Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 15.03.1965, Blaðsíða 22

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 15.03.1965, Blaðsíða 22
Á ferð og flugi Miðvikudag'inn 24. febrúar s.l. bauð Flugmálastjóri ríkisins, Agnar Kofoed Hansen, kjararáði til spjalls og ráðagerða og fékk tíðindamaður blaðsins að fljóta með. Mætt var við flugturninn á Reykja- víkurflugvelli um fjögur leytið og tók þar flugmálastjóri á móti hópnum og sagði tilefni þessa boðs væri, að hann vildi gjaman, að fyrirsvarsmenn opin- berra starfsmanna kynntu sér það, sem fram færi á vettvangi flugmála eftir því sem hægt væri á stuttum tíma. Fyrst var borið niður á fimmtu hæð, þar sem er til húsa alls kyns öryggis- tæki varðandi flugið og viðhald þeirra. Deildarstjóri er Guðjón Tómasson og sýndi hann og útskýrði fyrir mönnum öll þau flóknu tæki, sem er þama að finna og gat þar meðal annars að sjá segul- bandsspólur, þar sem upp eru tekin öll viðskipti milli flugturns og flugvéla. Þá sýndi hann og, hvar hin ýmsu öryggis- tæki eru staðsett á landinu og hvers kyns tæki eru á hverjum stað. í sambandi við þessa deild er viðgerðar- stofa, þar sem annazt er um viðhald hinna ýmsu flóknu tækja, og starfa þar átta manns. Þeir hafa allir fengið marg- Agnar Kofoed Hansen. þætta menntun auk símvirkja- eða út- varpsvirkjaprófs. Gat flugmálastjóri þess, að þessir menn væru aðeins í 12. launa- flokki, og þegar væri orðið erfitt að halda í þá, því að bæði einkaframtakið og sjálft ríkið yfirbyði þá í launagreiðslum. Kvað hann það æði hart að göngu fyrir flug- málastjórnina að þurfa að sjá af þessum mönnum, sem fengið hefðu þjálfun og menntun á hennar vegum. Á sjöttu hæð ræður ríkjum Arnór H j álmarsson, yf irf lugumf erðarst j óri. Sýndi hann deild sína og mátti sjá á landakorti það landsvæði, sem flugum- ferðarstjómin á Reykjavíkurflugvelli annast. Þarna sátu að störfum einir fimm eða sex menn og virtust mjög önnum kafnir. Amór sýndi okkur, hvernig hann 22 ÁSGARÐUR

x

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja
https://timarit.is/publication/1581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.