Fréttablaðið - 16.09.2021, Blaðsíða 30
Skipholti 29b • Sími 551 4422 • www.laxdal.is
TRAUST Í 80 ÁR
S Í G I L D K Á P U B Ú Ð
Fylgdu
okkur á
Facebook
Skoðið
laxdal.is
Ný haustlína
frá
Kristen Stewart er án efa
þekktust fyrir leik sinn í Twi-
light-kvikmyndaseríunni,
sem byggð er á samnefndri
bókaseríu Stephanie Meyer.
Í kvikmyndunum lék hún
hina feimnu og hógværu
Bellu Swan á móti hjarta-
knúsaranum Robert Pattison
sem túlkaði hina ljómandi
vampíru, Edward Cullen.
johannamaria@frettabladid.is
Mikið vatn hefur runnið til sjávar
síðan þá enda hefur Stewart komið
fram og leikið aðalhlutverk í fjölda
kvikmynda síðan síðasta Twilight-
kvikmyndin kom út 2012.
Árið 2019 kom Kristen fram sem
leikkonan Jean Seberg í kvik-
myndinni Seberg. Þótt kvikmynd-
in hafi fengið misgóða dóma voru
gagnrýnendur flestir sammála um
að Stewart hafi sýnt meistaratakta
í hlutverkinu. Þá kom fram í apríl
síðastliðnum að Kristen Stewart
myndi leika ásamt Léa Seydoux
og Viggo Mortensen í vísinda-
tryllinum Crimes of the Future úr
smiðju David Cronenberg.
Rokk og rómantík
Stewart hefur víða vakið mikla
athygli fyrir einstaklega smart og
oft rokkaralegan stíl og virðist upp
á síðkastið hafa tekið upp róman-
tískari hliðar. Rokkið er þó sjaldan
langt undan eins og sést á mynd-
unum.
Talsmaður LBGT+
Stewart býr í Los Angeles og árið
2017 kom hún út úr skápnum sem
tvíkynhneigð. Um kynhneigð
sagði hún, eins og frægt er orðið:
„Tvíkynhneigðir eru ekki ringlaðir.
Það er ekkert ruglingslegt við það.
Fyrir mér er það algerlega skýrt.“
Þá hefur hún sagt að sér hafi verið
ráðlagt að ræða ekki eða sýna kyn-
hneigð sína opinberlega, þar sem
það gæti haft áhrif á val hennar
í hlutverk. Um það segir hún að
hún hafi ekki áhuga á að vinna
með fólki sem lætur það fara fyrir
brjóstið á sér. ■
Rokkuð rómantík Kristen Stewart
Kristen klæddist þessu rómantíska dressi, þó með rokkabillýívafi, á
Met-galakvöldinu þann 13. september síðastliðinn. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
Kristen var rómantísk á frumsýningu í Fen-
eyjum í september. Dressið minnir á Lísu í
Undralandi með myrkum undirtón.
Hér er Stewart á frumsýningu
Charlie’s Angels í nóvember 2019 í
rokkuðu diskódressi.
Þetta magnaða eyeliner-augnablik
átti Stewart við frumsýningu Seberg
í september 2019 á Spáni.
6 kynningarblað A L LT 16. september 2021 FIMMTUDAGUR