Fréttablaðið - 16.09.2021, Blaðsíða 6
bth@frettabladid.is
UMHVERFISMÁL Viðræður milli
Carbon Iceland ehf. og erlendra fjár-
festa hafa staðið yfir undanfarið að
sögn framkvæmdastjóra félagsins.
Carbon stefnir að því að fanga kol-
tvísýring og nota til framleiðslu á
metanóli fyrir skip, f lug og önnur
samgöngutæki. Eyjólfur Lárusson,
framkvæmdastjóri Carbon Iceland,
segir að áhugi útlendinganna hafi
kviknað eftir að Simens Energy í
Þýskalandi fór í samstarf með Car-
bon Iceland.
„Erlendir aðilar eru komnir að
borðinu með það í huga að fjárfesta
í félaginu. Einnig eru viðræður í
gangi um kaup á öllu því græna,
umhverfisvæna eldsneyti sem fram-
leitt verður hjá Carbon Iceland á
Bakka við Húsavík,“ segir Eyjólfur.
Hann segir mikla og vaxandi þörf
fyrir umhverfisvænt eldsneyti. Sem
dæmi hafi eitt stærsta skipafélag
heims nýlega gert samning um
að kaupa skip fyrir 1,4 milljarða
Bandaríkjadala. Skipin muni ein-
göngu nota umhverfisvænt elds-
neyti, metanól, eins og framleitt
verði hjá Carbon Iceland á Bakka.
„Þetta er hluti af orkuskiptum
sem eru að fara fram víða í veröld-
inni og eru nauðsynlegur þáttur í að
berjast gegn loftslagsbreytingum,“
segir Eyjólfur. ■
Áhugasamir um
eldsneyti á Bakka
Vel horfir með sölu á vistvænu elds-
neyti sem framleitt verður á Bakka,
segir framkvæmdastjóri Carbon.
Þeir eigendur skemmtistaða
sem Fréttablaðið ræddi við
í gær fagna auknum tilslök-
unum en segja að skemmti-
staðamenning sé þannig hér
á landi að það taki tíma að
aðlagast styttri opnunartíma.
svavamarin@frettabladid.is
SAMFÉLAG „Maður átti ekki von á
miklum afléttingum svo við fögn-
um öllu,“ segir Birgitta Líf Björns-
dóttir, athafnakona og eigandi
Bankastrætis Club, um nýjustu
sóttvarnareglur sem kynntar voru
á þriðjudag.
„Ég lagði upp með að opna stað
með öðruvísi áherslum og breyta
menningunni í heilbrigðari átt. Það
er frítt inn á staðinn til klukkan tíu
og tilboð á barnum sem er gert til
þess að fólk mæti fyrr og við lokum
líka fyrr en aðrir staðir í miðbæn-
um,“ segir Birgitta.
Þeir eigendur skemmtistaða sem
Fréttablaðið ræddi við í gær taka
öllum afléttingum sóttvarnareglna
fagnandi, en hefðu viljað sjá frekari
tilslakanir. Með nýjum reglum
lengdist opnunartími þeirra um
klukkutíma og fjöldatakmarkanir
fóru úr 200 manns í 500.
Jón Mýrdal, athafnamaður og eig-
andi djassklúbbsins Skuggabaldurs,
segir að tilslakanirnar hafi þó verið
minni en hann vonaðist eftir. „Ég
hefði viljað að opnunartíminn hefði
verið lengdur um tvo klukkutíma
svo hægt væri að hleypa gestum inn
til klukkan eitt eftir miðnætti. Það
hefði verið óskastaða fyrir rekstur
Skuggabaldurs,“ segir Jón.
Fannar Alexander Arason, eigandi
Miami bar á Hverfisgötu, segir erfitt
að standa í skemmtistaðarekstri
þegar upplýsingagjöf til fyrirtækja
komi yfirleitt með stuttum fyrirvara
og í gegnum fjölmiðla.
„Maður er svolítið orðinn eins
og barinn hundur eftir þetta allt
saman,“ segir hann og bendir máli
sínu til stuðnings á að það gangi
ekki að fá að vita samdægurs eða
daginn áður hvort það þurfi að kalla
fólk til vinnu.
„Við fáum allar okkar fréttir beint
frá fjölmiðlum. Það eina sem ég
hef fengið frá stjórnvöldum er 100
þúsund króna sekt af því ég hleypti
tveimur strákum inn að kaupa sér
sígarettur fimm mínútur yfir níu.
Mér var tjáð að þetta væri lægsta
sektin sem ég gæti fengið. Það var
ódýrara að borga sektina en að taka
málið lengra,“ segir Fannar.
Hann trúir því að fólk þurfi tíma
til að breyta þeirri skemmtistaða-
menningu sem er við lýði hér á landi.
„Fólk breytist ekkert. Það er ekki
að mæta fyrr til að hætta fyrr. Fólk
mætir og fer svo í heimahús í eftir-
partí,“ segir Fannar Alexander. ■
Eigendur skemmtistaða í borginni
fagna brauðmolum sóttvarnareglna
Næturlífið í
Reykjavík fær
að lifa aðeins
lengur með
nýjum tilslökun-
um sóttvarna-
yfirvalda sem
kynntar voru á
þriðjudag. Nú fá
skemmtistaðir
að vera opnir til
eitt eftir mið-
nætti.
FRÉTTABLAÐIÐ/
STEFÁN
birnadrofn@frettabladid.is
HEILBIRGÐISMÁL Bóluefni gegn
árlegri inflúensu verður tilbúið til
afhendingar 15. október næstkom-
andi og er von á 95 þúsund skömmt-
un hingað til lands. Þetta kemur
fram á vef Embættis landlæknis.
Á síðasta ári voru notaðir 84 þús-
und skammtar af inflúensubóluefni
hér á landi og verða því í boði ellefu
þúsund fleiri skammtar í ár.
Forgangshópar geta átt von á því
að fá bólusetningu í október en til
þeirra teljast allir einstaklingar 60
ára og eldri og einstaklingar með
langvarandi hjarta-, lungna-, nýrna-
og lifrarsjúkdóma, sykursýki, ill-
kynja sjúkdóma og aðra ónæmis-
bælandi sjúkdóma. Barnshafandi
konur eru einnig í forgangshópi
ásamt heilbrigðisstarfsfólki sem
annast einstaklinga í áhættuhópi.
Þórólfur Guðnason sóttvarna-
læknir segist ekki telja ólíklegt að
mikil ásókn verði í bóluefnið. „Það
var töluverð ásókn í fyrra en það var
reyndar engin inflúensa sem gekk
yfir neins staðar, það hefur lík-
lega verið út af þeim takmarkandi
aðgerðum sem voru í gangi en það
verður fróðlegt að sjá hvað gerist
núna,“ segir hann.
„En við búumst alveg við því að
fólk sé meðvitaðra um gagnsemi
bólusetninga nú en áður vegna
Covid og mikilvægi þess að koma
í veg fyrir inf lúensu líka svo við
búumst alveg við að það verði mikil
ásókn í bóluefnið.“ ■
Búast við meiri ásókn í bóluefni nú en á síðasta ári
Von er á 95 þúsund
skömmtum þann
15. október.
Fólk mætir og fer svo í
heimahús í eftirpartí.
Fannar
Alexander
Maður átti ekki von á
miklum afléttingum
svo við fögnum öllu.
Birgitta Líf
Björnsdóttir
Ég hefði viljað að
opnunartíminn hefði
verið lengdur um tvo
klukkutíma.
Jón Mýrdal
Frumsýning
í kvöld
borgarleikhus.is
Tryggðu þér miða
Eftir
Dóra DNA
6 Fréttir 16. september 2021 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ