Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 01.05.1958, Blaðsíða 22

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 01.05.1958, Blaðsíða 22
að raða niður stöðum eftir störfum. Aðal- gjaldkerar og aðalbókarar eða skrifstofu- stjórar eru nú í mismunandi flokkum. Störfin eru að vísu nokkuð misjöfn, en einnig kom til, að ráðið hefir verið eftir öðrum sjónarmiðum til starfanna en þeirra, sem eiga að gilda. Eru launin því oft á tíðum miðuð við persónu en ekki starfa. Þessi annmarki á þó ekki að valda verulegum erfiðleikum, því að hér er aðeins um nokkra einstaklinga að ræða. Allur þorri starfsmanna á sitt þrep í launastiganum. Félög og bæjarstjórnir semja um hina. Hvorugur aðilinn, sem um málið fjall- aði, hafði umboð til að semja fyrir hönd umbjóðenda sinna. Þess vegna eru hér aðeins lagðar línur, sem ættu sannarlega að vera leiðarvísir og góður stuðningur, þegar sezt er við samningaborðið. Hvert félag verður sjálft að hafa veg cg vanda af að semja við bæjarstjórnina sína, og ef harðfylgi er meira en við má búast á þessum tímum, þá eiga heildar- samtökin að koma til og veita aðstoð. Merki hefir verið gefið um að samræma kaupið, og jafnframt voru tekin upp atriði, sem sums staðar eru í sér reglu- gerðum varðandi starfskjör, svo sem í 6. og 8. greinum frumvarpsins. Fulltrúafundur Sambands íslenzkra sveitarfélaga, sem haldinn var í marz s.l. hér í höfuðstaðnum, hefir fallizt á leið þessa, sem hér er umrædd, og mælt með notkun umræddra tillagna. Hlutverk bæjarstarfsmanna er því að sníða agnúa af drögum þessum, og hefj- ast handa um samræmingu launa, þess er ekki vanþörf. Félög þeirra eru tækin, sem nota skal við samningu launasam- þykkta. Verkefni næstu framtíðar er að auki það, að félagsbinda starfsmenn bæjarfé- laga, þar sem engin félög eru til, og ber að sjálfsögðu að veita til þess þá aðstoð, sem B. S. R. B. má framast í té láta. Allmargir starfsmenn sveitarfélaganna eru þó afskiptir enn skv. tillögum þess- um, þeir virtust ekki eiga þar rúm. Eru það sveitarstjórar og oddvitar, sem hér er átt við. Sveitarstjórnir kjósa þá sjálfar, og því miður fer ráðning sveitarstjóranna eftir pólitískri skoðun en ekki eftir starfs- hæfni umsækjenda. Skipti um meirihluta í sveitarstjórn, þá þykir sjálfsagt að skipta um sveitarstjóra. Ráðningartími þeirra verður því venjulega aðeins eitt kjör- tímabil, þ. e. 4 ár, og starfhæfir menn munu því krefjast hærri launa, en ef um lífstíðarstarf væri að ræða. Þótti því ekki fært að gera tillögu um laun þessara starfsmanna. Það er ósk og von þeirra, sem að verki þessu unnu, að það megi verða til léttis og leiðbeiningar, þegar sezt er að samn- ingsborðinu, og auðvelda nauðsynlega samræmingu lágmarkslauna. Um starfskjör þau, sem ekki eru tekin upp í tillögur þessar þyrfti og að gera samræmdar tillögur, og myndi ekki eins erfitt eða flókið verkefni, þar sem ekki gilda þar um mat og metingur á hverju einstöku starfi. Sennilega mun B. S. R. B. gera drög að slíkri reglugerð. 20 ÁSGARÐUR

x

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja
https://timarit.is/publication/1581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.