Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 15.03.1965, Blaðsíða 13

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 15.03.1965, Blaðsíða 13
ALLSH ERJAR ATKVÆÐAGREIÐSLAN Tillaga um uppsögn samninga. I lögum um kjarasamninga opinberra starfsmanna eru ákvæði um uppsögn kjarasamninga starfsmanna ríkisins, og fjallar fimmti kafli laganna um hana, en fimmti kafli er aðeins ein grein og er svohljóðandi: ,,22. gr. Stjórn Bandalags starfsmanna ríkis og bæja tekur af þess hendi ákvörð- un um uppsögn kjarasamnings, en um ákvörðun hennar skal fara fram alls- herjaratkvæðagreiðsla starfandi ríkis- starfsmanna, er í hlut eiga, til samþykktar eða synjunar. Þegar bandalagsstjórn tekur ákvörðun skv. 1. málsgrein skal hún skipuð eins og þegar hún velur Kjararáð samkvæmt 3. grein. A stjórnarfundi 8. janúar s.l. samþykkti stjórn B.S.R.B. með öllum atkvæðum eftirfarandi tillögu ásamt greinargerð: Með tilvísun til 8. og 22. gr. laga nr. 55/1962, um kjarasamninga opinberra starfsmanna, samþykkir stjórn Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, að segja upp núgildandi kjarasamningi og dómi Kjara- dóms frá 3. júlí 1963. Greinargerð: Ástæður fyrir framangreindri ákvörðun bandalagsstjórnar eru m. a. eftirfarandi: 1. Verðlag hefur hækkað mikið frá gildistöku núverandi launastiga. Hef- ur vísitala framfærslukostnaðar hækkað um 23.5% frá þeim tíma. 2. Laun opinberra starfsmanna eru nú lægri en raunverulegar launagreiðsl- ur til sambærilegra starfshópa á frjálsum launamarkaði. 3. Dómur Kjaradóms frá 3. júlí 1963 gekk ekki nægilega til móts við rétt- mætar kröfur B.S.R.B. 4. Leiðréttinga er þörf á skipun þeirra starfa í launaflokka, sem vanmetin eru. 5. í núgildandi samningum fékkst ekki viðurkennd sérstaða þeirra starfs- manna, sem höfðu langa starfs- reynslu, en gegndu störfum, sem þar er skipað í launaflokka eftir prófum. 6. Vinna þarf áfram að leiðréttingu á launakjörum kvenna. 7. Endurskoðunar er þörf á ákvæðum Kjaradóms um vinnutíma, yfirvinnu o. fl. Stytta þarf vinnutíma og af- marka hann greinilega. Ennfremur tilgreina nákvæmlega og samræma önnur starfskjör. Undirbúningur allsherjar- atkvæðagreiðslu. Þar eð sýnt var undir eins á s.l. hausti, að samningum við ríkisstjórnina yrði sagt upp, þá er lög leyfðu, skipaði stjórn B.S. R.B. eftirtalda menn í yfirkjörstjórn: Einar Ólafsson, Hörð Bjarnason og Hrefnu Sigvaldadóttur. Það var svo um miðjan nóvember, að yfirkjörstjórn hélt sinn fyrsta fund og skipti þá með sér verkum þannig, að Einar Ólafsson tók að sér formennsku og Hörður Bjarnason störf ritara. Sýnt var undir eins í fyrstu, að megin undirbúningur allsherjarat- kvæðagreiðslunnar yrði fólginn í samn- ingu kjörskrár og var skrifstofu B.S.R.B. falið það starf, og má því segja að þau Haraldur Steinþórsson, Þólrður Hjalta- son og Ása Kristjánsdóttir hafi borið hita og þunga dagsins við undirbúning- inn. ÁSGARÐUR 13

x

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja
https://timarit.is/publication/1581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.