Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 01.05.1958, Blaðsíða 14

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 01.05.1958, Blaðsíða 14
skattlækkun. Hjón og einstaklingar geta líka notið skattlækkunar, ef tekjur eru að sama skapi lægri. Þeir, sem komast undir þessi ákvæði, lækka í skatti um þriðjung. Það er erfitt að gera grein fyrir því, hvemig ákvæðin snerta einstaklinga í launaflokkum opinberra starfsmanna, svo mjög sem þeir eru misjafnir hvað snertir aukatekjur annarsvegar og frádráttarliði gagnvart skatti hinsvegar. Reynt hefur verið í samráði við Skattstofuna að gera nokkra athugun á því, og verður hér gert ráð fyrir tekjum manna í launaflokkum án aukatekna og með almennum eða algengum frádráttarliðum, svo sem líf- eyrissjóðsgjaldi, sjúkrasamlagsgjaldi o. s. frv. Niðurstaðan verður þá sú, að tals- verðar líkur eru til þess að það nái til hjóna með 3 börn í 8. launaflokki, hjóna með 2 börn í 10. launaflokki og bam- lausra hjóna í 12. launaflokki, svo að dæmi séu nefnd. Drög að launasamþykkt fyr r fasta starfs- menn bæjarfélaga. Fulltrúar frá B. S. R. B. og Sambandi ísl. sveitarfélaga hafa í vetur unnið að drögum' að launasamþykkt fyrir fasta starfsmenn kaupstaðanna, og er því verki nú lokið. Fulltrúafundur Sambands ísl. sveitar- félaga, sem nýlega var haldinn í Reykja- vík, samþykkti að þessi drög að launa- samþykkt yrðu send bæjarstjórnum til hliðsjónar við ákvörðun launakjara bæ j arstarf smanna. Við skipun í laimaflokka hefur yfir- leitt verið höfð hliðsjón af kjarasamn- ingum þeirra bæjarfélaga, sem bezta samninga hafa gert við starfsmenn sína, og gegnir sama máli um önnur starfskjör, sem samþykktin tekur til. Þess er að vænta, að samþykktin verði þeim bæjarstarfsmönnum, sem við verri kjör hafa búið, nokkur stoð til þess að fá kjör sín bætt. Brunatryggingar BRUNABÓTAFÉLAG ÍSLANDS hefur um tugi ára haft forgöngu um bættar brunavamir og með því stuðlað að auknu öryggi og minnkandi brunatjónum. Árangur þess er sílækkandi íðgjöld af brunatryggingum. BRUNABÓTAFÉLAG ÍSLANDS er gagnkvæmt tryggingarfélag, stofnað 1915. — Traustir varasjóðir og löng reynzla er trygging fyrir hagkvæmum kjörum. — Félagsmenn fá greiddan arð af viðskiptum sínum við félagið .— Gerist félagar með því að kaupa tryggingu hjá oss. BRUNABÓTAFÉLAG ÍSLANDS Símar: 14915 — 14916 — 14917 (3 Iínur). Hverfisgötu 8—10, Reykjavík. 1 2 ÁSGARÐUR

x

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja
https://timarit.is/publication/1581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.