Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 01.05.1958, Blaðsíða 35

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 01.05.1958, Blaðsíða 35
Jónssonar. Þótti öllum þar gott að dvelja. Ráð- herra talaði til gesta sinna, en af þeirra hálfu töluðu próf. Olafur Bjömsson fráfarandi for- maður og Bjöm L. Jónsson fyrsti forseti þingsins. Hér á eftir fer fyrst skýrsla bandalagsstjórnar, sú er lá fjölrituð fyrir þinginu, en síðan sam- þykktir þingsins. Skýrsla bandalagsstjórnar. Launamálið. Frá því er síðasta aukaþingi bandalagsins lauk í maí 1955, hefir launamálið verið mikilvægasta máhð, er stjóm bandalagsins hefir haft til með- ferðar. Nefnd sú er ríkisstjórnin skipaði haustið 1954 til þess að undirbúa setningu nýrra launalaga, skilaði áliti sínu í sept. 1955. Samkvæmt tillögum nefndarinnar skyldu grunnlaun opinberra sitarfs- manna hækka um 9—10% frá gildandi launalög- um að viðbættri 20% hækkun. Greidd skyldi ennfremur full dýrtíðaruppbót skv. gildandi kaupgjaldsvísitölu á öll laun. Ennfremur vom nokkrir starfshópar og einstaklingar hækkaðir um 1—2 launaflokka. Fmmvarp til launalaga var svo sem ráð hafði verið gert lagt fyrir Alþingi í byrjun nóv. 1955. Allmargar óskir um hækkanir í launaflokkum til handa starfshópum og einstaklingum bárust fjárhagsnefndum þings- ins frá bandalagsfélögum. Var öllum þeim vísað til launalaganefndar til umsagnar og voru flestar þær hækkunarbeiðnir er nefndin mælti með teknar til greina með breytingartillögum, er fjárhagsnendirnar fluttu við frv. Lögin voru endanlega samþykkt fyrir jól 1955. Verður nánari grein gerð fyrir launalagafrv. og meðferð þess í framsögu af hálfu bandalagsstjórnarinnar. Orlof opinberra starfsmanna. I samningum atvinnurekenda og verkalýðs- félaga eftir verkfallið 1955 var ákveðið að orlofsfé skyldi hækka úr 5% í 6% af greiddu kaupi. Þar sem svo langt var liðið á orlofsárið (er reiknað er frá 1. júlí til 30. júní), gerði stjórn banda- lagsins ekki kröfu til lengingar orlofs sumarið 1955, en fékk loforð þáverandi ríkisstjómar fyrir því, að orlof opinberra starfsmanna skyldi á næsta ári lengt til samræmis við lengingu or- lofs á almennum vinnumarkaði. A s. 1. verti bar stjóm bandalagsins fram kröfu um það að öll orlof opinberra starfsmanna yrðu lengd um 3 daga. í reglugerð um orlof opinberra starfs- manna, er út var gefin í marz s. 1. voru 15 og 18 daga orlofin lengd um 3 daga, en lengri orlof látin haldast óbreytt. Fyrir Alþingi það, er nú situr, hefir verið lagt frv. til staðfestingar reglu- gerð þessari. Stjóm bandalagsins hefir lýst þeirri skoðun sinni gagnvart ríkisstjóminni að hún teldi ákvæði frumvarpsins ófullnæga lausn á orlofsmálinu og hefir enn eigi náðst um það samkomulag. Þing norrœnna bœjarstarfsmanna í Reykjavík. I lok júnímánaðar s. 1. var háð hér í Reykjavík fulltrúaþing norrænna bæj arstarfsmanna. Ann- aðist stjóm bandalagsins, Starfsmannafélög Reykjavíkur og Hafnarfjarðar, Reykjavíkurbær og Hafnarfjarðarkaupstaður móttökurnar. Full- trúaþingið fór hið bezta fram og virtust erlendu fulltrúamir vera mjög ánægðir með förina. SAMÞYKKTIR 18. þings Bandalags starfsmanna ríkis og bœja. Launamál. i. 18. þing B. S. R. B. telur, að þótt launalög væm sett á síðasta Alþingi, hafi margir opinberir starfsmenn ekki fengið viðunandi lausn á launa- málum sínum, hvorki að því er snertir sam- ræmingu við aðrar stéttir þjóðfélagsins né launa- flokkun, þannig að störf þeirra em ekki metin sem skyldi með tilliti til þeirrar ábyrgðar, er þeim fylgir. Felur þingið stjóm bandalagsins að vinna ötullega að því í nánu samstarfi við hlutaðeig- andi félög, að rétta hlut allra þeirra, sem við órétt búa. II. 18. þing B. S. R. B. felur stjórn bandalagsins að vinna að því, að endurmetin verði þau störf hjá ríki og bæjarfélögum, sem hingað til hafa verið vanmetin til launa, vegna þess að þau vom talin „kvennastörf", þegar þeim var skipað í launaflokka. Má þar nefna hjúkrunarkonur, talsímakonur, vélritara og Ijósmæður. Ennfremur felur þingið stjórninni að vinna að því, að lagfærð verði svo fljótt sem auðið er þau mistök, sem orðið hafa við setningu og framkvæmd launalaga, að ýmis ritarastörf og fleiri störf, hafa raunvemlega lækkað í launa- stiga. ÁSGARÐUR 33

x

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja
https://timarit.is/publication/1581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.