Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 15.03.1965, Blaðsíða 26

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 15.03.1965, Blaðsíða 26
skipunar, send eftirfarandi tilkynning frá stjórn B.S.R.B. til blaða og útvarps: „Samkomulag hefur orðið milli Bandalags starfsmanna ríkis og bæja og ríkisstjórnarinnar um, að ríkisstjórnin skipi 7 manna nefnd til að endurskoða lög um kjarasamninga opinberra starfsmanna. Þrír nefndarmenn eru tilnefndir af B.S.R.B. og fjórir án tilnefningar. Eftirgreindir menn hafa verið skipaðir í nefnd- ina: Jónatan Hallvarðsson, hæstaréttardómari, for- maður, Gunnlaugur E. Briem, ráðuneytisstjóri, Jón Þorsteinsson, alþingismaður, Sigtryggur Klemenzson, ráðuneytisstjóri. Stjórn B.S.R.B. hefur tilnefnt Kristján Thor- lacius, formann bandalagsins, Guðjón B. Bald- vinsson, deildarstjóra og Teit Þorleifsson, kenn- ara.“ Skattamálin. í síðasta tölublaði Asgarðs var frá því sagt, að viðræðunefndir B.S.R.B. ög A.S.Í. sendu sam- eiginlegt bréf til ríkisstjórnarinnar í byrjun nóvember s.l. þar sem þær setja ákveðin skil- yrði fyrir því að þær geti átt aðild að þeim aðgerðum, sem ríkisstjórnin bauð upp á varð- andi lán til þeirra skattgreiðenda, er harðast urðu úti á s.l. hausti. Svar við þessu bréfi barst ekki fyrr en um miðjan desember. (Þess má geta innan sviga, að svarið barst mjög í sömu mund og sölu- skattsfrumvarpið síðasta var lagt fram á Al- þingi) og í því svari setti ríkisstjórnin fram ákveðið tilboð, sem var á þann veg, að fyrr- nefndum tveim nefndum þóttu að öllu leyti óað- gengilegt og sendu breytingartillögur, sem gengu í þá átt, að fleiri yrðu aðnjótandi væntanlegra lána. Ríkisstjórnin gerði enn gagntilboð, sem að vísu gekk nokkru lengra en fyrra tilboðið, en þó vantaði mikið á að ná því, sem nefnd- imar töldu viðunandi. Þann 20. janúar s.l. skrif- uðu þær því ríkisstjórninni svohljóðandi bréf: „Nefndir A.S.f. og B.S.R.B. um skattamál, hafa rætt þær hugmyndir, sem fram komu á síðasta viðræðufundi við fulltrúa ríkisstjórnar- innar og þær athuganir sem Efnahagsstofnunin hefir síðan gert út frá þeim viðræðum, er fram fóru á fundinum, og sendar hafa verið oss á blaði dags. 29. des. s.l. Nefndirnar eru sammála um, að upphaflegar 26 ÁSGARÐUR tillögur ríkisstjórnarinnar og einnig „síðustu til- lögur" komi of fáum að gagni. Samtök vor em að sjálfsögðu ekki mótfallin því, að ríkisstjórnin veiti þau lán, er hún telur sér fært, en þar sem þau ná greinilega til svo fárra einstaklinga telja samtökin sér ekki fært að eiga aðild að lausn málsins á þeim grund- velli.“ Þannig lyktaði þessu máli og er ekki annað vitað, en launþegar hafi þurft að axla skatta- byrðina einir og óstuddir. Ekki hefur enn bólað á frumvarpi á Alþingi til breytingar á gildandi skatta- og útsvarslög- um, og er þó all mjög liðið 4 tíma þingsins. Ohæf málsmeðferð Framhald af bls. 4 Afleiðingin af þessum hringlandahætti er því, að mál þeirra starfsmanna, sem þetta snertir, hafa verið afgreidd mjög' mismunandi. Sumar stofnanir höfðu alltaf greitt næturvinnukaup í samræmi við skilning B.S.R.B. eða a. m. k. eftir kl. 17, en fá nú fyrirmæli um að breyta því. Aðrir höfðu leiðrétt kaupgreiðslur frá 1. júlí 1963 í samræmi við fyrra bréf fjár- málaráðuneytisins, en er nú skipað að hætta því. Þær stofnanir eru til, sem ekki voru búnar að hlýðnast bréfinu frá 13. okt., og hafa því starfsmenn þar eingöngu fengið eftirvinnukaup fyrir yfirvinnu á dagvinnutíma. Það getur því farið svo, að hefja verði nýtt mál fyrir Félagsdómi í von um greini- legri svör í það skipti, þar sem dómurinn hafi ekki ennþá dæmt um sjálfan ágrein- inginn.

x

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja
https://timarit.is/publication/1581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.