Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 15.03.1965, Blaðsíða 11

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 15.03.1965, Blaðsíða 11
Venjulega er það tíðkað að nota launa- flokka og fær þá kúrfan á sig tröppumynd. Þrepin milli launaflokkanna þurfa ekki heldur að vera jöfn, en hugsa mætti sér t. d. að láta ákveðna hundraðstölu ráða, t. d. 5%. Sé talið ráðlegt að gera ráð fyrir breytilegu kaupi innan hvers flokks, t. d. vegna persónumats eða starfsaldurs eða af öðrum ástæðum, má gera ráð fyrir að kúrfan líti þannig út: -------^ Stigagildi Lokaorð. Ég hefi leitazt við að lýsa kerfisbundnu starfsmati í stórum dráttum og vonast til, að menn séu nokkru fróðari eftir. Að sjálf- sögðu hefur mo'rgu verið sleppt, sem ástæða hefði verið til að minnast á. Þegar svo er komið, að áhugi gerir vart við sig á því að taka upp starfsmat hér á landi hljóta hagsmunaaðilar að kynna sér málið til hlítar og mynda sér skoðanir um það til hvers sé að vinna og eins um hitt, hvort einhverjir agnúar fylgi því að taka það upp. Auk þess að hafa í för með sér réttlát- ari launaskiptingu en ella, má fullyrða, að einn af fylgifiskum starfsmatsins sé hvatning' til einstaklingsins til þess að auka á kunnáttu sína og starfshæfni, því að nú getur hann fengið að vita, hvaða kröfur fylgja einstökum störfum og jafnframt, að meiri starfskröfum fylgja betri laun. Þann- ig gæti duglegum einstaklingi opnast ný leið til kjarabóta, sem gæti orðið góð til- breyting frá hinni hefðbundnu kjarabar- áttu. Ekki væri óhugsandi heldur, að ná- kvæmar starfslýsingar myndu leiða til ráðstafana af hálfu fyrirtækja til þess að bæta skipulag og verkaskiptingu starfs- fólks. Væri þetta allt að sjálfsögðu góðra gjalda vert. Vart yrði því tekið með þegjandi sam- þykki, að laun lækkuðu í nokkru tilviki fyrir tilkomu starfsmats og yrði því að gera ráð fyrir, að leiðrétting launahlut- falla með starfsmati gengi því í hina átt- ina, að hækka laun fyrir viss störf. Af þessu myndi leiða einhverja hækkun launakostnaðar. Reynslan erlendis er, að þessi hækkun nemi allt frá nokkrum fo upp í 2—4%. Eftir að lesandinn hefur nú öðlazt laus- lega kynningu af kerfisbundnu starfs- mati og sé hann eins og vænta má opin- ber starfsmaður, vaknar að líkindum í huga hans sú spurning, hvort hér sé um að ræða leið, sem fallin væri til þess að ákveða launahlutfall fyrir störf á vegum hins opinbera. I stórum dráttum álít ég að svo sé, enda þótt nokkurn fyrirvara þurfi að hafa þar á. Það sem óhjákvæmilega hlyti að setja ÁSGARÐUR 11

x

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja
https://timarit.is/publication/1581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.