Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 01.05.1958, Page 41

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 01.05.1958, Page 41
að rannsaka, með hvierjum hætti er unnt að fá keypta tryiggingu fyrir opinbera starfsmenn, er greiðist út, ef þeir andast áður en þeir hafa náð hámarksstarfsaldri eða rétti til fullra eftirlauna. Stjórnin vinni síðan að því, að opinberir launa- greiðendur kaupi slíka tryggingu fyirr starfs- menn sína. V. 18. þing B. S. R. B. felur væntanlegri stjóm bandalagsins að fá rannsakað, hversu mikla hækkun á iðgjaldi til lífeyrissjóðs myndi þurfa til þess, að hægt væri að gera þær breytingar á lögum sjóðsins, að lífeyrir næði til eftirlifandi foreldra sjóðfélaga, og bama, sem eru öryrkjar. Menningarmál. I. 18. þing B. S. R. B. skorar á forsætisráðuneytið að gefa út á næsta ári skrá um ríkisstofnanir og starfsfólk þeirra, þar sem tilgreint sé nafn og staða hvers fastráðins manns, og fylgi þá gjarnan upplýsingar um, hve lengi hlutaðeigandi starfsmaður hefur verið í ríkisþjónustu. Gagn- legt væri, að í þessum ritlingi yrði einnig stutt ágrip úr starfssögu hverrar ríkisstjórnar. Handbókin verði síðan endurskoðuð og gefin út á fimm ára fresti. Upplaginu verði helzt dreift ókeypis til ríkisstofnana í hlutfalli við tölu starfsdeilda á hverjum stað, og einnig verði hluti þess hafður til sölu við hóflegu verði. Samtímis beinir þingið þeirri áskorun til stjómar Sambands ísl. sveitarfélaga, að hún beiti sér fyrir samningu samskonar handbókar, að því er tekur til kaupstaða og stofnana þeirra. II. I framhaldi af samþykkt 18. þings B. S. R. B. um 5 þús. króna framlag til styrktar bágstödd- um Ungverjum, vill þingið lýsa fordæmingu sinni á beitingu ofbeldis í skiptum þjóða í milli og vottar samúð öllum þjóðum, sem eiga í bar- áttu fyrir frelsi sínu og sjálfstæði. Ýmsar samþykktir. i. 18. þing B. S. R. B. telur óréttmætt að fast- ráðnir opinberir starfsmenn skuli ekki hafa fenigið lán hjá neinu hinu almenna lánakerfi og skorar á stjórnarvöld landsins að sjá um, að þeirri venju verði breytt. Þingið leggur áherzlu á, að lögboðin fasteignaveðslán á 1. veðrétt verði tryggð opinberum starfsmönnum jafnt og öðr- um, og vekur athygli á því, að iðgjöld opinberra starfsmanna til lífeyrissjóða eru þeirra spari- fjársöfnun. II. Eftirfarandi till. var vísað til bandalagsstjómar: Bandalagsstjóm skal fara fram á við hlutað- eigandi ráðuneytisstjóra að þeir láti formönnum bandalagsfélaga í té nokkur eintök af sérprent- uðum reglugerðum, er varða störf opinberra starfsmanna, þegar er þær hafa öðlast staðfest- ingu. III. 18. þing B. S. R. B. felur stjóm bandalagsins að vinna að því við stjómir lífeyrissjóða opin- berra starfsmanna í samráði við hlutaðeigandi fulltrúa bandalagsins o gstéttarfélaga í stjórnum sjóðanna, að lán er lífeyrissjóðirnir veita til íbúðabygginga, verði hækkuð svo sem frekast er unnt, og athugi í því sambandi, hvaða leiðir væm hentugastar til þeirrar fækkunar á lán- um, sem óhjákvæmilega kunna að verða vegna hækkunar lánanna. Þingið felur bandalagsstjóm að láta athuga möguleika á því, að lán þau, er samþykkt hafa verið á þessu ári, verði hækkuð. IV. I tilefni iaf því, að „Intemational Federation of Unions of Employees in Public and Civil Servioes“ hefur ritað bandalaginu og farið þess á leit að það gerist aðili að sambandinu, álykt- aði þingið að svara erindinu ekki ákveðið að svo stöddu, en fól stjórn bandalagsins málið til frekari upplýsinga og athugunar fyrir næsta reglulegt bandalagsþing. Skipulagsmál. 18. þing B. S. R. B. samþykkir að vísa till. á þskj. IV til þriggja manna nefndar, er það kýs til að endurskoða lög og skipulag bandalagsins fyrir næsta reglulegt fulltrúaþing. Stjórn bandalagsins skal innan eins árs kalla saman ráðgjafarþing skipað 2 fulltrúum frá hverju bandalagsfélagi. Leggi nefndin tillögur sínar fyrir þingið til umræðu og athugunar. Fjárhagsmál. Samþykktar voru tillögur fj árhagsnefndar um hluta starfslauna, sem ráð er gert fyrir á fjár- hagsáætlun að varið verði til erindreksturs. Þingið lagði ríka áhrezlu á, að stjóm banda- lagsins vinni áfram að því við Alþingi og ríkis- stjóm, að bandalagið njóti styrks úr ríkissjóði til starfsemi sinnar hliðstætt því, sem önnur hagsmunasamtök hafa hlotið. Þá var samþykkt að stofna hússjóð með 40 þús. króna stofnfé. ÁSGARÐUR 39

x

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja
https://timarit.is/publication/1581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.