BSRB-tíðindi : fréttabréf - 15.05.1995, Blaðsíða 12

BSRB-tíðindi : fréttabréf - 15.05.1995, Blaðsíða 12
SÍMENNTUN hað sem koma skal Árni Stefán Jónsson: „Þurfum að vinna að því að starfsmenntunin nái til fleiri hópa.” ,Á vegum félagsmálaráðu- neytisins er starfandi fræðslunefnd sem skipulagt hefur starfsnám fyrir með- ferðar- og uppeldisfulltrúa og fólk í líkum störfum. Árni Stefán Jónsson, fram- kvæmdastjóri Starfsmanna- félags ríkisstofnana, á sæti í nefndinni en í fyrra var henni úthlufað vegna SFR tæplega hálfri fimmtu milljón króna úr starfsmenntasjóði félagsmálaráðuneytisins. „Fjöldi námskeiðanna fer eftir fjárveitingunni úr starfs- menntasjóðnum,” segir Arni Stefán: „Við byrjuðum hægt, en höfum sannað okkur.” í tengslum við síðustu kjara- samninga náði SFR því fram að námskeiðin eru metin til launaflokkahækkana fyrir þá sem eru í 232. flokki eða neðar, og segist Arni Stefán vonast til að þessi lága launaflokkaviðmiðun fáist hækkuð það verulega að hún nái til flestra SFR-félaga. „Við leggjum mikið upp úr náminu sjálfu, og teljum þá umbun sem felst í launa- hækkuninni eðlilegt fram- hald,” segir hann: „Nám- skeiðin eru gott innlegg í fræðslu og starfsmenntun fyrir okkar félagsmenn. Uppeldis- og meðferðarfull- trúarnir vinna vandasöm störf, en hingað til hefur ekki verið til nein starfsmenntun fyrir þá. Við þurfum að vinna að því að starfsmennt- unin nái til fleiri hópa, en í því sambandi er rétt að það komi fram að sett hafa verið upp námskeið fyrir fleiri en uppeldis- og meðferðarfull- trúana, s.s. hjá safnafólki - Listasafni Islands og Þjóð- minjasafninu - og einnig á Ríkisspítölunum. Þá er í undirbúningi námskeið fyrir starfsfólk hjá ÁTVR. En í heildina má segja að opin- berir starfsmenn hafa verið dálítið seinir að taka við sér hvað starfsmenntunina varð- ar. Símenntun er það sem koma skal. Störfin verða sí- fellt flóknari og breytingarn- ar örari, og því verðum við að auka fræðsluna og við- halda henni. í leiðinni þurf- um við í mörgum tilfellum að byggja brýr yfir til ann- arra starfshópa og stéttarfé- laga. Til dæmis þurfum við að skoða hvort ekki beri að taka sérstaklega á starfsnámi fyrir fólk í umönnunarstörf- um, og þá þvert á stéttarfé- lög. Ég bendi á að námskeið- in okkar eru ekki aðeins fyrir fólk í uppeldis- og umönn- unarstörfum heldur einnig fólk í líkum störfum, og fyrir bragðið fáum við inn með- limi annarra stéttarfélaga.” LEONARDO ný áæl llun ESB í menntamálum í ársbyrjun 1995 voru menntaáætlanir Evrópusam- bandsins einfaldaðar og samræmdar. Fjölmargar á- ætlanir hafa verið í gangi um nokkurra ára skeið, s.s. COMETT, ERASMUS, PETRA og FORCE, en hafa nú verið sameinaðar í tvær megináætlanir, auk þess sem uin ýmis nýmæli er að ræða. Þessar nýju áætlanir ganga undir nöfnunum SOCRATES og LEON- ARDO Da Vinci, og hefur áhugi verkalýðshreyfingar- innar í Evrópu einkuni beinst að hinni síðarnefndu, en meginmarkmiðið með henni er að efla starfs- og endurmenntun í Evrópu. Að því er stefnt að sem flestir Evrópubúar eigi kost á starfsmenntun, starfsþjálfun og síðan endurmenntun í samræmi við þarfir atvinnu- lífs og starfsmanna sjálfra á hverjum tíma. 1 lok febrúar sl. var haldinn santeiginlegur fund- ur áheyrnarfulltrúa Evrópu- sambands vcrkalýðsfélaga (ETUC) í stjórnarnefnd LE- ONARDO-áætlunarinnar og fulltrúa aðildarsamtak- anna í nefnd ETUC um at- vinnu, menntun og starfs- þjálfun. Eina málið á dag- skrá var afstaða evrópskrar verkalýðshreyfingar til á- ætlunarinnar. Samkvænit ís- lenska fulltrúanum á fund- inum, Halldóri Grönvold skrifstofustjóra ASÍ, var rætt um að nálgast áætlun- ina á tvennan hátt; sameig- inlega, og eftir aðstæðum í hverju landi fyrir sig. Sam- eiginlegi hlutinn yrði fólg- inn í sem virkastri upplýs- ingamiðlun og umræðu milli aðila undir forystu ETUC, ma. með sérstöku gagnahólfi á Internetinu. Þá var rætt um hver ættu að vera helstu áhersluatriði fulltrúa ETUC í sameigin- legu LEONARDO-nefnd- inni: (a) Jafnrétti til menntun- ar á grundvelli LEON- ARDO-áætlunarinnar. (b) Sérstakir forgangs- hópar og markhópar skil- greindir: Konur, ungt fólk og þeir sern eru komnir út á vinnumarkaðinn og hafa litla eða enga starfstengda menntun fyrir, eða þurfa á endurmenntun að halda vegna breytinga á störfum og atvinnugreinum. (c) Símenntun - áhersla á réttindi og möguleika launafólks til menntunar alla starfsævina. (d) Gæði. Áhersla verði lögð á að tryggja gæði þeirra áætlana sem unnar verða á grundvelli LEON- ARDO, til að þær skili sem besturn árangri fyrir ein- staklingana og atvinnulífið út frá þeim markmiðum sem skilgreind eru hverju sinni. 12

x

BSRB-tíðindi : fréttabréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: BSRB-tíðindi : fréttabréf
https://timarit.is/publication/1586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.