Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 01.05.1958, Blaðsíða 39

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 01.05.1958, Blaðsíða 39
skattur hverfandi hluti af tekjum ríkissjóðs, en hefur hins vegar í för rneð sér gífurlegan kostnað. Starfskjör. I. 18. þing B. S. R. B. felur stjórn bandalagsins að beita sér fyrir því, að frumvarp ríkisstjórnar- innar um breyting á lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, að því er varðar lenging orlofs, verði samþykkt á Alþingi, með þeirri breytingu, að orlof þeirra, sem starfað hafa 15 ár eða lengur, verði lengt upp í 27 virka daga, og vinni stjórnin ennfremur að því, að orlof verði veitt af aukavinnu, í samræmi við það, er tíðkast í almennum vinnumarkaði. II. 18. þing B. S. R. B. felur stjórn bandalagsins að beita sér fyrir því, að vinnutími þeirra starfs- manna, sem starfa á vinnu-vökum og hafa nú 48 stunda vinnuviku, verði styttur til samræmis við þá vinnuvökustarfsmenn, sem hafa skemmst- an vinnutíma. III. 18. þing B. S. R. B. felur stjóm bandalagsins að vinna að því, að vinnutími á skrifstofum verði færður í sama horf og var fyrir 1950, og bendir í því sambandi á þá leið, að eigi verði unnið á laugardögum yfir sumarmánuðina (1. maí til 1. okt.). Einnig, að öðrum starfsmönnum hins opinbera verði gert kleift að njóta hins sama. IV. 18. þing B. S. R. B. felur stjórn bandalagsins að beita sér hið fyrsta fyrir því, að ríkisstarfs- menn njóti eigi lakari kjara um dagpeninga- greiðslur á ferðalögum vegna starfa sinna en verkfræðingar í þjónustu ríkisins njóta, svo og sömu hlunninda og trygginga. V. 18. þing B. S. R. B. felur stjórn bandalagsins að vera vel á verði um það, að lögin um rétt- indi og skyldur starfsmanna ríkisins og reglu- gerðir, sem þeim fylgja, verði framkvæmd rétti- lega. Ennfremur að í bæjarfélögum, þar sem þessum málum er ekki fyllilega skipað, verði settar reglugerðir, sem tryggi starfsmönnum ekki lakari rétt en ríkisstarfsmenn hafa. VI. 18. þing B. S. R. B. felur stjórn bandalagsins að vinna að því við Alþingi, ríkisstjórn og bæjar- stjórnir, að núgildandi lögum og reglugerðum verði breytt í það horf, að lögreglumönnum, brunavörðum og hjúkrunarkonum og öllum þeim, er stunda vaktavinnu, sé heimilt að láta af störfum með fullum eftirlaunum, eftir að þeir hafa náð 55 ára aldri, enda sé starfsaldur þeirra orðinn 25 ár. VII. 18. þing B. S. R. B. felur stjórn bandalagsins að vinna að því, að þriggja mánaða greiðsla til eftirlifenda, vegna fráfalls fyrirvinnu, hækki í sex mánuði. VIII. 18. þing B. S. R. B. felur stjóm bandalagsins að vinna að því, að vaktavinnumenn fái frí tvo virka daga fyrir hvem stórhátíðisdag, sem þeir vinna, ef þeir fá ekki hliðstæða greiðslu í pen- ingum. Eftirlaun. I. 18. þing B. S. R. B. telur nauðsynlegt og sjálf- sagt, að nú þegar verði undinn bráður bugur að því, að stofnaðir verði lífeyrissjóðir fyrir starfsmenn þeirra bæjarfélaga, þar sem slíkir sjóðir eru enn ekki til, eða þeim tryggð eftir- laun með öðrum hætti, svo viðunandi sé, þannig að allir opinberir starfsmenn njóti þessara rétt- inda. Þingið beinir því til stjórnar B. S. R. B. að hún vinni að þessum málum eftir megni. II. 18. þing B. S. R. B. telur ekki viðunandi þau ákvæði í lögum um lífeyrissjóði opinberra starfsmanna, að eftirlaun skuli miðuð við meðal- tal launa starfsmanna síðustu tíu starfsár hans. Þess vegna felur þingið stjórn bandalagsins að rannsaka í samráði við hlutaðeigandi stjórnar- völd, hvort ekki sé unnt að breyta lögum um lífeyrissjóði opinberra starfsmanna þannig, að eftirlaun miðist við laun þau, er á hverjum tíma eru greidd fyrir starf það, er lífeyrisþegi gegndi. III. 18. þing B. S. R. B. beinir því til hlutaðeigandi stjórnarvalda, að við setningu laga og reglu- gerða um lífeyrissjóði, sé það vandlega athugað, hvort eðlilegt er, að sama aldurstakmark til líf- eyristöku gildi fyrir alla sjóðfélaga, og ákvæð- um hér um hagað í samræmi við niðurstöður slíkrar rannsóknar. IV. 18. þing B. S. R. B. felur stjóm bandalagsins ÁSGARÐUR 37

x

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja
https://timarit.is/publication/1581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.