Fréttablaðið - 16.09.2021, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 16.09.2021, Blaðsíða 8
Tímapantanir á opticalstudio.is og í síma 511 5800 SMÁRALIND • HAFNARTORG • KEFLAVÍK Sjónmælingar eru okkar fag thorsteinn@frettabladid.is Tekjur Guide to Iceland námu 1,6 milljörðum króna í fyrra og féllu um 5,5 milljarða króna á milli ára samkvæmt ársreikningi félagsins. Guide to Iceland heldur úti sam- nefndu vefsvæði sem veitir aðgang að ferðum með umsögnum við- skiptavina, gistingu og bílaleigu- bílum sem og sérsniðnum pökkum. Þrátt fyrir gríðarlegt tekjufall tapaði samstæðan þó aðeins um 160 milljónum króna árið 2020, sem er fyrsta árið frá stofnun sem hún er rekin með tapi. Til samanburðar skilaði reksturinn hagnaði upp á 450 milljónir króna árið 2019. Í skýrslu stjórnar kemur fram að félagið hafi sett tæplega 400 millj- ónir í þróun á sjálfvirknilausnum á síðasta ári. „Fyrirtækið hefur fulla trú á að geta notað þessi hugverk til þess að stækka á erlendum mörkuðum. Við megum búast við hægum en örugg- um bata 2021 sem tengist alþjóðleg- um bólusetningaráætlunum. Fjár- festingarnar 2020 munu því ekki byrja að skila sér að fullu fyrr en á næsta ári, þar sem við eigum von á veldisvexti frá nokkrum mörkuðum auk Íslands.“ Stærsti hluthafi í Guide to Iceland er Ingólfur Abraham Shahin með 46 prósenta hlut. n Tekjufall fimm og hálfur milljarður Fáir ferðamenn komu í fyrra. H N O T S K Ó G U R g ra fí sk h ön nu n Innviðasjóður Umsóknarfrestur 1. nóvember Rannís auglýsir eftir umsóknum um styrki úr Innviðasjóði. Hlutverk sjóðsins er að byggja upp rannsóknainnviði á Íslandi. Innviðasjóður veitir styrki til kaupa á tækjum, gagnagrunnum og hugbúnaði og öðrum þeim búnaði sem telst mikilvægur fyrir framfarir í rannsóknum. Sérstaklega verður tekið tillit til innviðaverkefna á vegvísi sem njóta, að öðru jöfnu, forgangs við úthlutun styrkja. Við úthlutun úr Innviðasjóði er tekið mið af úthlutunarstefnu Innviðasjóðs og eftirtalin atriði lögð til grundvallar: l Að innviðirnir séu mikilvægir fyrir framfarir í rannsóknum á Íslandi og fyrir rannsóknir umsækjenda l Að fjárfesting í innviðum skapi nýja möguleika til rannsókna og/eða innviðirnir tengist verkefnum sem Rannsóknasjóður, markáætlun eða aðrir opinberir samkeppnisjóðir styrkja. l Að samstarf verði um nýtingu innviða milli stofnana eða milli stofnana og fyrirtækja með fyrirsjáanlegum hætti l Að áætlanir um kostnað og fjármögnun séu raunhæfar l Að innviðirnir auki möguleika á menntun og þjálfun á viðkomandi fræðasviði l Innviðir sem komið er upp með styrk frá sjóðnum skulu vera aðgengilegir öðrum rannsóknahópum eftir því sem svigrúm er til og skal sjóðnum gerð grein fyrir hvernig aðgengi verður háttað Umsækjendur skulu kynna sér vel reglur sjóðsins áður en umsókn er gerð. Nánari upplýsingar og aðgangur að rafrænu umsóknarkerfi er að finna á www.rannis.is. Skoðanakannanir sem benda til þess að vinstristjórn taki við stjórnartaumunum hafa meðal annars leitt til verð- lækkana á hlutabréfum. Á sama tíma leita fjárfestar í verðtryggð skuldabréf. helgivifill@frettabladid.is Hlutabréfaverð hefur farið lækk- andi síðustu daga, meðal annars vegna þess að auknar líkur eru á að vinstristjórn taki við stjórnar- taumunum í landinu, samkvæmt skoðanakönnunum. Undanfarna fimm daga hefur Úrvalsvísitalan lækkað um fjögur prósent. Á sama tíma hafa fjárfestar keypt verð- tryggð skuldabréf í auknum mæli en í ljósi lágs vaxtastigs hafa margir fram að þessu fremur horft til hluta- bréfakaupa. Sveinn Þórarinsson, greinandi hjá Landsbankanum, segir að nýjasta skoðanakönnun Maskínu virðist hafa hrint lækkunum af stað. Mögu- lega hafi væntingar farið að byggjast upp aðeins fyrr. Það kunni að fara að sjá fyrir endann á lækkunar- hrinunni því í huga sumra fjárfesta sé verðlagning margra fyrirtækja álitleg. Valdimar Ármann, forstöðu- maður eignastýringar hjá Arctica Finance, segir að það sé ákveðin óvissa í loftinu sem valdi því að fjár- festar haldi að sér höndum og því lækki eignaverð. „Óvissan snýr að stjórnarmynstri eftir kosningar og hvað mismunandi stjórnarmynd- anir muni hafa í för með sér,“ segir hann. Valdimar horfir til tveggja þátta. „Annars vegar munu miklar breyt- ingar á ákveðnum grunnþáttum hagkerfisins skapa mikla óvissu um framtíðarrekstur ýmissa fyrirtækja og erfitt verður að skipuleggja fram- tíðina sem gæti haft mjög afdrifa- ríkar af leiðingar á fjármálamark- aði. Hins vegar gætu aukin útgjöld ríkissjóðs í ýmiss konar tilfærslur og greiðsluþátttöku skilað sér að öðru jöfnu í aukinni verðbólgu og þar af leiðandi hærri stýrivöxtum og mögulega aukinni útgáfu ríkis- sjóðs sem gæti hækkað verðbólgu- væntingar sem og langtímakröfuna á skuldabréfamarkaði.“ Hann segir að einnig verði að hafa í huga að samhliða þessum lækkunum sé umræða meðal ann- ars í Bandaríkjunum um minnk- andi stuðning Seðlabankans við eignamarkaði. Það hafi haft áhrif á erlenda hlutabréfamarkaði sem smitast til Íslands. Magnús Örn Guðmundsson, for- stöðumaður hjá Stefni, segir að oft sé erfitt að henda reiður á sveiflun- um frá degi til dags. Erlendir mark- aðir hafi gefið aðeins eftir, olíuverð hafi lækkað skarpt síðustu daga og verðbólguþrýstingur sé nokkur erlendis. „Öflug viðspyrna og rask- anir á aðfangakeðjunni, til dæmis í f lutningum, eftir Covid-19 tekur í,“ segir hann. Magnús Örn bendir á að stýri- vextir hafi verið hækkaðir hér- lendis fyrir hálfum mánuði og Seðlabankinn hafi rætt um frekari hækkanir. „Það má kannski segja að markaðurinn verði fréttadrifnari í aðdraganda kosninga og brothætt- ari,“ segir hann og nefnir að það hafi líka gerst árið 2017 þegar markaður- inn hafi gefið eftir. „Fjárfestum líður illa í óvissu og verr eftir því sem óvissan er meiri. En á sama tíma geta líka mynd- ast góð fjárfestingatækifæri, það sanna dæmin. Umræðan um for- sendur kjarasamninga er líka að verða fyrirferðarmeiri og á síðustu dögum hefur verið aukin aðsókn í verðtryggð skuldabréf. Kosningaloforð, áherslur og kannanir geta spilað hlutverk en heilt yfir líta fjárfestar yfirvegað yfir sviðið. Stóra myndin hefur svo sem ekki breyst á markaðnum. Félögin skiluðu góðum uppgjörum í síðustu uppgjörslotu og margir álitlegir fjár- festingarkostir eru í Kauphöllinni enda horfur fínar. Fé leitar eftir sem áður í ávöxtun og mikið fé situr enn inni í félögum sem á eftir að skila til hluthafa. Það má ekki gleyma því að hlutabréf hafa hækkað skarpt undanfarið og ekki óeðlilegt að fjárfestar innleysi hagnað. Það lýsir skilvirkum markaði,“ segir Magnús Örn. n Kosningar skekja innlenda hlutabréfamarkaðinn Úrvalsvísitalan hefur lækkað um fjögur pró- sent á fimm dögum. FRÉTTABLAÐIÐ/ ANTON BRINK Óvissan snýr að stjórn- armynstri eftir kosn- ingar og hvað mismun- andi stjórnarmyndanir muni hafa í för með sér. Valdimar Ármann, forstöðumaður hjá Arctica Finance helgivifill@frettabladid.is Hörður Hilmarsson, stofnandi ÍT- ferða, tekur við sem forstöðumað- ur íþróttadeildar Úrvals-Útsýnar. Hann hefur undanfarin 25 ár rekið eigið fyrirtæki, ÍT ferðir, sem hefur sérhæft sig í utanlandsferðum íþrótta- og sérhópa, auk móttöku erlendra íþróttahópa til Íslands. Þetta kemur fram í tilkynningu. Hörður spilaði sem leikmaður í handknattleik og knattspyrnu. Hann varð síðar þjálfari í báðum greinum, fyrst unglingaliða, síðan meistaraflokka. Hörður lék handbolta með Val, KA og Stjörnunni og þjálfaði KA og Stjörnuna sem leikmaður. Í knatt- spyrnu lék Hörður lengst af með Val, en einnig með KA, Grindavík og sænska félaginu AIK, auk íslenska landsliðsins. Hörður þjálfaði Grindavík, Val, Selfoss, Breiðablik og FH áður en hann hætti þjálfun til að einbeita sér að starfi sínu í ferða- þjónustu fyrir íþrótta- og sérhópa. „Hörður býr yfir mikilli reynslu og bætist í hóp öflugra starfsmanna Útvals-Útsýnar sem munu áfram kappkosta við að veita hópum og einstaklingum faglega og persónu- lega þjónustu fyrir sanngjarnt verð,“ segir Þórunn Reynisdóttir, forstjóri Úrvals-Útsýnar. n Hörður í íþróttadeild Úrvals-Útsýnar Hörður Hilmarsson, forstöðumaður íþróttadeildar Úrvals-Utsýnar Hörður var leikmaður og þjálfari í handknatt- leik og knattspyrnu. 8 Fréttir 16. september 2021 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐMARKAÐURINN FRÉTTABLAÐIÐ 16. september 2021 FIMMTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.