Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 01.05.1958, Blaðsíða 16

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 01.05.1958, Blaðsíða 16
sem stærst, með því að samhæfa þau fé- lög, sem samstöðu ættu að hafa. Þá verði stofnuð félagssamtök í landshlutum, svo sem henta þætti. Á þessum grundvelli mætti hugsa sér aðildarfélög þessi landsfélög: A. Starfsmannafélag ríkisstofnana, þar með talin: 1. Félag starfsmanna stjórnarráðsins. 2. Félag flugmálastarfsm. ríkisins. 3. Starfsmannafélag ríkisútvarpsins. B. Samband íslenzkra barnakennara. C. Landssamband framhaldsskólakenn- ara. 1. Félag menntaskólakennara. 2. Félag kennara Háskóla Islands. D. Félag íslenzkra símamanna, þar með talið: Félag forstjóra pósts og síma. E. Félag íslenzkra hjúkrunarkvenna. F. Læknafélag Islands. G. Póstmannafélag íslands. H. Prestafélag Islands. I. Tollvarðafélag Islands. J. Landssamband lögreglumanna. 1. Lögreglufélag Reykjavíkur. 2. Lögreglufélag Suðumesja. — eftirfarandi landshluta-félög: K. Starfsmannafélag Reykjavíkur, þar með talið: Starfsm.fél. Sjúkrasaml. Reykjavíkur. L. Samband opinberra starfsmanna Vesturlands. 1. Félag opinb. starfsm. Isafirði. 2. Félag opinb. starfsm. Akranesi. M. Samband opinberra sarfsmanna Norðurlands, þar með talið: Starfs- mannafélag Akureyrarbæjar. N. Samband opinberra starfsmanna Austurlands. O. Samband opinberra starfsmanna Suðurlands. 1. Starfsmannafélag Hafnarfjarðar- bæjar. 2. Starfsmannafélag Vestmannaeyja- bæjar. Þess er ekki að vænta, að samkomulag náist fyrst um sinn um þessa uppbyggingu bandalagsins. Og kemur þar margt til. Erfiðast mun reynast að samhæfa þau fé- lög, er fyrir eru. Ennfremur að yfirvinna þann beyg, er „litlu“ félögin bera í brjósti til þeirra „stóru“. En sá beygur hefur nokkuð komið í ljós á þingum bandalags- ins, en lítið látið á sér bera þess á milli. Vegna þess, að nefnd sú, er nú starfar í þessum málum, mun vart telja það hugs- anlegt, að nægilegur þingmeirihluti fáist til samþykktar jafn róttækri breytingu og hér hefur verið á minnzt, býst ég við að niðurstöður hennar verði þessar: 1. Að aðildarfélög verði hin sömu og er. 2. Að fulltrúafjöldi þeirra verði tekinn til endurskoðunar (til fækkunar). 3. Að settar verði ákveðnar reglur um starfssvið og starfssvæði þeirra. Að þessu athuguðu má ef til vill segja að minna hafi áunnizt en til stóð. En náist fullt samkomulag um 3. atriðið, er stigið merkilegt spor, sem marka mun áfram- haldandi þróun. Þá er eftir e-atriðið í greinagerð þeirri, er ég gat um í upphafi. Það er atriðið um fulltrúaráð (eða sambandsstjóm), sem m. a. myndi kjósa sér framkvæmdastjórn, nema formanninn (hann yrði áfram þing- kjörinn). En myndun slíks ráðs er svo bundin svæðisskipaninni, að um hana er ekki hægt að ræða að sinni. 14 ÁSGARÐUR

x

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja
https://timarit.is/publication/1581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.