Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 01.05.1958, Blaðsíða 13

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 01.05.1958, Blaðsíða 13
tekur sú hækkun til lána, sem veitt eru frá ársbyrjun 1958. Nýtt bandalagsfélag. A s.l. vori var stofnað nýtt félag, starfs- mannafélag Keflavíkurkaupstaðar. Með- limir félagsins eru 26. Félagið sótti um upptöku í B. S. R. B. á s.l. sumri, og hefur bandalagsstjórn samþykkt það fyrir sitt leyti. Verður upptaka þessi væntanlega staðfest á næsta bandalagsþingi. Félagið hefur þegar náð kjarasamning- um fyrir meðlimi sína, og er þar myndar- lega af stað farið hjá hinu unga félagi. Jafnframt stendur félagið í samningum um stofnun lífeyrissjóðs. Asgarður óskar hinu nýja félagi til hamingju með þessa góðu byrjun í starfi sínu og gæfuríkrar framtíðar. Skipun launanefndar. I vetur kom fram á Alþingi tillaga til þingsályktunar um skipun jafnlauna- nefndar, samkv. Genfarsamþykktinni um jöfn laun karla og kvenna fyrir jafnverð- mæt störf. Er nefndinni ætlað að hafa með höndum óhlutdrægt mat á verðmæti starfa. Afnám tekjuskatts. Fram er komin á Alþingi þingsálykt- unartillaga um athugun á möguleikum fyrir því að afnema álagningu tekjuskatts. Er á það bent í tillögunni að tekjuskatt- urinn sé ekki orðinn nema % hluti af tekjuþörf ríkisins og að hann sé orðinn mjög óréttlátur einkum gagnvart laun- þegum, vegna mismunandi aðstöðu til hagkvæmra skattframtala. Bandalagsstjórnin hefur skrifað fjár- veitingarnefnd Alþingis bréf og lagt til að tillagan verði samþykkt, en eins og kunnugt er samþykkti 18. þing B. S. R. B. tillögu þess efnis að afnema bæri tekju- skattinn. Skattlækkun á lágtekjur. Þegar fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar í dýrtíðarmálum lágu fyrir í desember 1956, benti bandalagsstjórnin strax á, að þar sem tekjuöflun til styrktar útflutn- ingsframleiðslunni ætti einkum að byggj- ast á auknum neyzlusköttum, að vísu ekki á brýnustu nauðsynjar, en þó á ýmsar algengar neyzluvörur, sem almenn- ingur notar meira og minna, eftir efn- um og ástæðum, hlytu þessar ráðstafanir að koma harðast niður á þeim mönnum, sem mesta ómegð hefðu. Bandalagsstjórnin hafði það þá líka í huga, að ein af aðaltillögum 18. þings bandalagsins í skattamálum var einmitt stóraukinn persónufrádráttur, og lagði því fram kröfu bandalagsins í þessu efni, sem nú var brýnni nauðsyn en fyrr. Fljótlega fengust vilyrði fyrir því, að þetta yrði tekið til greina, hvað snertir álögur á lágar tekjur og barnmargar fjöl- skyldur. Ríkisstjómin taldi sig í mesta lagi geta rýrt tekjur sínar um 5 milljónir króna vegna þessara breytinga, og snerust um- ræður því fljótlega um það, hvemig þeim yrði bezt varið, eða hvar skattalækkunar væri mest þörf. Gegn því að persónufrádráttur yrði al- mennt hækkaður bar ríkisstjómin fram þau rök, að með þeim hætti myndu há- tekjumenn fá miklu meiri skattalækkun í krónutali en lágtekjumenn með sama bamafjölda, þar sem það lækkaði þá mjög verulega í skattstiga. Sú litla upphæð, sem hægt væri að verja til skattlækk- unar, eins og á stóð, myndi þá að litlu leyti koma þar sem þörfin væri mest, og var kröfunni um hækkun persónufrá- dráttar synjað. Niðurstaðan varð sú, að miðað var við það, að skattlækkunin næði til hjóna með eitt bam, ef hreinar tekjur færu ekki upp fyrir 47.500 kr. Séu bömin fleiri en eitt, mega hreinar tekjur vera hærri sem persónufrádrætti þeirra barna nemur, til þess að komast undir ákvæðin um ÁSGARÐUR 1 1

x

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja
https://timarit.is/publication/1581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.