Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 15.03.1965, Blaðsíða 3
MARZ 1965
JUGAHIUR
ÚTGEFANDI: Bandalag starfsmanna ríkis og bæja. RITNEFND: Bjarni Sigurðsson, Guðjón B. Baldvinsson,
Svavar Helgason, Valborg Bentsdóttir, Björn Bjarnason (ábm.) Afgr.: Bræðraborgarstíg 9. Símar: 13009 og 22877
Kristján Thorlacius:
Samningsrétturinn
Senn eru liðin þrjú ár síðan lögin um kjarasamninga ofinherra starfsmanna
voru samþykkt á Alþingi. Miklar vonir voru tengdar við nýskipan þá, er up-p var
tekin með kjarasamningalögunum. Þær vonir hafa að sumu leyti rætzt. Fram-
kvæmd laganna hefur þó leitt í Ijós mjög alvarlega ágalla á þeim. Þess vegna
hefur stjórn Bandalags starfsmanna ríkis og hæja heitt sér fyrir því, að lögin
verði endurskoðuð, og hefur ríkisstjórnin skipað nefnd í því skyni, er í eiga sæti
þrír fulltrúar frá B.S.R.B. og fjórir frá ríkisstjórninni.
Samtök opinherra starfsmanna keppa að því að öðlast fullan samningsrétt,
en þann rétt hafa aðrar launastéttir fengið lögfestan fyrir röskum aldarfjórðungi.
Samtökin óskuðu þess eindregið að fá fullan samningsrétt þegar kjarasamninga-
lögin voru sett 1962. Þegar Ijóst varð, að í lögin fengist ekki ákvæði um verk-
fallsrétt, varð samkomulag um, að í stað sliks réttar kæmu ákvæði varðandi
Kjaradóm, er áttu að tryggja opinhenim starfsmönnum svipuð launakjör og
aðrar launastéttir húa við. í fyrstu virtust ákvæði laganna ætla að koma að haldi,
en síðan seig á ógæfuhlið, þegar ríkisstjórnin synjaði opinherum starfsmönnum
um 15% launahækkun, sem aðrir fengu, og meirihluti Kjaradóms staðfesti þá
synjun.
Opinherir starfsmenn geta með engu móti sætt sig við þessa meðferð ag
þeir telja sig eiga siðferðilegan rétt á því að sitja við sama horð og aðrir í þess-
um efnum.
Norðmenn hafa fyrir 7 árum lögfest fullan samningsrétt, þar með talinn
verkfallsrétt, til handa opinherum starfsmönnum og stjórnarfrumvarp um þetta
efni liggur nú fyrir sænska þinginu.
Samtök opinherra starfsmanna eru reiðuhúin að leita samvinnu við stjárnar-
völdin um leiðir til fulls samningsréttar i einum áfanga eða fleirum og þau
fara ekki fram á annað en réttláta lausn á þessu máli sem öðrum.
ÁSGARÐUR 3