Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 15.03.1965, Blaðsíða 9

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 15.03.1965, Blaðsíða 9
Tafla X. Tafla 2. Dæmi um stigakerfi með 12 þáttum. Gráður og stig Þættir 1. 2. 3. 4. 5. 6. 1. Menntun 15 30 45 60 75 90 2. Reynsla 25 50 75 100 125 150 3. Frumkvæði 15 30 45 60 75 90 4. Líkamleg áreynsla .. 6 12 18 24 30 36 5. Andleg áreynsla .... 6 12 18 24 30 36 6. Sjónbeiting 7. Ábyrgð á tækjum og 6 12 18 24 30 36 vélum 8. Ábyrgð á efni og 4 8 12 16 20 24 vörum 9. Ábyrgð á trúnaðar- 4 8 12 16 20 24 upplýsingum 10. Ábyrgð á skýrslum 4 8 12 16 20 24 og skjölum ?? ?? ? 11. Vinnuskilyrði 6 12 18 24 30 36 12. Slysahætta 5 10 15 20 25 30 Lágmarks stigat. 100 Hámarks stigat. 600 sjálfsögðu fyrst og fremst eftir eðli þeirra starfa, sem meta skal, eins og áður hefur verið drepið á. Dæmi eru til þess, að allt upp í 42 þættir hafa verið notaðir, en almennt er talið að 8—12 þættir eigi að nægja. I kerfinu, sem við höfum fyrir framan okkur eru þættirnir 12, þ. e. a. s. menntun, reynsla, frumkvæði, líkamleg áreynsla, andleg áreynsla, sjónbeiting, ábyrgð á tækjum og vélum, ábyrgð á efni og vörum, ábyrgð á trúnaðarupplýsing- um, ábyrgð á skýrslum og skjölum, vinnu- skilyrði og loks slysahætta. Þetta kerfi hefur verið notað bæði fyrir skrifstofu- störf og líkamlega vinnu. Onnur kerfi eru til, sem miða eingöngu við annað hvort. Næsta skrefið er að ákveða í hversu margar gráður hverjum þætti skuli skipt og jafnframt að skilgreina hverja gráðu. Ef við tökum reynslu sem dæmi um þetta, mundi gráðskiptingin miðast við þann reynslutíma, sem þyrfti, að tilskilinni Dæmi um gráðuskilgreiningu þátta. 1. þáttur: Menntun. Fyrsta gráða: Lestrar- og skriftarkunnátta. Onnur gráða: Barnaskólamenntun. Þriðja gráða: Gagnfræðaskólamenntun eða samþærileg menntun. Fjórða gráða: Menntaskóli eða samsvarandi. Fimmta gráða: Tvö ár í háskóla eða sam- svarandi. Sjötta gráða: Háskólapróf. 2. þáttur: Reynsla. Sá reynslutími. sem þarf að til— skilinni nauðsynlegri menntun til að geta innt starf af hendi á fullnægjandi hátt: Fyrsta gráða: Allt að 2 mán. Onnur gráða: Frá 2—6 mán. Þriðja gráða: Frá 6 mán. — 2 ár. Fjórða gráða: 2—4 ár. Fimmta gráða: 4—6 ár. Sjötta gráða: Meira en 6 ár. Skilgreina þarf með sama hætti hina 10 þættina. nauðsynlegri menntun, til þess að geta ynnt starfið af hendi á fullnægjandi hátt. Fyrsta gráðan gæti verið allt að tveimur mánuðum, önnur gráða frá tveimur mán- uðum til hálfs árs o. s. frv. Er lokið væri þannig að skilgreina með svipuðum hætti allar gráður hinna 12 þátta, væri næsta skrefið að ákveða stigagildi þeirra. Við mundum byrja á hámarksstigagildinu og' þar með ákveða innbyrðis gildi hinna ein- stöku þátta og að því loknu ákveða stiga- gildi hinna einstöku gráða innan þáttanna. Að þessu loknu getum við sagt að mats- kerfið sé til reiðu. Ekki er þar með sagt, að unnt sé að hefja matið, því að mikilvægt atriði er eftir, þar sem eru starfslýsingar, en þær eru það hráefni, sem vinna skal úr. Starfs- lýsingar eru í sjálfu sér mikils virði án tillits til starfsmats, eins og t. d., þegar ÁSGARÐUR 9

x

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja
https://timarit.is/publication/1581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.