samstöðu um flesta hluti. Það væri því aðeins báðum pörtum til veikingar að riðla fylkingu. En með breytingum á skipulagi samtákanna má væntanlsga grafast fyrir rætur á þeim anga sundurlyndis, sem gert hefur vart við sig. Þaðan hlýtur hann að vera sprottinn, þvt að með engu móti er ætlandi, að með þessu sé verið að lýsa vantrausti á bandalagsstjórn, sem hefur hrundið ýmsu fram til hagsbóta og ekki haldið að sér höndum. Svo skal sú ósk í Ijós látin, að BSRB beri giftu til að halda einingu sinni áfram eigi síður en hingað til — og sú von, að þetta rit stéttarinnar stuðli þar að með ráðum og dáð og geti orðið öflug lyftistöng fyrir málstað hins opinbera þjónustumanns. p p LANnSBDKASAFN 221888 ÍSlAliOS

x

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja
https://timarit.is/publication/1581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.