Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 01.05.1958, Blaðsíða 6

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 01.05.1958, Blaðsíða 6
eftir fresti þar til séð yrði, hver fjárráð hún fengi. Og síðar þótti bandalagsstjórn ekki ráðlegt að láta til skarar skríða fyrr en séð væri fyrir um afgreiðslu hins nýja frumvarps um húsnæðismálastjórn. Þegar hið nýja frumvarp lá fyrir, reyndust í því ákvæði, sem í framkvæmd hefðu algjörlega lokað fyrir það, að opin- berir starfsmenn fengju lán, þar sem til- tekið var, að forgangsréttar um lán skyldu þeir njóta, er eigi höfðu fengið önnur föst veðlán út á byggingar sínar. Bandalagsstjórnin fór strax að vinna að því að fá þetta ákvæði frumvarpsins fellt niður. I því sambandi var talað við 3 ráðherra, einn úr hverjum stjórnmála- flokki, og þingnefndum þeim, sem málið höfðu til afgreiðslu, var skrifuð ítarleg greinargerð um viðhorf opinberra starfs- manna til þess. Þetta bar þann árangur, að ákvæðið var fellt niður. I heild tel ég að frumvarpið hafi aukið líkurnar fyrir því, að okkur verði eitt- hvað ágengt í þessu máli. Frumvarpið gaf okkur sérstakt tækifæri til þess að kynna okkur málstað á æðri stöðum, og auk þess má nota ýmis atriði þess sem ný rök fyrir málsstað okkar, t. d. ákvæðin um skyldusparnað, en framlag okkar til lífeyrissjóðsins verkar að öllu leyti sem skyldusparnaður, og ef réttmætt er að verðlauna aðra fyrir skyldusparnað, er varla réttmætt að refsa opinberum starfs- mönnum fyrir slíkan sparnað. Þá er einnig rétt að geta þess, að lögin gera ráð fyrir 1% tekjuskattsviðauka, sem renna skal í lánasjóðinn. Af þeim atriðum, sem hér hafa verið dregin saman, er það ljóst að opinberar ráðstafanir hafa þrengt um lánsfjármögu- leika á frjálsum markaði og að skyldur og álögur samkv. þessum lögum og ráð- stöfunum hvíla jafnt á opinberum starfs- mönnum sem öðrum, og er þess þá að vænta að þeir fái svipaða hlutdeild í rétt- indunum og aðrir menn, og var banda- lagsstjórnin því vongóð um árangur. Var nú beðið eftir því að samin væri reglugerð um úthlutun íbúðarlána samkv. lögunum. Reglugerð þessi liggur nú fyrir, en í henni eru ákvæði, sem valdið hafa bandalagsstjórninni sárum vonbrigðum. Skulu hér raktar nokkrar helztu regl- umar um úthlutun lána. Reglugerðin gerir ráð fyrir að fyrst um sinn sé aðeins lánað til byggingar íbúða sem eru 360 m3 eða minni og er lánsþörf manna metin eftir sérstöku stiga- kerfi, sem í aðalatriðum er sem hér segir: a. Vegna þröngbýlis ........ 0—65 stig. b. Vegna ástands íbúðar og þægindaskorts ........... 10—70 stig. c. Vegna heilsufarsástæðna 10—35 stig. d. Vegna aldurs umsóknar allt að 60 stig. Frá stigafjölda þeim, sem fæst sam- kvæmt framanrituðu, eru dregin stig sem hér segir, vegna eftirfarandi aðstæðna: a. Eigi umsækjandi eða hafi átt fullnægjandi íbúð á s.l. tveim árum......................... 100 stig. b. Ef nettótekjur samkv. skatt- skrá eru yfir 100 þús. kr. 40—100 stig. c. Skuldlaus eign yfir 300 þús- und kr....................... 60 stig. d. Vegna annarra lánsmöguleika: Lán að upphæð 50—80 þús. kr. 20 stig. Lán að upph. 81—120 þús. kr. 40 stig. Lán yfir 120 þús.......... kr. 60 stig. Þegar stigakerfi þetta er athugað, verð- ur það ljóst, að opinberir starfsmenn eru litlu nær því er áður var, að njóta rétt- inda hjá hinu almenna lánakerfi. Þeir eru að vísu ekki skilyrðislaust útilokaðir, en í framkvæmd mun algengt að þeir fái 40 stiga frádrátt vegna lífeyrissjóðsláns- ins, og verður það þungt á metunum meðan umsóknarfjöldi er jafnmikill og nú er. Eins og sýnt var fram á í upphafi þess- arar greinar eru lífeyrissjóðslánin svo 4 ÁSGARÐUR

x

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja
https://timarit.is/publication/1581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.