Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 15.03.1965, Blaðsíða 12
því takmörk, hve víðtækt notagildi kerf-
isbundins starfsmats fyrir opinber störf
gæti orðið, er nákvæmni sjálfs matskerf-
isins. Þannig væri t. d. lítt hugsandi, að
unnt væri að byggja upp svo víðtækt
kerfi, að gera mætti skil sérhæfðum störf-
um á grundvelli langskólamenntunar og
æðri ábyrgðarstörfum í sömu andránni
og störfum afgreiðslufólks eða verka-
manna, svo dæmi sé tekið. Ekkert kerfi
mundi geta gert greinarmun á starfi
heilaskurðlæknis og lyflæknis, á starfi
prófessors í hagfræði eða heimsspeki, á
starfi sýslumanns eða dómara svo eitt-
hvað sé nefnt. Þrátt fyrir þetta, hygg ég,
að sama starfsmatskerfið væri hægt að
láta ná til mikils meiri hluta opinberra
starfa, en sérstaka rannsókn þyrfti að láta
fara fram á þessu, ef hefjast skyldi handa
um að koma starfsmati á á þessum vett-
vangi.
Sú spurning hefur stundum skotið upp
kollinum, hvort unnt sé að styðjast við
kerfisbundið starfsmat miðað við núver-
andi launaskipan til þess að leysa úr ein-
stökum vandamálum, sem upp koma
vegna samanburðar milli einstakra stétta
og vil ég því nota tækfærið til að láta í
ljós þá skoðun mína, að slíkt sé vonlítið
til raunhæfs árangurs. Eins og öll önnur
tæki hefur kerfisbundið starfsmat sitt sér-
staka hlutverk og sé því ætlað að leysa
önnur verkefni, en það er sniðið fyrir, er
lítils árangurs að vænta.
Að lokum þetta: Reynsla annarra
þjóða, sem tekið hafa upp starfsmat,
bendir til þess, að einnig hér á landi ætti
það að gefa góða raun. En kapp er bezt
með forsjá, og því aðeins er góðs árang-
urs af því að vænta, að fullur skilningur
skapist á eðli þess, kostum og takmörk-
unum.
/
Urslit mála fyrir Kjaranefnd
Kjaranefnd er í lögum um kjarasamn-
inga opinberra starfsmanna ætlað það
hlutverk, að skera til fullnustu úr ágrein-
ingi samningsaðila um skipun einstakra
manna í launaflokka og einnig dæma um
ágreining varðandi vinnutíma.
Hefur Kjaranefndin fengið mörg mál
til úrskurðar, og hafa þeir Guðjón Bald-
vinsson og Haraldur Steinþórsson verið
málflytjendur þar á vegum samtakanna.
í janúarlok 1965 lágu fyrir dómar í
þeim málum, sem þá höfðu verið lögð
fyrir Kjaranefnd, en nokkur mál hafa
bætzt við síðan.
Höfðu þá verið kveðnir upp úrskurðir
í 384 málum, sem snertu 426 einstaklinga.
Árangur var þessi:
Krafa um hækkun launa eða
styttingu á vinnutíma sam-
þykkt að fullu ............... 124 einst.
Nokkur hækkun eða lagfæring 147 —
Óbreytt ........................ 155 —
Alls 426 einst.
Eitthvað mun vera um það, að aðrir
einstaklingar hafi hækkað í launaflokki
vegna þessara úrskurða, og stytting
vinnutíma úr 48 klukkustundum í 44
klukkustundir hjá línumönnum Land-
símans og afgreiðslumönnum í Fríhöfn
var viðurkennd hjá þessum starfshópum
eftir að prófmál höfðu unnizt.
Dómarar í Kjaranefnd eru: Páll Páls-
son, lögfræðingur formaður, Ragnar
Ólafsson, lögfræðingur og Ólafur Björns-
son, prófessor (tilnefndir af Hæstarétti),
Kristján Thorlacius (tilnefndur af B. S.
R. B.) og Jón Þorsteinsson, alþingismað-
ur (tilnefndur af fjármálaráðherra).
12 ÁSGARÐUR