Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 15.03.1965, Blaðsíða 23

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 15.03.1965, Blaðsíða 23
með einu handtaki gæti náð símasam- bandi vð næstu flugvelli bæði í Evrópu og Ameríku. Fengum við að heyra til flugumferðastjóra báðum megin hafs. Efst í tuminum er radar flugvallarins m. a. staðsettur og fengum við að fylgjast með flugvél á radarnum, sem var á leið til Vestmannaeyja. Að lokinni yfirferð um efstu hæðar turnsins bauð flugmálastjóri til kaffi- drykkju á einkaskrifstofu sinni, sem er á fjórðu hæð. Var ýmislegt spjallað yfir rjúkandi kaffi og rjómapönnukökum, og urðu menn fróðari um ýmsa þætti flugs- ins, og m. a. gat flugmálastjóri þess, að ekki hefði fjölgað að höfðatölu við störf í flugtuminum síðan 1947 fyrr en á þessu ári. Hann taldi alla aðstöðu mjöíg til fyrirmyndar og hefði mikil breyting orðið á til batnaðar, er flutt var í nýju bygg- inguna. Þegar staðið var upp frá kaffinu tjáði flugmálastjóri mönnum, að nú yrði flogið til Keflavíkurflugvallar og yrði mönn- um skipt í tvo hópa, þar eð flugvél flug- málastjórnarinnar væri ekki nægilega stór fyrir allan hópinn. Tíðindamaður blaðsins lenti í þeirri vélinni, sem flugmálastjóri stýrði. Lagði flugmálastjóri sig mjög í framkróka við að skýra hin ýmsu tæki og mæla flug- vélarinnar fyrir ráðsmönnum, og þóttust sumir hafa orðið margs fróðari. Flug- ferðin tók skamma stund og var lent eftir á að gizka tíu mínútna flug. Skömmu síðar kom svo vél frá flugskólanum Þyt með afganginn. Á Keflavíkurflugvelli voru skoðuð mjög fullkomin blindlendingartæki eða nánar tiltekið hluti af þeim, svo kallað „glite slope“. Tæki þessi eru mjög dýr og eru þau einu hérlendis sem þama eru. Á meðan tæki þessi voru skoðuð var ein flugvél Loftleiða ásamt nokkrum þotum frá Varnarliðinu að æfa lendingar með aðstoð þessara tækja. Flugmálastjóri gat þess, að amerískir aðilar fylgdust með viðhaldi á tækjum þessum, sem er al- gjörlega í höndum íslendinga, og höfðu þeir látið þá skoðun sína í ljós, að hvergi væri viðhaldið betra en hér. Að lokinni skoðun tækja þessara var haldið heimleiðis og flaug þá undirritað- ur með Þytarvélinni, sem er alveg ný af nálinni, mjög hraðfleyg og fullkomin. Lent var á Reykjavíkurflugvelli klukkan rúmlega sex og voru menn á einu máli um að þetta boð hafi tekizt með miklum ágætum og þökkuðu góðan greiða. ■— B. Frá kaupstöðunum Eftirfarandi úrslit urðu í atkvæða- greiðslu um uppsögn samninga í kaup- stöðunum: Með Móti Auð og uppsögn uppsögn óg. atkv. Kópavogur 41 í 0 Isafjörður 39 í 0 Vestmannaeyjar .. 54 0 1 Keflavík 37 4 0 Akranes 30 2 0 Akureyri 64 3 0 Reykjavík 367 24 0 Enn hafa ekki borizt fréttir um úrslit frá Hafnarfirði eða Siglufirði. Starfsmannafélag Reykjavíkur hefur að viðhafðri allsherjaratkvæðagreiðslu samþykkt að óska eftir aðild að lögum um kjarasamninga opinberra samninga. Var tillaga þar að lútandi samþykkt í fé- laginu með 221 atkvæði gegn 119. ÁSGARÐUR 23

x

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja
https://timarit.is/publication/1581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.