Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 15.03.1965, Blaðsíða 6

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 15.03.1965, Blaðsíða 6
er það hugtak, sem fólgið er í orðinu eng- an veginn nýtt. Hvarvetna, sem kaup- gjald hefur verið ákveðið á grundvelli launaflokka, hefur starfsmat með einum hætti eða öðrum verið lagt til grundvallar. Fyrir rúmum fjórum áratugum var farið að leitast við í Bandaríkjum Norður- Ameríku, því landi, sem hefur verið eins konar vöggustaður þeirrar fræðigreinar, sem fæst við stjórnun og rekstrarskipu- lagningu í atvinnulífinu, að ákveða launa- hlutföll á grundvelli kerfisbundins mats á þeim kröfum, sem einstök störf voru talin gera til þeirra, sem leystu þau af hendi. Það var álit frumkvöðlanna á þessu sviði, að þetta vandamál hlyti að vera unnt að leysa á réttlátari og skipulegri hátt, en tíðkazt hafði. A þeim tíma, sem liðinn er síðan, hefur kerfisbundið starfs- mat verið að þróast smátt og smátt og náð útbreiðslu í mörgum löndum og hvergi meiri en í Hollandi, þar sem það hefur farið fram á þjóðfélagslegum mælikvarða, ef svo mætti segja. Enn sem komið er, er kerfisbundið starfsmat hér á landi á nýj- ungarstigi. Um eins og hálfs árs skeið hefur hins vegar farið fram talsvert um- fangsmikill undirbúningur að því að taka kerfisbundið starfsmat í notkun í tveimur atvinnugreinum. Annars vegar er hér um að ræða störf, sem unnin eru á kaup- skipa- og varðskipaflota þjóðarinnar og hins vegar störf verksmiðjufólks. Er undirbúningi nú svo langt komið í báðum tilvikum, að unnt er að hefja sjálft matið, svo framarlega sem viðkomandi aðilar hafa samstöðu um lokatakmarkið. Aður en lengra er haldið er rétt að vekja athygli á því, að kerfisbundið starfs- mat má undir engum kringumstæðum líta á sem vísindalegt tæki. Eins og menn munu kynnast af eigin raun hér á eftir koma til álita alls konar mats- og dóm- greindar atriði við uppbyggingu þess kerfis, sem nota á og sömuleiðis við sjálft matið og það væri rangfærsla á staðreynd- um að orða vísindi í því sambandi. Hinu verður ekki haggað, að engin leið er þekkt betri en kerfisbundið starfsmat til að ákveða réttlát launahlutföll. I kerfisbundnu starfsmati er það starfið sjálft, sem er kjami málsins. Persónuleg einkenni, heiti, aldur, kyn, menntun og líkamlegt atgervi þess, sem starfinu gegn- ir, skipta ekki máli og ekki heldur iðni, ástundun, reglusemi, afköst o. þ. h. Til er nokkuð, sem heitir persónumat, en það er ekki til umræðu hér. Tilgangur kerfisbundins starfsmats er sem sagt sá að meta þær kröfur, sem einstök störf gera til þeirra, sem þau inna af hendi, þannig, að unnt sé að haga launum fyrir þau í réttlátu hlutfalli við kröfumar. Hvaða kröfur þetta eru, sem meta skal, fer að nokkru leyti eftir því, hvaða störf er um að ræða, en að þessu verður vikið síðar. Til viðbótar má bæta því við, að starfs- matið sem slíkt ákveður ekki launataxt- ann eða skalann, heldur ákveður það að- eins eins og áður segir launahlutföll og getur í þeim skilningi verið hjálpartæki við að raða störfunum í launaflokka. Samningar um kaup og kjör eru því jafn ómissandi og áður. Það gefur auga leið, að hafi launahlutföll verið ákveðin með starfsmati, hafa laun verið ákveðin fyrir öll störfin, þegar laun hafa verið ákveðin fyrir eitt starf. Starfsaldursálag og annað þess háttar, sem í eðli sínu er einstaklings- bundið, er að sjálfsögðu óháð niðurstöðum starfsmatsins. Skal nú vikið að hinu eiginlega starfs- mati. 6 ÁSGARÐUR

x

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja
https://timarit.is/publication/1581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.