Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 15.03.1965, Blaðsíða 7

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 15.03.1965, Blaðsíða 7
Starfsmatskerfi. Á þeim fjörutíu til fimmtíu árum, sem starfsmatið hefur verið að þróast sem tækni, hafa margvísleg kerfi orðið til. Sammerkt með þeim öllum er það, að þau eiga öll rætur sínar að rekja til fjög- urra undirstöðu- eða aðalaðferða, sem allar hafa orðið til í Bandaríkjunum. Þessar fjórar aðferðir eru: 2. Röðun (ranking). 2. Flokkun (rating eða classification). 3. Þáttasamanburður (factor com- parison). 4. Stigamat (point method). Segja má, að tvær fyrstnefndu aðferð- irnar hafi núorðið lítið annað gildi en sögulegt. Fullyrða má, að sú síðasttalda sé langþekktust og útbreiddust. Á Norður- löndum eru flest starfsmatskerfi af þess- ari tegund og einnig má nefna, að hol- lenzka landskerfið byggist sömuleiðis á stigamati. Ég tel lítinn vafa á því, að verði farið út í starfsmat hér á landi á næstu árum, muni Islendingar einnig taka upp stiga- mat. Engu að síður er fróðlegt að minn- ast aðeins á eðli hinna aðferðanna, því að þær sýna okkur jafnframt, hvernig starfs- matið sem tækni hefur þróast. Mun ég því víkja stuttlega að þremur fyrsttöldu aðferðunum, en lýsa þeirri fjórðu dálítið ítarlegar. Röðwi. Þessi aðferð er elzt og jafnframt ein- földust. Gerðar eru starfslýsingar yfir þau störf, sem meta skal, og þær upplýs- ingar færðar inn á spjöld, sem síðan er raðað að hyggjuviti þeirra, sem matið framkvæma, frá því hæsta til þess lægsta, eftir því, hversu erfið og vandasöm ein- stök störf eru talin og hvers virði þau eru fyrirtækinu. Eiginlegu starfsmati er þar með lokið. Síðan er störfunum skipað í launaflokka. Þessi aðferð hefur að sjálfsögðu ýmsa annmarka, t. d. eins og þann, að ekki er tilgreindur nákvæmlega stigamunur hinna ýmsu launaflokka. Einnig er hætt við, að eldra mat á störfum hafi ósjálfrátt áhrif á hinn nýja dóm um gildi þeirra og jafn- vel einnig starfshæfni þeirra manna, sem þeim hafa gegnt. Það er því á takmörk- um, að þessa aðferð sé unnt að kalla kerfisbundið starfsmat, enda mætti þá segja, að ýmsir kjarasamningar, sem í gildi eru hér á landi, væru í rauninni byggðir á kerfisbundnu starfsmati, en ég held að enginn láti sér detta í hug, að svo sé. Flokkun. Þessari aðferð svipar að nokkru til röð- unaraðferðarinnar. Fyrsta skrefið er að rannsaka þau störf, sem meta á og ákveða þær megintegundir starfa, sem um er að ræða. Síðan eru þessar megintegundir nákvæmlega skilgreindar og flokkaskipan sett upp á grundvelli þess. Oll önnur störf eru síðan flokkuð þar eftir. Ef þurfa þykir frekari skiptingar við, má raða störfum innan hvers flokks til frekari samræm- ingar á svipaðan hátt og gert er í röðunar- aðferðinni, sem áður er lýst. Flokkun af þessu tagi byggist á eðli starfanna með tilliti til kunnáttu og þjálfunarþarfa, ákvarðanaskyldu, ábyrgðar á framkvæmd- um o. s. frv. og er í raun lítt annað gert, en að lýsa með svo og svo mörgum orðum eðli þeirra starfa, sem eiga heima í hin- um einstöku flokkum. Vandkvæði, sem þóttu gera vart við sig bæði við röðunar- og flokkunarað- ferðirnar, leiddu til þess, að fram komu nýjar aðferðir, sem byggðust á því að skipta hverju starfi niður í þætti og meta ASGARÐUR 7

x

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja
https://timarit.is/publication/1581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.