Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 01.05.1958, Blaðsíða 37
Þingið kýs 3 konur í milliþinganefnd til að
vinna að þessum málum með stjórn bandalags-
ins.
III.
18. þing B. S. R.B. felur stjórninni að beita
sér fyrir því, að laun stöðvarstjóra á 1. fl. B
símstöðvum og póstafgreiðslumenn í tilsvarandi
stöðu, verði teknir á launalög.
Einnig að starfsstúlkur á nefndum stöðvum
verði gerðar opinberir starfsmenn, með réttind-
um og skyldum er því fylgja, og laun greidd
þeim samkvæmt launalögum.
IV.
18. þing B. S. R. B. felur stjórn bandalagsins
að vinna að því við ríkisstjórnina, að kaup fyrir
yfirvinnu verði hækkað í samræmi við gild-
andi launalög.
DýrtíSarmál,
18. þing B. S. R. B. lýsir stuðningi bandalags-
ins við nauðsynlegar aðgerðir stjórnarvaldanna
til stöðvunar verðbólgu og vaxandi dýrtíðar í
landinu. Hins vegar harmar þingið, að bráða-
birgðalög þau, sem gefin voru út á síðastliðnu
sumri, „um festingu verðlags og kaupgjalds“
skyldu vena sett án samráðs við samtökin. Þingið
telur að ekki sé unnt að gera slíkar ráðstafanir,
svo nái tilætluðum árangri, án þess að samstarf
og samráð sé haft við heildarsamtök launþega.
Telur þingið því eðlilegt, að B. S. R. B. verði
nú þegar gefinn kostur á að taka þátt í störf-
um nefndar þeirrar, er starfar á vegum ríkis-
stjómarinnar að rannsókn efnahagsmálanna.
Þingið felur stjóm bandalagsins að standa
sem bezt á verði um hagsmuni launþega í sam-
bandi við væntanlegar aðgerðir í efnahagsmál-
um og leggur áherzlu á þá brýnu nauðsyn, að
kaupmáttur launa verði sem bezt tryggður.
Ef gera á ráðstafanir, er hafa í för með sér
teljandi kjaraskerðingu fyrir opinbera starfs-
menn, skal stjóm B. S. R. B. kalla saman auka-
þing um þau mál í tæka tíð.
Skattamál.
I.
18. þing B. S. R. B. álítur skattalög þau, sem
nú gilda, úrelt að ýmsu leyti og framkvæmd
þeirra mjög ábótavant. Skorar það því á Alþingi
og ríkisstjóm að láta sem fyrst fram fara endur-
skoðun laganna. Óskar B. S. R. B. eftir að fá að
taka þátt í þeirri endurskoðun.
Þingið álítur þessar breytingar á skattalög-
uinum mestu skipta:
1. Að persónufrádráttur verði færður til sam-
ræmis við framfærslukostnað hverju sinni.
2. Að skattstigar verði endurskoðaðir.
3. Að samanlögðum tekjum hjóna verði skipt
jafnt milli þeirra og þau síðan skattlögð hvort
í sínu lagi. Á sama hátt skal fara með eignir
þeirra.
4. Að álagning og innheimta skatta verði gerð
einfaldari og hagkvæmari, t. d. með því að hafa
skattaálagningu og innheimtu ríkis og bæjar-
og sveitarfélaga í einu lagi og mánaðarlega
skattgreiðslur af launum fyrirfram upp teknar,
eins og þingið hefur áður bent á.
II.
18. þing B. S. R. B. skorar á ríkisstjómina að
gera svo fljótt sem auðið er, nauðsynlegar ráð-
stafanir til að bæta úr því óréttlæti, sem ríkir
í skattgreiðslu hjóna, er bæði afla heimilinu
tekna.
Til bráðabirgða vill þingið benda á eftirfar-
andi lausn:
Konu, sem aflar tekna, er heimilt að draga
frá skattskyldum tekjum beimilisins jafnháa
upphæð (kaupgjald og fríðindi) og það kostar
samkvæmt meðalútreikningi Hagstofu Islands að
hafa heimilishjálp, hvemig sem heimilishaldi
annars er fyrir komið. Frádráttur fyrir heim-
ilishjálp vegna vinnu húsmóður fari þó aldrei
fram úr vinnulaunum hennar.
Til skýringar framangreindri tillögu leyfir
þingið sér að benda á, að núgildandi skattalög-
gjöf torveldar fólki að stofna til hjúskapar á
eðlilegan hátt, og er þess valdandi, að giftar
konur fást miklu síður til bráðnauðsynlegra
starfa, og á það sérstaklega við um hjúkrunar-
konur.
Ennfremur telur þingið það ekki sæmandi
fyrir þjóðfélagið, að til séu lög í landinu, sem
beinlínis torvelda stofnun hjónabands, og draga
þar með úr þeirri virðingu, sem er fyrir slíkri
heimilisstofnun til verndar og uppeldis barna-
anna.
III.
18. þing B. S. R. B. felur stjórn bandalagsins
að vinna að því, að undanþeginn verði frá tekju-
skatti og útsvarsskyldu örorku- og ellilífeyrir
og eftirlaun skv. eftirlaunalögum og aukastyrkir,
sem Alþingi kann að veita í þeim tilgangi að
fullnægja framfærsluþörf launþeganna.
IV.
18. þing B. S. R. B. samþykkir að fela stjórn
bandalagsins að athuga möguleika fyrir því og
vinna að því, að álagning tekjuskatts verði felld
niður, þar sem vitað er, að tekjuskattsálagning
nú er mjög fjarri því að vera réttlát og tekju-
ÁSGARÐUR 35