Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 01.05.1958, Blaðsíða 4
Sigurður Ingimundarson kennari,
form. B S.R.B.
Fyrir nokkrum áratugum var markmið
launþegasamtakanna einkum hækkun
kaups og stytting vinnutíma.
Vaxandi afskipti hins opinbera af
efnahags- og atvinnumálum ásamt ýmis-
konar þjóðfélagslegum umbótum og skipu-
lagningu hafa á ýmsan hátt gert störf
launþegasamtaka flóknari og vandasam-
ari en áður var. Samþykktir félaga og
landssambanda bera glögg merki þessa.
Samþykktir 18. þings B. S. R. B., sem
haldið var í nóvember 1956, eru hér
engin undantekning. Verkefni þess þings
voru auk launamála m. a. skattamál og
húsnæðismál, sem hvorttveggja eru mjög
þýðingarmikil mál, og mun ekki óalgengt
að um 50% af tekjum launþega fari í
þessa útgjaldaliði. Skiptir því miklu að
hér sé málum skipað á réttlátan hátt
og skynsamlega. Hér mun nánar vikið að
húsnæðismálum opinberra starfsmanna,
einkum lánsfjármöguleikum til húsbygg-
inga og viðhorfi síðasta þings bandalags-
ins til þessa máls.
Erfiðleikar um útvegun lánsfjár til
bygginga hafa farið ört vaxandi undan-
farin ár, en jafnframt hefur byggingar-
kostnaður vaxið svo mjög, að lán þau,
sem opinberir starfsmenn hafa fengið hjá
lífeyrissjóðum sínum, hafa sífellt orðið
Byggingarlán
minni og minni hluti af heildarbyggingar-
kostnaði. Astandið í byggingarmálum
margra opinberra starfsmanna var því
orðið mjög alvarlegt. Margar íbúðir höfðu
verið í smíðum árum saman, og menn
höfðu ekki bolmagn til þess að ljúka
smíði þeirra. 18. þing bandalagsins tók
því lánsfjármálin til rækilegrar athugun-
ar og samþykkti tvær tillögur, aðra um
byggingalán lífeyrissjóða, hina um bygg-
ingalán hins almenna lánakerfis. Skal
hér vikið nánar að þessum tillögum
hvorri fyrir sig og gerð grein fyrir að-
gerðum bandalagsstjórnarinnar, til þess
að fá þeim framgengt.
Byggingarlán lífeyrissjóða.
18. þing B. S. R. B. fól bandalagsstjórn-
inni að vinna að því við stjórnir lífeyris-
sjóða opinberra starfsmanna, að lán þau,
er sjóðirnir veita til íbúðabygginga yrðu
hækkuð sem frekast væri unnt, jafnvel
þó nauðsynlegt reyndist að fækka lánun-
um með lengri biðtíma eða öðrum tak-
mörkunum. Jafnframt var þess óskað, að
reynt yrði að láta hækkanimar verka
aftur fyrir sig, þannig að þær næðu einnig
til þeirra, sem þegar hefðu fengið lánin,
en væru í vandræðum með það að ljúka
íbúðum sínum.
Bandalagsstjómin kom þessum óskum
strax á framfæri við stjórnir lífeyrissjóð-
anna og hélt síðan fund með fulltrúum
frá stjórnum þeirra, og voru þessi mál
athuguð mjög ítarlega, sem of langt mál
yrði að gera grein fyrir hér.
2 ÁSGARÐUR