Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 01.05.1958, Qupperneq 15

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 01.05.1958, Qupperneq 15
Jón Þórðarson sjúkrahússtjóri: Þankor um skipulags mól B.S. R. B. Skipulagsmál B. S. R. B. hafa stöðugt verið á dagskrá síðustu bandalagsþinga. Fyrir þingin hafa verið lagðar fram marg- ar tillögur og nefndarálit, án þess þó að ná fram að ganga. Á síðasta bandalagsþingi (18.) voru á þingskjali IV. lagðar fram breytingartil- lögur við aðildarráð að bandalaginu. Nefnd sú, er fékk málið til meðferðar, taldi ekki rétt að afgreiða málið á þinginu. Áleit hún rétt að milliþinganefnd fjallaði um málið og tæki þá skipulag B. S. R. B. og lög þess í heild til endurskoðunar. Var það samþykkt. í greinargerð, er nefndin lét fylgja, taldi hún þessar breytingar æskilegar: a. Að sett verði ákvæði um lágmarks- fjölda félagsmanna í hverju banda- lagsfélagi. b. Að fámennir starfshópar myndi sam- bönd, er séu aðilar að bandalaginu. c. Að hverju bandalagsfélagi sé tryggð- ur lágmarksréttur til tveggja full- trúa. d. Að fulltrúaþing verði fámennari en nú er, með því m. a. að sett séu ákvæði um hámark fulltrúafjölda frá hverju bandalagsfélagi. e. Að sett sé fast fulltrúaráð, skipað einum fulltrúa frá hverju bandalags- félagi. Við fyrstu yfirsýn, verður strax á vegi manns sá höfuðvandi, að ákveða starfs- svið og starfssvæði félagsins. Ennþá eru ekki nein ákvæði eða reglur, er binda þetta. Hafa þó komið fram dæmi, er fært hafa heim sanninn um, hve knýjandi nauð- syn er á, að þær verði settar sem fyrst. Innan bandalagsins eru margskonar félög, s. s. landsfélög, félög bundin við ákveðnar stofnanir, félög ákveðinna starfs- félög, er ná yfir starfsfólk ákveðinna starfshópa í einum landshluta og lands- félög, er ná yfir starfsfólk ákveðinna stofnana. Ennfremur eru þar félög opin- berra starfsmanna ríkis og bæja í ákveðn- um kaupstöðum. Innan vébanda ýmissa þessara félaga eru einstaklingar, sem hvorki eru starfs- menn ríkis né bæjarfélaga. Er þar sérstak- lega átt við starfsmenn sjálfseignastofn- ana, sem starfa samkv. sérstökum lögum, eða ríki og bæjarfélög eru þar hluthafar, svo og stofnanir, sem reknar eru með styrktarfé frá þessum aðilum. En vegna menntunar sinnar og starfsins, eiga þessir einstaklingar hvergi heima, nema innan félaga, sem eru aðildarfélög að bandalag- inu. Má þar nefna fríkirkjupresta, hjúkr- unarkonur við sjálfseignastofnanir, kenn- ara við einkaskóla og m. fl. Auðsætt má vera af upptalningu þess- ari, að uppbygging B. S. R. B. er harla laus í reipunum. Hjá því verður ekki komizt, að starfssvið og starfssvæði verði eitthvað mismunandi. Tvær ættu þó að vera aðalleiðirnar: a. Að binda félögin við stofnanir. b. Að binda félögin við starf eða menntun. Eftir þessum tveim meginleiðum ætti að stefna að því, að aðildarfélögin verði ÁSGARÐUR 13

x

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja
https://timarit.is/publication/1581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.