Fréttablaðið - 16.09.2021, Blaðsíða 20
Fyrst vann
ég nær ein-
göngu með
leður, bæði
í arm-
böndum
og háls-
menum,
og fór til
Spánar og
heimsótti
leðurverk-
smiðjur.
Sjöfn
Þórðardóttir
sjofn
@frettabladid.is
Rosella Mosty skartgripa-
hönnuður stóð fyrir glæsi-
legri skartgripasýningu á
Ljósanótt í Keflavík á dög-
unum. Sýningin var í húsa-
kynnum Park Inn Radison
hótelsins og var eftir henni
tekið.
Í skarti Rosellu má finna ýmiss
konar tákn og form og hægt er
að leika sér með samsetningar
á hálsmenunum og fylgihlutum
á skemmtilegan og frumlegan
hátt. Rosella er fædd og uppalin
í Reykjavík en fluttist til Boston
árið 1995 og hefur búið þar síðan,
eða í 26 ár. Hún er gift Ágústi
Felix Gunnarssyni og eiga þau
þrjár dætur og tvö barnabörn og
una hag sínum vel á austurströnd
Bandaríkjanna.
Hannaði sín eigin armbönd
Áhugamál hennar eru skartgripir,
hönnun og allt sem því tengist
og nýtur Rosella sín best þegar
hún er að hanna. „Þetta ævin-
týri mitt hófst árið 2016 þar sem
ég átti alltaf erfitt með að finna
armbönd sem pössuðu mér þar
sem ég er með granna úlnliði. Ég
ákvað því að hanna og búa til mín
eigin armbönd. Í fyrstu var þetta
eingöngu ætlað fyrir sjálfa mig en
þetta spurðist fljótlega út og áður
en ég vissi var ég farin að taka
við pöntunum frá ættingjum og
vinum. Þetta vatt fljótlega upp á
sig og ég fór að færa út kvíarnar og
byrjaði að hanna hálsmen til við-
bótar við armböndin. Í fyrstu vann
ég nær eingöngu með leður, bæði í
armböndum og hálsmenum, og fór
til Spánar og heimsótti leðurverk-
smiðjur. Spánverjar eru þekktir
fyrir mikil gæði í leðri. Þar valdi ég
leður fyrir hönnunina en einnig
fann ég mjög flott leður í Hol-
landi.“
Uppáhaldshönnunin armbönd
í anda dótturinnar
Fjölskylda Rosellu tekur fullan
þátt í að aðstoða hana þegar ný
hálsmen eða armbönd verða til.
„Dætur mínar, þær Aníta Mist
og Tanya Líf, sem eru 20 og 17
ára, gefa mér sitt álit, þær fylgjast
mikið með tískunni og öllu því
sem henni viðkemur og vita hvað
gengur fyrir þeirra aldurshóp.
Maðurinn minn segir líka sitt álit,
og ég tek fullt mark á þeim. Litlu
ömmustrákarnir mínir, sem eru
5 og 7 ára gamlir, sýna þessu líka
mikinn áhuga og vilja oft fá að
máta skartið. Ég bjó því til arm-
bönd handa þeim sem hafa verið
mikið notuð.“
Hannaði armbönd til minningar um dóttur sína
Rosella Mosty hannar ýmsa fallega skartgripi en hún er búsett í Bandaríkjunum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Hluti af skart-
gripunum sem
sýndir voru á
sýningu í Kefla-
vík á dögunum.
Falleg hálsmen eftir Rosellu.
Hálsmenin hanga á trédrumbum.
Þau eru fíngerð og falleg.
ar leiðir þegar kemur að hönnun
og er alveg óhrædd við að blanda
saman hinum ýmsu efnum, litum
og gerðum í minni vöruþróun.
Hugmyndir að nýrri hönnun geta
komið á hinum ólíklegustu tímum
og oft koma þær þegar ég er að fara
að sofa og þá er ég að setja hitt og
þetta saman í huganum. Ég prófa
það svo næsta dag og stundum
gengur það eftir en ekki alltaf og
þá verður til eitthvað allt annað á
vinnuborðinu sem er svo gaman.“
Egetal í Ástralíu í uppáhaldi
Einnig á Rosella sína uppáhalds-
hönnuði og fylgist vel sem er að
gerast í hönnunarheiminum.
„Mínir uppáhaldsskartgripa-
hönnuðir þessa dagana eru meðal
annars Egetal í Ástralíu, breska
fyrirtækið Midnight City sem
framleiðir skart fyrir karlmenn.
Einnig kemur Kristin Cavallari
sterk inn ásamt Cinnamon Lee. Ég
hef svo gaman af að fylgjast með
því sem er að gerast hjá þessum
hönnuðum og það gefur lífinu lit
að skoða fallega hönnun.“
Rosella hefur opnað vefsíðu
þar sem hægt er að fylgjast með
hönnun hennar og panta skartið
sem er mikil bylting. „Vefsíðan
mín, rosellamosty.com, fór í loftið
þann 7. febrúar 2020 og breytti
það miklu því nú er hægt að panta
beint af síðunni og ég get afgreitt
pantanir út um allan heim. Ég hef
fengið frábærar viðtökur bæði hér
á Íslandi og í Bandaríkjunum en
draumurinn er svo auðvitað að
komast með skartið mitt inn í f leiri
verslanir í Bandaríkjunum,“ segir
Rosella að lokum eftir ánægjulega
Íslandsdvöl. n
Hægt er að fylgjast með nýjustu
hönnun og skartgripalínum Ro-
sellu á Instagram-reikningnum
@Rosellamostyjewelry.
Rosella tengir hönnun sína líka
við minningar og fær innblástur
við hönnunina út frá minning-
unum. „Ein af mínum uppáhalds
eru Ester Evu-armböndin, en þau
hannaði ég eftir að dóttir mín lést
úr krabbameini árið 2017, ein-
ungis 28 ára gömul. Ég gerði þau til
minningar um hana því ég vissi að
þessi armbönd voru alveg í hennar
anda, enda sérstök og falleg eins og
Ester Eva var.“
Heilluð af krossum
Þegar kemur að formum og
táknum í skartinu þá er eitt sem
heillar Rosellu meira en annað.
„Af einhverjum ástæðum hef ég
alltaf heillast mikið af krossum í
hinum ýmsum útfærslum og nota
mikið af krossum í hönnun minni.
Ég er með mjög fjölbreytta línu og
legg áherslu á fallegt og sérstakt
skart fyrir konur á öllum aldri. Mér
finnst gaman að fara óhefðbundn-
4 kynningarblað A L LT 16. september 2021 FIMMTUDAGUR