Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 01.05.1958, Blaðsíða 33

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 01.05.1958, Blaðsíða 33
Þingtíðindi 18. þings B.S.R.B. Síðasta þing B. S. R. B., hið 18. í röðiimi, var haldið í nóv. 1956, hófst fösitudaginn 16. kl. 17 og lauk þriðjudaginn 20. nóv. kl. 24. Það stóð þann- ig í 5 daga samfleytt og fór fram í isamkomusal Melaskólans í Reykjavík. Fulltrúi Sambands ísl. bankamanna, Einvarður Hallvarðsson, flutti þinginu kveðjur og árnaðar- óskir frá samtökum sínum, en aðrir slíkir full- trúar félagsheilda voru ekki viðstaddir þing- setningu. Hafði þó einnig verið boðið fulltrúum frá Alþýðusambandi íslands, Stéttarsambandi bænda, Verzlunarmannasambandi íslands og Farmanna- og fiskimannasambandinu. Þingið sóttu 105 fulltrúar frá 24 sambands- félögum. Þingforsetar voru kjörnir: Björn L. Jónsson veðurfr. (aðalforseti), Júlíus Björnsson umsjónarmaður og Maríus Helgason símstjóri. Aðalritarar: Guðjón Gunnarsson framfærslufull- 'trúi og Arsæll Sigurðsson kennari. Þessar nefndir störfuðu á þinginu: Nefndanefnd (framsögumaðm Pálmi Jóisefsson skólastjóri), dagskárnefnd, fjárhagsnefnd (framsögum. Jón Tómasson isímstj.), allsherjarnefnd ( framsögum. Eggert Einarsson héraðslæknir), menningarmála- nefnd (framsögum. Baldur Pálmasson útviltr.), dýrtíðarmálanefnd (fram.sm. Guðjón B. Baldvins- son deildarstj.), starfskjaranefnd (frams.m. Agnar Stefánsson loftskeytam.), eftirlaunamefnd (fram- sögum. Eyjólfur Jónsson lögfr.), sikattamálanefnd (framsögum. Ólafur Sveinsson deildarstj. og Sigríður Eiríksdóttir hjúkrunarkona), laga- og skipulagsnefnd (framsögum. Helgi Þorláksson kennari) og launamálanefnd (framsögum. Val- borg Bentsdóttir skrifststj.). Er að stjórnarkjöri kom, baðst formaðurinn, Ólafur Björnsson prófessor, undan endurkosn- ingu. Þakkaði hann meðstjórnendum gott sam- starf á liðnum árum og öllum þeim, er stutt hafa hann í starfi fyrir bandalagið. Óskaði hann sam- tökunum alls góðs í framtíðinni. Hið sama gerði og varaformaðurinn, Arngrímur Kristjánsson skólastjóri, sem baðst einnig undan endurkosn- ingu. Voru þessum forustumönnum þökkuð mikil og góð störf fyrir samtökin, ólatmuð og óeigingjörn störf. -Stjórnarkosning. I formannskjöri voru Baldur Mö-ller stjórnarráðsfltr. og Sigurður Ingimundar- son kennari. Sigurður varð hlutskarpari og hlaut 58 atkv., en Baldur fékk 47 atkv. og varð sjálf- kjörinn varaformaður. Með þeim voru kjörnir í Baldur Möller varaformaður. stjórn bandalagsins þessir 7 menn: Guðjón Gunnarsson framfærslufltr., Hafnarfirði (98 atkv.), Júlíus Björnsson umsjónarm. (96 atkv.), Eyjólfur Jónsson lögfræðingur (91), Miagnús Eggertsson lögreglum. (85), Andrés Þormar gjaldk. (82), Kristján Gunnarsson kennari (81) og Aðalsteinn Halldórsson tollv. (72), allir í Reykjavík. Guðjón B. Baldvinsson deildarstj. hlaut 61 atkv. og Kristján Jakofosson póstm. 48 atkv. Þrír seðlar voru ógildir. I varastjóm voru kosin: Elín Eggerz Pétursdóttir hjúkrunarkona (82 atkv.), Aðalsteinn Norberg símafltr. (68), Guðjón B. Baldvinsson deildarstj. (58) og Ólafur Bjarnason læknir (55 atkv.). Endurskoðendur vom kosnir: Björn L. Jónsson veðurfr. og Karl Torfason aðalbókari, — og til vara Hannes Jónsson fyrrv. alþm. Kosnar voru tvær milliþinganefndir. I laga- og skipulagsmálum: Jón Þórðarson sjúkrahússtj. Skarphéðinn Pétursson póstm., Guðmundur Magnússon kennari, Aðalsteinn Norberg símafltr. og Björn L. Jónsson veðurfr. I laimamálum kvenna: Valborg Bentsdóttir skrifstofustj., Inga Jóhannesdóttir skrásetj. og Anna Loftsdóttir hjúkmnarkona. Á þinginu flutti Eyjólfirr Jónsson lögfr. erindi um dvöl sína í enskum skóla á næstliðnu sumri, en isá skóli er starfræktur af starfsmannasamtök- um þar í landi. Að kvöldi næstsíðasta fundardags sátu þing- fulltrúar matarveizlu í ráðhierrabústaðnum við Tjarnargötu í boði fj ármálaráðherra, Eysteins ÁSGARÐUR 31

x

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja
https://timarit.is/publication/1581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.