Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 15.03.1965, Blaðsíða 8

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 15.03.1965, Blaðsíða 8
hvern starfsþátt fyrir sig. Má segja, að hér hafi verið um það að ræða, að greina fjölþætt viðfangsefni í einstaka þætti, til þess að geta betur áttað sig á hinum ein- stöku atriðum og þar með heildinni. Þáttasamanburður. Þetta kerfi varð til um 1926. Frum- hugmyndin byggðist á því að ákveða inn- byrðis afstöðu mismunandi starfsþátta til ákveðins launaskala. Hinum ýmsu störf- um, sem meta á er raðað innbyrðis innan þeirra þátta, sem valdir eru til matsins. Ef við veldum nú t. d. fimm þætti: Andlegar kröfur, leikni, líkamlegar kröf- ur, ábyrgð og vinnuskilyrði og ætluðum að meta störf togaramanna, myndu mats- mennirnir einfaldlega raða störfunum innan hvers þáttar eftir því, sem þeir teldu réttast frá því auðveldasta eða létt- asta til þess vandasamasta og erfiðasta. Þannig myndu þeir sennilega líta svo á, t. d., að minnstar andlegar kröfur væru gerðar til háseta eða aðstoðarmatsveina, en mestar til skipstjóra. Öðrum skipverj- um yrði síðan raðað þarna á milli. Sama máli mundi væntanlega gegna um leikni í starfi og ábyrgð, en um endaskipti yrði að ræða, þegar komið væri út í hluti eins og líkamlegar kröfur og vinnuskil- yrði. Þá yrðu störfin á dekki væntanlega talin gera mestar kröfur. Að þessu loknu yrðu störfin eins og þeim hafði verið raðað ínnan hvers þáttar borin saman við pen- ingaskala, þannig að heildarlaun, t. d. skipstjórans, samanstæðu að lokum af ákveðinni upphæð, sem fengin væri með því að leggja saman það, sem honum væri ætlað vegna andlegra krafa starfs- ins, leiknikrafa, líkamlegra krafa, ábyrgð- ar og vinnuskilyrða og sama máli myndi gegna um aðra meðlimi skipshafnarinnar. Hér er þá komin aðferð, sem er eins kon- ar sambland af röðun og stigamati, ef við lítum á peningaskalann í aðferðinni sem eins konar stig. Störfin eru sem sagt borin saman innbyrðis, ekki í heild, held- ur á grundvelli þeirra þátta, sem taka á með í matið og síðan er hvert starf verð- lagt innan samanburðarstiga hvers þáttar eftir því, sem matsmennirnir álíta réttast. Það hefur þótt galli á þessu kerfi að nota peningaeiningar og til þess að bæta úr þessu hefur stundum verið farin sú leið að setja upp skala fyrir hvern þátt, þannig að andlegar kröfur væru, t. d., metnar eftir stigum frá 0 og upp í 100, leiknikröfur frá 0 og upp í 400, líkam- legar kröfur frá 0—100 og vinnuskilyrði 0—100. Frá sálfræðilegu sjónarmiði er eflaust mikil bót að þessu og óhjákvæmi- legt þar, sem launabreytingar eru tíðar. Þessi lauslega útskýring á þáttasaman- burðaraðferðinni verður látin nægja. í henni er vissulega fólgið kerfisbundið starfsmat, en það er í eðli sínu flóknast af hinum fjórum aðferðum og hefur oft reynzt örðugt að útskýra eðli þess og uppbyggingu fyrir starfsmönnum, enda vantar talsvert upp á, að það standist samanburð við stigamat að því er ná- kvæmni og skýrleik varðar, en því ætla ég nú að víkja að. Stigamat. Þessi aðferð mun fyrst hafa komið fram um 1925. í því eru störfin rannsökuð af mun meiri nákvæmni en í hinum kerfun- um, sem áður hefur verið drepið á. Ef við lítum nú á sýnishorn af stigakerfi (sjá töflu), sjáum við, að það fyrsta, sem gera þarf í uppbyggingu þess, er að ákveða þá þætti eða kröfur, sem kerfið á að byggj- ast á. Eins og gefur að skilja, er það í sjálfu sér matsatriði, hvaða þætti skuli taka með og hversu marga. Fer það að 8 ÁSGARÐUR

x

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja
https://timarit.is/publication/1581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.