Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 15.03.1965, Blaðsíða 20
trúaráðs félaga opinberra starfsmanna, er
var upphafið að Bandalagi starfsmanna
ríkis og bæja. Stofnfundur þess var ein-
mitt haldinn í húsakynnum F.I.S. 28.
janúar 1941.
Árið 1930 var stofnaður lánasjóður
símamanna, sem ætlað var það hlutverk
m. a. að lána til íbúðabygginga. Síðar
beitti félagið sér fyrir stofnun bygginga-
samvinnufélags, en þetta tvennt hefur
hjálpað til þess, að stór hópur símamanna
býr nú í eigin íbúðum.
Árið 1931 reisti félagið sitt fyrsta
sumardvalarheimili að Elliðahvammi við
Reykjavík. Á eftir fylgdu svo sumarheim-
ilin í Vaglaskógi, Egilsstaðaskógi og í
Tungudal við Isafjarðarkaupstað. Félagið
rekur enn hin þrjú síðastnefndu og njóta
þau mikilla vinsælda símamanna og fjöl-
skyldna þeirra og eru mikið notuð, enda
byggð á hinum fegurstu stöðum.
Árið 1933 stofnaði F.Í.S. styrktarsjóð,
sem styrkir félagsmenn í veikindum, bág-
um heimilisástæðum og öðrum vanda.
Þá rekur félagið menningar- og kynn-
ingarsjóð til aukinnar menntunar og
kynningar innan stéttarinnar. Félagið
rekur einnig fleiri sjóði, svo sem hús-
byggingasjóð og verkfallssjóð.
Á 20 ára afmæli félagsins gaf þáverandi
póst- og símamálaráðherra, Haraldur
Guðmundsson, út starfsmannareglur
Landssímans, sem fólu í sér miklar rétt-
arbætur fyrir símamenn og áttu sér ekki
hliðstæðu hér á landi. Það var ekki fyrr
en tæpum tuttugu árum síðar, að lögin
um réttindi og skyldur starfsmanna rík-
isins voru sett.
Árið 1953 náðist einnig merkur áfangi
í starfssögu félagsins. Þáverandi póst- og
símamálaráðherra, Björn Ólafsson, gaf
þá út reglugerð um Starfsmannaráð
Landssímans, sem skipað er fulltrúum
frá félaginu og landssímanum. Hlutverk
Starfsmannaráðs er að fjalla um öll mál,
er varða launakjör starfsmanna, stöðu-
veitingar og önnur mál, er varða hags-
muni stéttarinnar eða einstakra starfs-
manna. Einnig er ráðinu ætlað að kynna
sér hag og rekstur Landssímans, gera til-
lögur um breytingar á rekstrinum og leit-
ast við að auka áhuga starfsmanna á því
sem betur mætti fara í rekstrinum.
Félag ísl. símamanna er landsfélag og
félagsmenn nú nær 700 að tölu. Það
starfar í 19 deildum, 6 í Reykjavík og
13 úti á landi. Deildirnar kjósa 19 manna
félagsráð, er kýs sér síðan 5 manna fram-
kvæmdastjórn, en hana skipa nú: Ágúst
Geirsson, formaður, Guðlaugur Guðjóns-
son, varaformaður, Hörður Bjarnason,
ritari, Bjarni Ólafsson, gjaldkeri, og Sig-
urður Baldvinsson, meðstjórnandi. I vara-
stjóm eru Aðalsteinn Norberg og Hulda
B. Lárusdóttir.
Landsfundi halda símamenn þriðja
hvert ár og sækja þá fulltrúar allra deilda
félagsins.
Félagið minntist fimmtugs afmælisins
með hátíðafundi í Háskólabíói í Reykja-
vík, á afmælisdaginn þann 27. febrúar,
við mikið fjölmenni. Ingólfur Jónsson,
póst- og símamálaráðherra, Gunnlaugur
Briem, póst- og símamálastjóri og Kristján
Thorlacíus, formaður B.S.R.B., fluttu
ávörp. Ottó B. Arnar, fyrsti formaður
félagsins og heiðursfélagi, flutti einnig
ávarp og Andrés G. Þormar, sem lengst
hefur verið formaður félagsins, rifjaði
upp ýmis atriði úr sögu þess. Kór síma-
manna söng undir stjóm Þórarins Guð-
mundssonar og ýmsir ágætir listamenn
skemmtu.
Nokkrar deildir F.Í.S, utan Reykjavík-
ur minntust einnig þessara merku tíma-
móta í sögu félagsins með ýmsu móti.
20 ÁSGARÐUR