Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 15.09.1979, Side 15

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 15.09.1979, Side 15
að hann sé hlekkjaður við kerfið, en það er ekki nein gullkeðja sem heldur honum föstum, ef ein- hver skyldi halda það. Aðalinntakið í því sem hér er hefur verið sagt er í raun og veru það að „BÁKNIГ hefur ekki þanist út vegna aukins skrifræðis heldur vegna þess, að þjóðfélagið gerir sífellt meiri kröfur til opinberrar þjónustu og þeir eru varla til sem ef- ast um réttmæti þessarar þjónustu. Leiðir til skattahækkunar Við verðum að horfast í augu við það að laun þeirra sem vinna hjá ríki og bæjarfélögum koma aðallega gegnum skatta. Að vísu stendur sum þjón- usta undir sér, en slíkt verður fremur að telja undantekningu en reglu. í flestum iðnríkjum er Vs af þjóðarframleiðsl- unni greiddur í skatta, í einni eða annarri mynd. Þetta þýðir að einum þriðja af þjóðartekjun- um er skipt upp í nýtt. Það er enginn vafi á því, að verulegum hluta þessa fjár hefur verið varið til þess að þróa og bæta félagslega þjónustu sem nær til allra. Að minsta kosti þróaðist op- inber þjónusta fram í byrjun þesa áratugar, en þá kom bakslag í þá þróun og menn virtust ekki hyggja mikið að framtíðinni. Ein af fáum valdastofnunum sem það gerði, var verkalýðshreyfingin, sem hélt áfram að berj- ast fyrir bættri félagslegri þjónustu. Rökin voru þau, að það þyrfti að tryggja stöðugleika í þióð- félaginu, og að það þyrfti að vernda hina veikari. En þrátt fyrir þessa baráttu verkalýðssamtakanna þá dróst félagsleg þjónusta saman. Efnahagskreppa — niðurskurður Efnahagskreppan kom mörgum ríkisstjórnum í opna skjöldu. Þær komust aflt í einu að því að ríkisbúskapurinn hafði þanist of hratt út og var orðinn of umfangsmikill. Þessa skoðun studdu samtök verslunar og iðnaðar og auk þess er hinn almenni skattborgari alltaf hallur undir samdrátt- arhugmyndir, því að það finnst engum gaman að borga skatta, síst af öllu háa skatta, og það eru algeng viðbrögð — og kannski skiljanleg — að þeir sem fá kaup sitt greitt með sköttum — opin- berir starfsmenn — verði fyrir ýmiskonar gagnrýni og aðkasti. fafnvel í sósíalískum ríkjum hefur átt sér stað niðurskurður á félagslegri þjónustu. Dregin hafa verið saman útgjöld til mennta-, heilbrigðis- og félagsmála, með þeim afleiðingum að almenning- ur fær ekki eins góða þjónustu og áður. í að minnsta kosti 25 iðnríkjum hefur þróunin verið í þessa átt. Það er eðlilegt að menn leiti leiða til þess að halda kostnaði við félagslega þjónustu í lágmarki. Sú lausn að draga úr henni eða fella niður veiga- mikla þætti er þó óraunhæf, eins og sýnt er fram á í upphafi þessarar greinar. Lausnin — hagkvæmari rekstur Sú leið sem alltaf er fær er sú að auka hag- kvæmni í rekstri opinberra stofnanna. Til þess að hægt sé að auka hagkvæmni verða stofnanirn- ar að vera vel tækjum búnar og vel skipulagðar, og fólkið sem þar vinnur verður að vera það vel launað að það sé ánægt í starfi. En því miður þá gengur illa að ná þessum markmiðum því ríkis- vald á hverjum tíma fer alltaf einföldustu, en alls ekki bestu leiðina til sparnaðar, þá að skera sí- fellt niður fjárframlög með þeim afleiðingum a starfsemin fer meira og minna úr skorðum, hag- kvæmni minnkar og verulegir fjármunir fara t! spillis. Önnur tilhneiging sem vart hefur orðið á síð- ustu árum er sú að færa verkefni úr höndum ríkis og sveitarfélaga í hendur einkaaðila .Við þetta fækkar að sjálfsögðu opinberum starfsmönnum, en umdeilt er hvort þetta sparar fé. Verkið þarf að vinna eftir sem áður og oft fer það svo að þetta kostar fleiri milliliði og meiri skriffinnsku en ella hefði orðið. En ástæðan fyrir því, að verka- lýðsfélögunum er mjög illa við þessa þróun er sú, að þetta kemur mest niður á láglaunafólki þ. e. ófaglærða starfskraftinum, þeim sem vinna við hreinsun ýmiskonar, skurðgröft o. fl. Lokaorð. Koma þarf í veg fyrir þennan sífellda niður- skurð og alla þá óhagkvæmni sem honum fylgir. Tryggja þarf að fjöldi opinberra starfsmanna á hverjum vinnustað sé í samræmi við vinnuálag og þær kröfur sem gerðar eru til vinnustaðarins. Opinberir starfsmenn vilja fá tækifæri til þess að reka sína þjónustu á hagkvæman hátt. Þeir vilja að stofnanirnar séu vel tækjum búnar og vel skipulagðar. í staðinn vilja þeir mannsæmandi laun og atvinnuöryggi. (Þýtt og endursagt af B.K. úr blaSi Alþjóðasambands frjálsra verkalýSsfélaga) ASGARÐUR 15

x

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja
https://timarit.is/publication/1581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.