Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 15.03.1965, Blaðsíða 15
í hinni vistlegu baðstofu S.Í.B.S. á
sjöttu hæð eru frambornar myndarlegar
veitingar fyrir starfsfólk og ber þar ýmis-
legt á góma yfir rjúkandi kaffibollum
og glæsilegu meðlæti.
Komið við á kjörstað.
Yfirkjörstjórn atkvæðagreiðslunnar er
til húsa í kennarastofu skólans, þar sem
kosið er, en hana skipa þau Hrefna Sig-
valdadóttir, Hörður Bjamason og Þor-
steinn Óskarsson, sem er varamaður Ein-
ars Ólafssonar, sem er fjarverandi úr
bænum. Þá er og Þórður Hjaltason þeim
til aðstoðar.
Þau bera sig illa yfir dræmri sókn og
láta í það skína, að fólk sé orðið vant
því að hugsað sé fyrir það að minnsta
kosti í félagsmálum, og Þorsteinn segir,
að vinnuþrælkunin drepi allan áhuga
fólks fyrir félagsstörfum og í raun og
veru sé varla hægt að halda uppi neinni
eðlilegri áhugastarfsemi, þegar fólk hafi
ekki tíma til neins nema rétt að sofa og
eta.
Þegar komið er niður á neðri hæð hitt-
ist svo á, að í þriðju kjördeild er að greiða
atkvæði lágvaxinn, snaggaralegur, rosk-
inn maður, sem blaðið víkur sér að og
spyr heiti.
„Ég heiti Ólafur Blöndal og starfa hjá
Sauðfj árveikivörnunum“.
„Og hvert er starf þitt?“
„Ja, það tæki langan tíma að telja þau
öll upp,“ segir Ólafur og brosir, „en á
pappímum er ég kallaður skrifstofustjóri,
en í rauninni er ég ýmislegt fleira, og ef
þú nennir að hlusta, þá get ég látið þér
í té nokkrar upplýsingar um starf mitt.
Sauðfjárveikivarnir tóku til starfa sem
sjálfstæð stofnun í apríl 1937 og þá byrj-
aði ég að starfa þar. Þetta var alveg sér-
Ólafur Blöndal kýs.
stæð stofnun og engin fyrirmynd um bók-
hald eða annað og kom því í minn
hlut að „stilla“ upp bókhaldi, sem að
gagni mætti koma, þannig að réttar
greiðslur kæmu á tilheyrandi kostnaðar-
liði, og hefur bókhaldinu aldrei verið
breytt síðan. Starf mitt hefur því m. a.
verið allt bókhald stofnunarinnar, þar í
innifalin móttaka á skilagreinum frá um
28 fulltrúum, er hafa eftirlit með girð-
ingum og vörzlu á hinum ýmsu svæðum
á landinu. Það eru stórar fjárhæðir, sem
þessum fulltrúum er sent árlega, og skila-
greinar þurfa að berast vel tímanlega
fyrir hver áramót. Þá hef ég og haft
gjaldkerastarf með höndum að öllu leyti
síðan 1947. Einnig hef ég með að gera
móttöku á öllu girðingarefni, sem pantað
ÁSGARÐUR 15