Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 15.03.1965, Blaðsíða 4

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 15.03.1965, Blaðsíða 4
Haraldur Steinþórsson: Öhœf málsmeðferð Eins og frá er skýrt í síðasta tbl. Ás- garðs, þá fjallaði Félagsdómur um ágrein- ing varðandi yfirvinnukaup vaktavinnu- manns (Hauks Jóhannessonar). Þegar dómur liggur fyrir í slíku ágrein- ingsmáli, mætti ætla, að það væri þar með úr sögunni og vandinn leystur. Því er nú ekki svo farið í þetta skipti, og valda því sérkennileg vinnubrögð Félagsdóms og fjármálaráðuneytis. Kröfugerð málflytjenda B.S.R.B. í máli þessu fyrir Félagsdómi var ótvíræð, en hann krafðist: „að dæmt yrði, að nefndur Haukur eigi, er hann vinnur yfirvinnu í þágu radíóflugþjónustunnar, rétt til næturvinnugreiðslu fyrir þann tíma, sem fer fram úr 2 klst., þótt yfirvinna sé unnin á tímabilinu milli kl. 08.00 og 19.00.“ Lagði málflytjandi B.S.R.B. áherzlu á það, að skv. reglugerð þeirri um yfir- vinnu starfsmanna ríkisins, sem gilti fyrir dóm Kjaradóms, hefði verið ákveðið, að hámark eftirvinnu væri 4 tímar á dag. Hefðu aðilar verið sammála um það í kröfum sínum fyrir Kjaradómi, að í stað þessara tímamarka kæmu 2 klst. Var þessu ekki mótmælt af málflytjanda ríkisins, enda gerði samninganefnd ríkisins aldrei kröfu um að skerða rétt ríkisstarfsmanna í þessu efni. Niðurstaða Félagsdóms í rökstuðningi hans um kröfu þessa er svohljóðandi: „Ber samkvæmt þessu að taka þennan kröfulið stefnanda til greina“. Síðan gerist það undarlega, að í dóms- orði Félagsdóms er ekki tekið upp orða- lag kröfugerðarinnar, sem fallizt er á í rökstuðningnum, heldur er þar endur- tekið það orðalag kjaradóms, sem ágrein- ingurinn stóð um. Þannig verður afgreiðsla Félagsdóms á málinu myrk og torráðin, eins og hjá véfréttinni í Delfí, í stað þess að gefa af- dráttarlausa og réttláta niðurstöðu. B.S.R.B. taldi að Félagsdómur hefði þarna staðfest kröfu bandalagsins. Þetta sjónarmið kemur einnig fram í bréfi sem fjármálaráðuneytið sendi for- stöðumönnum ríkisstofnana 13. okt. 1964, en þar segir orðrétt: „ . . . af dómi Félagsdóms, sem kveðinn var upp 1. þ. m., leiðir, að greiða skal starfsmönnum ríkisins, sem vinna vöku- vinnu, næturvinnukaup fyrir yfirvinnu. Þó skal greiða eftirvinnukaup fyrir tvær fyrstu yfirvinnustundirnar, ef þær eru unnar á tímabilinu kl. 8.00 til 9.00 virka daga og kl. 8.00 til 13.00 laugardaga“. Síðan gerist það, að fjármálaráðuneytið snýr alveg við blaðinu í bréfi 9. des. 1964. Telur það umræddan dóm einungis gilda um yfirvinnu, sem sé í beinu framhaldi af reglulegri vinnuvöku. Síðan segir orð- rétt: „Vinni vaktavinnumaður hins vegar yfirvinnu, sem ekki er í beinu framhaldi af reglulegri vinnuvöku, greiðist slík yfir- vinna með eftirvinnukaupi, að svo miklu leyti sem yfirvinnan er unnin á tímabil- inu kl. 9—19.“ Framhald á bls. 26. 4 ÁSGARÐUR

x

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja
https://timarit.is/publication/1581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.