Fréttablaðið - 16.09.2021, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 16.09.2021, Blaðsíða 4
BJÓÐUM UPP Á 37” - 40” BREYTINGAPAKKA BREYTINGAVERKSTÆÐI ÍSBAND, SMIÐSHÖFÐA 5, SÉRHÆFIR SIG Í BREYTINGUM Á RAM PALLBIFREIÐUM. ÍSBAND UMBOÐSAÐILI RAM Á ÍSLANDI RAM 3500 BÍLL Á MYND RAM 3500 LARAMIE SPORT MEGACAB MEÐ 35” BREYTINGU VERÐ FRÁ 7.421.210 KR. ÁN VSK. 9.202.300 KR. M/VSK. UMBOÐSAÐILI JEEP® OG RAM Á ÍSLANDI • ÍSLENSK-BANDARÍSKA • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR S. 590 2300 • WWW.ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-18 • LAUGARDAGA 12-16 kristinnpall@frettabladid.is SELTJARNARNES Bæjarráð Sel- tjarnarnesbæjar samþykkti í vik- unni að veita Nesklúbbnum 27 milljóna styrk á næsta ári til stand- setningar á nýrri æfingaaðstöðu klúbbsins. Þar af á klúbburinn von á átján milljóna eingreiðslu en eftirstöðvunum, níu milljónum, verður dreift á tólf mánaða tíma- bil í 750 þúsund króna greiðslur. Nesklúbburinn fagnaði fyrr á þessu ári 57 ára afmæli en klúbburinn er núna með æfingaaðstöðu á þriðju hæð á Eiðistorgi þar sem klúbbmeð- limir geta æft yfir vetrartímann. n Nesklúbbur fær væna eingreiðslu Alls fær klúbburinn 27 milljóna króna styrk og 18 af þeim í einni greiðslu. arib@frettabladid.is UMHVERFISMÁL Fullvinnsla á líf- rænum úrgangi í moltu í gas- og jarðgerðarstöð Sorpu, GAJA, hefur verið stöðvuð tímabundið eftir að myglugró fundust í límtrésein- ingum í þaki og burðarvirki. Fram kemur í tilkynningu að myndun myglugróa sé hluti af moltugerðar- ferli og eðlilegt að mygla finnist við vinnslu. Líf Magneudóttir stjórnarfor- maður segir mikilvægt að stöðin starfi hnökralaust. „Öryggi starfs- manna skiptir okkur öllu máli og við vildum tryggja það og tafarlaust stemma stigu við mygluvextinum,“ segir hún. „Þessi myglugró sem hafa greinst vekja spurningar um hvernig staðið var að hönnun og efnisvali fyrir húsnæði hennar. Við í stjórn Sorpu höfum falið framkvæmdastjóra að leita skýringa sem allra fyrst.“ Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæð- isflokksins, gagnrýnir að þetta hafi ekki komið upp í umræðum á borg- arstjórnarfundi í þessum mánuði. „Það átti að bæta vinnubrögðin og upplýsingagjöf eftir Braggamálið. Síðan þá höfum við séð mörg dæmi þar sem vinnubrögðin eru fyrir neðan allar hellur og markvisst reynt að þagga málið niður,“ segir Eyþór. n Fundu myglu í gas- og jarðgerðarstöð Sorpu Eyþór Arnalds, oddviti Sjálf- stæðisflokksins í Reykjavík kristinnpall@frettabladid.is SAMGÖNGUR Alls var 76,6 prósenta aukning í alþjóðlegri f lugumferð á Íslandi í ágúst miðað við árið þar áður. Það er þó enn þriðjungi minna en þekktist árið 2019. Þetta kemur fram á vef Eurostat, tölfræðiveitu Evrópusambandsins. Undanfarna mánuði hefur ferða- þjónustan tekið við sér á ný og eru sífellt f leiri f lugfélög komin með áætlunarflug hingað á ný eins og sést í aukningunni á milli ára. Þá hefur annað íslenskt flugfélag, Play Air, hafið starfsemi sem hefur áhrif á aukninguna en framboð á f lugi frá Íslandi mun minnka þegar líða tekur á árið þegar ferðum erlendra flugfélaga fækkar. n Veruleg aukning í áætlunarflugi Sífellt fleiri flugfélög hafa byrjað með áætlunarflug til og frá Íslandi. Sjö kirkjujarðir víðs vegar um land hafa verið valdar til að endurheimta vot- lendi. Þjóðkirkjan sér ekki aðeins tækifæri til að bæta umhverfið heldur einnig til að auka tekjur sínar og styrkja nærumhverfið.  kristinnhaukur@frettabladid.is UMHVERFISMÁL Þjóðkirkjan hyggst endurheimta votlendi á jörðum sínum og hefur ákveðið sjö jarðir sem byrjað verður á. Mun kirkjuráð óska eftir framkvæmdaleyfi hjá við- eigandi sveitarfélögum um þetta. Jarðirnar sem um ræðir eru Skál- holt í Biskupstungum, Mosfell í Grímsnesi, Reynivellir í Kjós, Mæli- fell í Skagafirði, Hof í Vopnafirði, Kolfreyjustaður í Fáskrúðsfirði og Árnes 1 í Trékyllisvík. Síðastnefnda jörðin var reyndar ekki alveg óum- deild því að kirkjuráðsmaðurinn Stefán Magnússon lagðist gegn ákvörðuninni því að fasteigna- hópur kirkjunnar væri með hana til sérstakrar skoðunar. Halldór Reynisson, verkefnis- stjóri umhverfismála og fyrrverandi prestur, segir jarðirnar sjö aðeins þær fyrstu sem ráðist verður í. En alls á þjóðkirkjan um 30 jarðir víðs vegar um landið. „Við lítum á það sem okkar sið- ferðilegu ábyrgð að endurheimta votlendi og rækta upp skóglendi á þeim jörðum sem kirkjan á,“ segir hann. „Kirkjan átti mun fleiri jarðir hér áður fyrr en við sjáum þær jarðir sem kirkjan á enn þá sem ákveðin gæði til þess að efla umhverfið, nátt- úruna og hamla gegn óæskilegum breytingum á loftslagi.“ Þegar var byrjað að endurheimta votlendi í Skálholti árið 2016 að frumkvæði frú Vigdísar Finnboga- dóttur, fyrrverandi forseta, og Þrast- ar Ólafssonar hagfræðings. Talið var að í Skálholti væri hægt að endur- heimta 40 til 50 hektara votlendis. Á sama tíma var tekin ákvörðun um endurheimt á f leiri jörðum og það er nú loks komið í ferli og forgangs- röðun. Halldór segir verkefnið mjög umfangsmikið. Kirkjan sé í sam- starfi við bæði Skógræktina og Landgræðsluna sem hafi gert frum- athugun á viðkomandi jörðum. Hafi stofnanirnar bent á svæði utan hefðbundinnar nýtingar í búskap þar sem hægt sé að endurheimta votlendi, græða land og rækta skóg. Vísar hann til skýrslu Sameinuðu þjóðanna frá árinu 2018 þar sem talið var að jarðarbúar hefðu ára- tug til að snúa þróuninni við. „Við höfum tíu ár til að gera eitthvað í málunum. Þessar sjö jarðir eru aðeins byrjunin hjá okkur. Þetta er okkar framlag næstu tíu árin til að snúa þessari óheillaþróun við,“ segir Halldór. Varðandi endurheimtina nefnir Halldór að samkvæmt nýrri skýrslu hafi Ísland fimm sinnum þyngra kolefnisfótspor en meðaltal Evr- ópulanda. Stærstur hluti af því fellur undir flokkinn notkun lands, sem er meðal annars framræsing og uppblástur. „Þarna sjáum við mikil tækifæri,“ segir Halldór. En kirkjan sér ekki aðeins tæki- færi til þess að bæta umhverfið heldur geti aðgerðirnar hjálpað til við fjárhaginn einnig. „Það er byrj- aður að skapast markaður fyrir kolefnisbindingu og í framtíðinni sjáum við að jarðirnar geti orðið höfuðstóll kirkjunnar sem hún fjármagni sitt starf með. Þarna eru ákveðnir tekjumöguleikar,“ segir hann. En einnig að jarðirnar verði nýttar til að styrkja samfélögin í nágrenninu, þar sem fólk geti geng- ið um skóglendi sér til yndisauka. n Þjóðirkjan endurheimtir votlendi á jörðum sínum víðs vegar um land Þegar er byrjað að endurheimta votlendi í Skál- holti í Biskups- tungum. FRÉTTABLAÐIÐ/ PJETUR Þessar sjö jarðir eru aðeins byrjunin hjá okkur. Halldór Reynis- son, verkefnis- stjóri umhverfis- mála 4 Fréttir 16. september 2021 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.