Fréttablaðið - 16.09.2021, Blaðsíða 27
Við erum sífellt að
reyna að hagræða
en á ákveðnum tíma-
punkti erum við einfald-
lega með reikningsdæmi
sem gengur ekki upp.
kynningarblað 7FIMMTUDAGUR 16. september 2021 FÖGNUM FRELSINU SA MK EPPNI LIFI
Sigurður Óli Ólasson er kúa-
bóndi að Lambastöðum á
Mýrunum í Borgarfirði. Þar
er hann að vinna með þrjár
jarðir og um 80 kýr. Um
stöðu mjólkuriðnaðarins á
Íslandi hefur hann ýmislegt
að segja.
Sigurður segir það hafa legið beint
við að fara út í landbúnað, enda
hafi faðir hans verið bóndi. „Pabbi
sendi mig í Bændaskólann þegar
ég var ungur og kynntist ég þar
konunni minni. Við höfum verið
að vinna í búskap í rúmlega þrjátíu
ár, en tókum við núverandi jörðum
1997,“ segir Sigurður.
Ómögulegt reikningsdæmi
Rekstrarumhverfið á Íslandi segir
Sigurður síður en svo vænlegt
gagnvart bændastéttinni. „Það er
sífellt verið að þjarma að okkur
með auknum útgjöldum, lægra
vöruverði og auknum kröfum.“
Sigurður er alla jafna með
nokkra starfskrafta á bænum í
vinnu við að gera það sem þarf.
„Við erum með 80 kýr, sem er rétt
um tvöfalt stærra en meðalbú á
Íslandi. Það er misjafnt hvað við
erum með marga starfsmenn hjá
okkur hverju sinni. Stundum hafa
verið allt að þrír hjá okkur en við
prófuðum núna frá áramótum að
vera bara ein. Maður er alltaf að
reyna að þróa reksturinn áfram
þannig að það þurfi ekki starfsfólk,
því launakostnaður er mjög hár.
Okkur þykir ekkert að því að borga
mannsæmandi laun, en miðað við
það umhverfi sem okkur er boðið
upp á er þetta eins og hálfgerð rán-
yrkja á okkur bændur. Það er dýrt
fyrir okkur að þurfa að borga 1/3 af
launum venjulegs launamanns til
ríkis, stéttarfélaga og fleira.
Sigurður segir vera margar
ástæður fyrir því að umhverfið sé
bændum óhagstætt. „Ein er sú að
verð á þeim vörum sem við erum
að framleiða fer sífellt lækkandi.
Verð á kjöti hefur lækkað gífurlega
síðustu ár og sama gildir um verð
á mjólk. Þá er sífellt meiri krafa á
meiri framleiðslu, að framleiða
fleiri lítra af mjólk og meira af
kjöti, en alltaf fyrir sílækkandi
Mjólkurbændur – þrælar einokunar
Sigurður situr hér fyrir á mynd ásamt Guðna forseta. MYND/AÐSEND
Sigurður Óli
Ólason er
kúabóndi að
Lambastöðum á
Mýrum.
MYND/AÐSEND
verð. Á sama tíma eykst kostnaður-
inn sífellt, allt frá auknum launa-
kostnaði, auknum kröfum um
aðbúnað dýra og annað sem þýðir
meiri fjárfestingu í húsbúnaði,
tækjum og framvegis. Þetta kostar
allt peninga. Við erum sífellt að
reyna að hagræða en á ákveðnum
tímapunkti erum við einfaldlega
með reikningsdæmi sem gengur
ekki upp. Umhverfið hefur oft
verið skemmtilegra í landbúnað-
inum og það er erfitt að setja sífellt
auknar kröfur á bændur og ætlast
alltaf til þess að kostnaðurinn
dragist frá laununum okkar.“
Hugleysi stjórnvalda
Sigurður ber stjórnvöldum ekki
góða söguna. „Sannleikurinn er
sá að stjórnvöld hafa ekkert gert
til þess að hjálpa bændastéttinni.
Þau hafa til dæmis ekki lækkað
aðflutningstolla til þess að búa
okkur undir erlenda samkeppni.
Þarna eru Sjálfstæðismenn
fremstir í f lokki, en það er þekkt
að þeir lögðu niður landbúnaðar-
ráðuneytið. Í stjórn er einfaldlega
heiladautt fólk sem hefur engan
áhuga á landbúnaði.“
Samkeppni er nauðsynleg
„Umhverfið er erfitt fyrir bændur
og það á bara eftir að verða
erfiðara þegar fram í sækir. Það
sem ég vil er samkeppni í mjólkur-
iðnaðinum. Það er löngu búið að
sanna það að hún er miklu betri
en einokunin sem okkur mjólkur-
bændum er boðið upp á í dag. Mér
þykir það til dæmis afar skrítið
að Mjólkursamsalan sé enn í dag
undanþegin samkeppnislögum.
Ég skil hvað menn voru að reyna
að gera þegar hún var stofnuð.
Undanþágan átti að leyfa mjólkur-
iðnaðinum að sameinast í eitt
afurðafyrirtæki sem átti að styrkja
okkur gegn erlendri samkeppni.
En menn gleymdu að hugsa um
samkeppnina hérna heima. Kaup-
félag Skagfirðinga hélt sig fyrir
utan þetta en síðan þá hefur það
nýtt sín tækifæri og aukið hlut sinn
í MS eins og var fyrirséð að það
myndi gera. Á ákveðnum tíma-
punkti hefði þurft að endurskoða
þetta fyrirkomulag en það var
Sigurður Óli
Ólason er með
um áttatíu kýr á
Lambastöðum á
Mýrum.
FRÉTTABLAÐIÐ/EY-
ÞÓR ÁRNASON
aldrei gert. MS og Kaupfélag Skag-
firðinga eru tvö fyrirtæki á mark-
aðnum en samt virðist enginn fetta
fingur út í að þau vinna augljóslega
saman,“ segir Sigurður.
Barátta í dvala
„Barátta Mjólku á samkeppnisum-
hverfið í mjólkuriðnaðinum hafði
til skamms tíma gífurleg áhrif
og var klárlega til hagsbóta fyrir
bændur, þá mjólkurframleiðendur
aðallega. En til lengri tíma litið sé ég
ekki að hún hafi haft mikil áhrif.
Mjólka hefur ekki tekið við
mjólk síðan 2008, en eftir það
yfirtók MS aftur markaðinn. Þá sáu
þeir enn fremur til þess að það yrði
ekki nein samkeppni. Í dag legg ég
inn til MS eins og allir kúabændur,
nema þeir sem leggja inn til Kaup-
félags Skagfirðinga. Markmið MS
var allan tímann að hræða menn
úr samkeppni, en það sést á fram-
ferði samsölunnar, annars hefðu
þeir ekki farið fram með hótanir
og fantaskap eins og þeir hafa gert.
Staða mjólkuriðnaðarins á
Íslandi er sterk og ég sé ekki fram
á að nokkur muni hætta sér í sam-
keppni við MS næstu árin. Þeir
hafa því miður eyðilagt mikið fyrir
þeim sem hafa einhvern áhuga á
að vinna einhver alvöru verðmæti
úr mjólkinni.
Þá er ég algerlega sammála
niðurstöðu Hæstaréttar í mars í
máli Mjólku gegn MS þar sem MS
var gert að greiða 480.000.000 í
skaðabætur. Ef menn kynna sér
málsatvik þá er ég viss um að
það séu allir sammála um rétt-
mæti þessarar niðurstöðu. En ég
sé ekki að þessi niðurstaða muni
hafa mikil áhrif á stöðu bænda í
iðnaðinum.“
Breytinga er þörf
Að sögn Sigurðar er gífurlega
margt sem þarf að breytast til þess
að umhverfið verði vænlegt fyrir
bændur. „Það þarf fyrst og fremst
að breyta hugsunarhættinum og
hætta að líta á landbúnaðaraf-
urðir sem gull í eigu fárra útvaldra.
Mjólkuriðnaðurinn á að vera
hvetjandi fyrir bændur, ekki beita
ofbeldi og þrýstingi.
Það sem ég myndi vilja sjá eru
2–3 stór og blómleg afurðavinnslu-
fyrirtæki á mjólk í heilbrigðri
samkeppni. Þessi fyrirtæki myndu
senda mjólkurbændum tilboð
á hverju ári varðandi hvað þau
myndu vilja borga fyrir mjólkina
sem þeir framleiða.
Ég myndi enn fremur vilja sjá
markaðinn opnast fyrir ein-
staklingnum. Reglurnar í dag gera
ráð fyrir að ég megi framleiða
eigin vörur úr ekki meira en 15.000
lítrum af mjólk. Þessi lög stangast
á við almenna skynsemi. Ég sem
framleiðandi á ekki að þurfa að
spyrja neinn um það hversu mikið
ég vil framleiða af mínum vörum.
Ég á að mega selja vörur mínar eins
og mér hentar. Ef mér dettur í hug
að stofna lítið samlag og setja 50%
í mitt eigið samlag og 50% í MS eða
annað samlag þá á ég að mega það.
Ég vona svo sannarlega að næsta
kynslóð verði skynsamari þegar
kemur að landbúnaðariðnaðinum
og mikilvægi hans.“ n