Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 01.05.1958, Blaðsíða 9

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 01.05.1958, Blaðsíða 9
Valborg Bentsdóttir skrifstofustjóri: Nýjustu lög um laun starfsmanna ríkis- ins voru samþykkt á Alþingi árið 1955 og gengu í gildi 1. jan. 195fi. — Fyrst voru launalög sett 1875, og hefur þeim verið breytt fjórum sinnum, en auk þess voru ýmis sérlög um laun lækna, presta, sýslu- manna, barnakennara og ef til vill fleiri. Arið 1919 koma konur fyrst við sögu á launalögum. Þá eru þar nefndar tal- símakonur og kvensímritarar. Kvensím- ritarar höfðu 400 kr. minni laun á ári en svokallaðir símritarar, en aftur á móti höfðu þær 200 kr. hærri laun en 2. fl. símritarar. Eftir því sem ég hef komizt næst, munu konur þessar hafa haft ná- kvæmlega sömu störf með höndum og 1. fl. símritarar, en fengu lægri laun ein- ungis vegna þess að þær voru konur. sérstæðs eðlis, að varla er réttmætt að gera ekki greinarmun á þeim og öðrum lánum. Lífeyrissjóðurinn er hluti af laun- um okkar. Hann er okkar sparifjáreign, okkar skyldusparnaður. Eru menn yfirleitt sammála um að við þessi málalok verði ekki unað, og vinnur bandalagsstjórnin nú að því að fá á þessu leiðréttingu. Launamól kvenna En þetta sama ár (1919) voru sam- þykkt önnur lög, sem marka merk tíma- mót í sögu þeirrar baráttu, sem háð hefur verið um launajafnrétti karla og kvenna, lög um skipun barnakennara og laun þeirra. 15. gr. þeirra laga hljóðar svo: „Öll ákvæði um kennara í lögum þessum eiga og við kennslukonur.“ Þessi lagaákvæði hafa nú gilt nær fjóra tugi ára, og hafa konur fyllilega haldið velli í starfsgreininni. Má það vera þeim til íhugunar, sem óttast atvinnuleysi kvenna, ef fullkomið launajafnrétti ríkti. Þó að þetta væri nú gott og blessað, hvað kennslukonurnar snerti, var önnur saga um flestar aðrar konur. Ef ekki var um embættisstörf að ræða, en mjög lítið var um konur í embættum á næstu ára- tugum, var almennast að meta störf til launa eftir því, hvort karl eða kona vann, og var þá ævinlega hlutur konunnar minni. Það var fyrst á árunum 1943—45, að farið var að vinna að verulega víðtæk- um launalögum fyrir starfsmenn ríkisins. Þá voru samræmd ýmis eldri launalög og bætt við fjölda starfsgreina. Lög þau, sem þá voru samin, voru að því leyti frá- brugðin fyrri lögum, að nú var að mestu leyti flokkað eftir stofnunum, og varð það til þess, að sums staðar myndaðist veru- legt ósamræmi milli stofnana, og átti það ekki hvað sízt við um störf kvenna. Þá voru tekin á lög starfsheiti eins og ritari og bókari, án nokkurrar skilgreiningar á störfunum, og árangurinn varð sá, að ÁSGARÐUR 7

x

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja
https://timarit.is/publication/1581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.