Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 15.03.1965, Blaðsíða 16

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 15.03.1965, Blaðsíða 16
er, og séð um afhendingu þess og ýms ferðalög í sambandi við það. Nú þá hef ég og þurft að senda mánaðarlega yfirlit um reksturskostnað hvers mánaðar til fjármálaráðuneytisins og samrit til land- búnaðarráðuneytisins, sem stofnunin heyrir undir. Alla vélritunarvinnu hefi ég einnig unnið, sem sagt ég hef ætíð leyst þessi störf einn af hendi og hvorki haft aðstoð á skrifstofu né við girðingar- afhendinguna.“ „Heldurðu ekki að það sé frekar fá- títt, að litlar eða engar breytingar hafi verið gerðar á mannahaldi hjá opinberri stofnun í svo langan tíma eins og raun er hjá þér?“ „Jú, áreiðanlega og ég mundi segja, að með starfsafköstum mínum hafi skapast fordæmi, er ýmsar stofnanir mættu taka sér til fyrirmyndar, hafa færra fólk, láta það hafa nóg að starfa og greiða því hærra kaup.“ „Og í hvaða launaflokki ertu svo Ólaf- ur?“ „I sextánda," segir Ólafur og brosir. „Það má skjóta því inn í þetta spjall okkar, að í september s.l. átti ég 60 ára starfsafmæli, byrjaði sem „innanbúðar lærlingur“ hjá danskri selstöðuverzlun í Hólminum, frá þeim tíma væri margt hægt að rifja upp, bæði gaman og alvöru, og ég held sannast sagna, að unga kyn- slóðin hefði gott af að heyra eitthvað um vinnubrögðin í þá daga, en það er önnur saga.“ „Þú lætur ekki standa á þér að mæta hér á kjörstað, þrátt fyrir allt annríkið?“ „Nei aldeilis ekki, fólk á að standa saman til að ná fram sínum málum.“ Og Ólafur segir frá ýmsu skemmtilegu í starfinu og segist vona, að hann eigi eftir að starfa hjá því opinbera um lang- an aldur. Á skrifstofu F. í. S. í Landsímahúsið. Á þriðju hæð í Landsímahúsinu er skrifstofa Félags íslenzkra símamanna til húsa. Þegar tíðindamaður blaðsins lítur þar inn sitja tveir menn önnum kafnir yfir spjöldum og fylgjast nákvæmlega með því, sem gerist á kjörstað. Bjami Ólafsson, línumaður verður fyrir svörum, en hann er í stjórn Félags ís- lenzkra símamanna. „Okkar félag er víst eina félagið, sem stjórnar sínum áróðri í eigin húsakynn- um. Eins og þið sjáið hef ég hér bunka af spjöldum fyrir framan mig á skrifborð- inu, en í hverjum bunka eru nöfn félaga í hverri deild félagsins. Þetta gengur ekki nógu vel hjá okkur, en á morgun verður settur meiri kraftur á þetta og þá verða deildarformennirnir gerðir ábyrgir fyrir sínum deildum. Það gerir okkur hægara um vik að hafa deildarskiptinguna," segir Bjarni. „Hvernig er með félagsáhuga hjá ykk- ur símafólki?" „Það er sama sagan og hjá öðrum, dvín- 16 ÁSGARÐUR

x

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja
https://timarit.is/publication/1581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.