Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 15.03.1965, Blaðsíða 19

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 15.03.1965, Blaðsíða 19
Stjórn Félags íslenzkra símamanna. Agúst Geirsson: Félag íslenzkra símamanna 50 ára Um leiS og Ásgarður árnar símafólki til hamingju með gifturíkt fimmtíu ára félags- starf, þá er blaðinu ljúft að birta hér á eftir sögu símafélagsins í stórum dráttum, tekna saman af formanni F.Í.S, Ágústi Geirssyni, eftir beiðni ritstjóra Ásgarðs. Þann 27. febrúar s.l. voru 50 ár liðin frá því að 5 starfsmenn landssímans komu saman hér í Reykjavík í þeim tilgangi að stofna með sér stéttarfélag, til að vinna að hagsmunamálum íslenzkra símamanna. Stofnendur voru innan við 20 að tölu og félagið hlaut nafnið Félag íslenzkra símamanna — F.I.S. Fyrsti formaður fé- lagsins var Ottó B. Arnar loftskeytafræð- ingur og með honum í stjórn voru Adolf Guðmundsson símritari og Kristjana Blöndahl skrifstofustúlka. Þó að félagið væri fámennt í upphafi var áhugi félagsmanna þeim mun meiri. Strax tæpum tveimur mánuðum eftir stofnun félagsins kom út fyrsta tölu- blaðið af málgagni þess, blaðið Elektron, er síðar varð Símablaðið. Fyrsti ritstjóri þess var Ottó B. Arnar. Blaðið hefur síðan komið út óslitið í 50 ár og síðustu 40 árin hefur Andrés G. Þormar verið ritstjóri þess. Það hefur verið aðal baráttutæki félagsins og símamannastéttarinnar og sterkur tengiliður milli hinna dreifðu fé- lagsmanna um allt land. Þá var það strax á fyrsta ári að til átaka kom um launamál símamanna og neyddist félagið til að hóta verkfalli til að ná kröfum sínum fram. Ekki kom þó til verkfalls því gengið var að kröfum fé- lagsins, en talið er að þetta hafi orðið til þess að lögin um bann við verkföllum opinberra starfsmanna voru sett á næsta alþingi. Sá sigur, sem símamenn unnu í þessari fyrstu launabaráttu sinni, varð til þess að þeim varð þá almennt ljóst, hve mikla þýðingu félagssamtökin höfðu fyrir stéttina. Félagið var orðinn sá aðili, sem ekki var gengið framhjá. Árið 1919 stóð félagið að stofnun fyrsta bandalags opinberra starfsmanna, er Sam- band starfsmanna ríkisstofnana var stofn- að. Síðar stóð svo félagið að stofnun Full- ÁSGARÐUR 19

x

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja
https://timarit.is/publication/1581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.