Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 15.03.1965, Blaðsíða 14
Á öðrum fundi yfirkjörstjórnar var
ákveðið, að ríkisstarfsmenn, sem ekki
eiga aðild að B.S.R.B. yrðu settir á sér-
staka kjörskrá og þeim síðan gefinn kost-
ur á að greiða atkvæði sem öðrum ríkis-
starfsmönnum um uppsögn samninga.
Yfirkjörstjórn hélt sex fundi fyrir alls-
herjaratkvæðagreiðsluna og skipaði m. a.
undirkjörstjórnir í þeim kaupstöðum og
kauptúnum, er kjósa átti í utan Reykja-
víkur, sem voru sjö.
Yfirkjörstjórn samþykkti, að fjórar
kjördeildr yrðu í Reykjavík og skipaði
48 undirkjörstjórnarmenn þar ásamt 12
varamönnum.
Kjördagur.
Norðangarðurinn hefur gengið niður
og veður er hið ákjósanlegasta í Reykja-
vík, laugardaginn, þegar allherjarat-
kvæðagreiðslan hefst klukkan tvö eftir
hádegi í gagnfræðaskólanum í Vonar-
stræti. Kjörsókn er allfjörug fyrsta hálf-
tímann, en dregur svo nokkuð úr henni
og hel?t all jöfn fram til kvölds.
Áróðursnefndin og Haraldur.
Yfirkjörstjórn á kjördegi.
Á skrifstofu B.S.R.B. á Bræðraborgar-
stíg er ys og þys, er þar m. a. saman
komin nefnd sú, er á að stjórna öllum
áróðri, en í henni eiga sæti stjórnarmenn-
irnr, Kristján Thorlacius, Magnús Egg-
ertsson og Teitur Þorleifsson, allt vanir
st^íðsmenn úr annars konar atkvæða-
greiðslum. Að sjálfsögðu sér maður og
Haraldi Steinþórssyni bregða fyrir, en
hann hefur haft eins og hér að framan
getur mestan veg og vanda af undirbún-
ingi þessa stórfyrirtækis. Nokkrir full-
trúar frá stærri félagasamtökum eru og
að starfa þarna á skrifstofunni og á skrif-
stofu Starfsmanna ríkisstofnana sitja
nokkrir framámenn þess félags og bera
saman ráð sín. Mönnum þykir kjörsókn
dræm og ýmsir láta orð falla um það, að
margir opnberir starfsmenn haldi, að
engu máli skipti, hvort þátttaka verði
slæm eða góð. Það er þó á mönnum að
heyra, að sunnudagurinn verði betri dag-
ur, þó ekki verði af öðrum ástæðum en
þeim, að íslendingar eru vanastir að
kjósa á sunnudögum.
14 ÁSGARÐUR